Þjóðargjaldþrot í boði ASÍ og SA

Hagsmunasamtökin Alþýðusamband Ísland og Samtök Atvinnulífsins eru mönnuð sama liðinu stundaði fjárhættuspil með lífeyrissjóði landsmanna. Núna ætlar sama liðið að herja á Seðlabankann að lækka vexti þótt forsendur fyrir vaxtalækkun séu ekki fyrir hendi. Láti Seðlabankinn að kröfum sukkliðsins mun gengið láta undan síga og nýfengin lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verða notuð til að verja gengið.

Vinnumarkaðurinn er enn á ruglstigi þar sem sumir atvinnurekendur bjóða 150 þús. kr. í mánaðarlaun en aðrir eru með útselda vinnu iðnaðarmanna á yfir fimm þús. kr. á tímann. Besta leiðin til að drepa í síðustu glæðum 2007-hagkerfisins er að halda vöxtum vel yfir verðbólgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,stundaði fjárhættuspil með lífeyrissjóði landsmanna"

 Páll.

Borgar þú í einhvern lífeyrissjóð ?

JR (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JR :  Kemur það málinu við hvort Páll borgar eða borgar ekki í einhveren lífeyrissjóð ? Hefur hann ekki augu, eyru og hyggjuvit ?

Menn geta verið stjarnfræðingar án þess nokkurn tímann að hafa komið inn í eldflaug , hvað þá út í geiminn. Þannig held ég að sé farið um dr. Þorstein stjarnfæðing svo að dæmi sé tekið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nokkuð sammála þér Páll það er alltaf sama liðið sem að er að skrúfa frá krönunum - þetta lið búið að sulla út um allt en vill fá að halda áfram þó svo að aðrir séu búnir að fá nóg af því að þrifa eftir þetta lið.

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2009 kl. 11:12

4 identicon

Alveg ferlegt að ekki sé hægt að gera þetta lið brottrækt af landinu - alla vegana úr viðskiptalífinu.

Munum það að sálfstæðisflokkurinn er ekki stjórnmálaafl heldur glæpasamtök!

Margrét (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 13:24

5 identicon

Auðvitað kemur það málinu við hvort sá sem er að gagnrýna hefur efni á því !

JR (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband