Vinstriflokkar setja sig ofar þjóðarhagsmunum

Ríkisstjórnin ætlar sér að keyra yfir Alþingi og þjóðarvilja og þröngva upp á okkur vilja Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Verkefni stjórnarandstöðunnar er að koma í veg fyrir samþykkt á niðurlægingarfrumvarpi stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Gangi það ekki eftir verður að láta ríkisstjórnina gjalda dýru verði að setja flokkshagsmuni Samfylkingar og Vinstri grænna ofar þjóðarhagsmunum.

Ríkisstjórnin og niðurlægjandi Icesave-samningar eru einn og sami hluturinn.


mbl.is Ekki hagstæðari samningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ættu nú sjálfstæðismenn og framsókn ekki frekar að hugsa um að koma þjóðarskútunni í gang frekar en að tuða rakalaust um Icesave sem er orðið að 10% af upphaflega reikningnum. Menn ættu að horfa á heildarmyndina og átta sig á að Icesave er í raun brot af skuldasúpunni sem við erum að drukkna í eftir bankahrunið. Og hver ber ábyrgðina.... eigum við að ræða það ????

Haraldur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hve miklar greiðslur munu falla á ríkissjóð í heildina - veit einhver það?

Baldur Hermannsson, 22.10.2009 kl. 17:52

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Upphaflega var talað um 300 til 700 milljarða plús vextir. Endanleg tala er háð hversu mikið innheimtist af eignum Landsbankans.

Páll Vilhjálmsson, 22.10.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú ætlar bresk-hollenska ríkisstjórin Vinsti grænna og Samfylkingarinnar að fjármagna heilbrigðiskerfi Bretlands og Hollands, því það íslenksa er ekki nógu verðugt. Það þarf að skera það niður og flytja það í bútum til Bretlands og Hollands. Á Íslandi verður settur upp símsvari sem segir; "velkomin til ESB, Bretat sögðu, Bretar vija, ýta á hnapp núll til að kjósa þá aftur".

.

Vintri grænir lögðu mikla áherslu á þetta í kosningaherferð flokksins í vor. Sögðu að ekki kæmi til greina að vinna fyrir Ísland og Íslendinga eftir kosningar. Þeir hafa svo sannaarlega staðið við loforðin. Þetta er kölluð nýnýlendustefna í boði vinstri-ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er augljóst að þessar lyktir icesave málsins eiga eftir að verða notaðar til að styrkja málflutning andstæðinga ESB svo ég sé ekki betur en báðar fykingar geti vel við unað. Eini flokkurinn sem tapar er Samfylkingin og er það bara við hæfi, vegna þess að þeir eru eini flokkurinn sem enga ábyrgð hafa axlað af hruninu ennþá.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Icesave verður ekki greitt með "málflutningi fylkinga", stjórnmálaflokkum né stjórnmálamönnum. Peningarnir veða hrifsaðir af þér Jóhannes, sjúku fólki, börnum og gamalmennum. Stjórnmálamenn munu ekki bogra neitt sama hvar í flokki þeir eru.

.

Ef einhver myndi skilja að Icesave snýst ekki um flokkspólitík, þá væri það ágætis byrjun fyrir hagsmuni þjóðar og lands. Þetta er kallað þjóðarhagsmunir

Gunnar Rögnvaldsson, 22.10.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband