Útrásin var glæpamenning sett á stall

Útrásin var kennd við dirfsku, skilvirkar ákvarðanir, hugvit og sigrandi stjórnendamenningu. Í reynd var ofdekruðum,  ofmetnum og ofurgráðugum ungum mönnum sleppt lausum, fyrst á íslenskt efnahagslíf og síðar á evrópska sparifjáreigendur.

Hægt og bítandi kemur í ljós hversu víðtækt svindlið var og hve óforskammaðir auðmennirnir voru. 

Fyrir utan að skilja og læra af útrásarfirringunni þarf samfélagið að ganga milli bols og höfuðs af þeim afgangi útrásarinnar sem enn lætur á sér kræla. Exista, Hagar, 365 miðlar og Geysir Green eru þar á meðal.


mbl.is Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta líkar mér, "ganga milli bols og höfuðs". Það þarf að fara að nota kraftmikla framsetningu þegar kemur að þessum voðaverkum.

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skrápurinn þykknar, við hverja afhjúpunina á fætur annarri. 

Vonandi þagna nú síðustu "við gerðum ekkert rangt" rokkarnir.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.10.2009 kl. 18:11

3 identicon

Vel mælt.

Hvers vegna talar enginn um þátt forsetans í þessari glæpavæðingu?

Stjórnmálamennirnir þegja allir um hlut klappstýrunnar, höfuðmeistara hinnar iðnvæddu innrætingar. 

Hvernig má það vera að maðurinn sé enn í embætti?

Hvernig sættir þjóðin sig við þetta?

Karl (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:44

4 identicon

Það hafa greinilega margir slæma samvisku.
Sjá:
http://www.dv.is/frettir/2009/8/18/stofnadi-audi-med-kululansgroda/

Kúlulánagróði uppá hundruði milljóna á kostnað almennings!

Auður Capital er stofnað fyrir þessa blóðpeninga og gefur sig út fyrir að hafa forgöngu í samfélagslegri ábyrgð.

Sjá heimasíðu Auðar Capital:
http://www.audurcapital.is/um-audi/hugmyndafraedin/
"Við teljum að það felist fjárhagslegur ávinningur í því að taka samfélagslega ábyrgð"


"fjárhagslegur ávinningur í því að".. ræna samfélagið með kúlulánabraski.

Meira um þetta:
http://eyjan.is/blog/2009/08/19/kristin-notadi-kululanagroda-ur-kaupthingi-til-thess-ad-audvelda-stofnun-audar-capital/
http://icelandtalks.heidi.1984.is/?p=651

Jónsi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:48

5 identicon

Ég hefði frekar viljað kalla þessa siðblindu Glæpaómenningu, þeir sem bjuggu til þessa glæpaómenningu, eyðilögðu Ísland, bæði nafnið og þjóðina, ég vil sjá þá hengda, eins og gert var við hægri öfgamenn í Þýzkalandi eftir að þeir eyðilögðu bæði nafnið og þjóðina þar.

Robert (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 19:14

6 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á Karli Wernerssyni, einum stærsta eiganda Glitnis og hans ótal svikafélögum. Við skattgreiðendur urðum að borga 16 milljarða til að bjarga Sjóvá eftir hann. Samt er hann enn í rekstri með apótekin sín, Lyf og heilsu, Apótekarann og Skipholtsapótek. Á heimasíðu hæstaréttar, www.haestirettur.is, má lesa að hann var í mars 1999 dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisauka, þegar hann var með tölvufyrirtæki. Óheiðarleikinn hefur snemma byrjað.

Steini (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:40

7 identicon

Erum við ekki bara rétt farin að sjá í toppinn á ísjakanum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:32

8 identicon

Útrásin, sem og hrunið allt, var kunnáttuleysi, getuleysi og skilningsleysi; minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði með góðum skammti af græðgisvæðingu hrærðum samanvið.

Hverjir eru sekir?

Bankastjórar og bankamenn. Eigendur banka og eigendur íslenskra stórfyrirtækja sem og stjórnendur þessara fyrirtækja. Opinberar stofnanir eins og Seðlabanki og Fjármálaeftirlit. Embættismenn (t.d. fyrrtaldra stofnana) stjórnmálamenn og ráðherrar (sem m.a. fóru um lönd til að tala íslenska efnahagsundrið upp). Þá eru ótaldir fjölmiðlamenn og endurskoðendur, sem áttuðu sig ekki á, að búið var að koma þeim haganlega fyrir í vasa viðskiptajöfranna. Einnig má nefna til sögunnar háskólamenn, sem skörtuðu lærdómstitlum, en sem búið var að kaupa til liðs við alla lygina eða höfðu einfaldlega aldrei séð í gegnum hana.

Það er gott að minnast orða Njarðar P. Njarðvík frá því fyrir skemmstu: "Þjóðin skuldar sjálfri sér endurskoðun á tilveru sinni og tilgangi og sú skuld verður ekki greidd nema með endurheimtri siðferðisvitund."

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband