Frekjufylkingin verður klumsa

Stjórnarandstaðan lætur ekki Samfylkinguna segja sér fyrir verkum í Icesave-málinu enda búin að læra inn á taktíkina sem er blanda af blekkingum og ósvífni. Ríkisstjórnin ætlaði að múlbinda stjórnarandstöðuna með því að krefjast trúnaðar á kröfum Breta og Hollendinga á ómerkingu fyrirvara Alþingis við ríkisábyrgð á Icesave-skuldum.

Blekkingin sem átti að nota að keyra málið heim var að hér væri aðeins um smáatriði að ræða, - eiginlega bara stafsetningarleiðrétting á samningnum. Vitanlega býr meira að baki, Hollendingar og Bretar ætla að gera sitt ítrasta til að verja þann fáránlega hagstæða samning sem þeir fengu í upphafi.

Við höfum séð áður að ríkisstjórnin er tilbúin að fórna íslenskum hagsmunum til að tryggja völd sín. Ríkisstjórnin stendur og fellur með Icesave-samningnum. Frekjufylkingin ætlar að búa svo um hnútana að ríkisstjórnin standi en þjóðarhagsmunir falli með Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Var þessi ICESAVE samningur ekki grunnlagður af þeim félögum Geir H. Haarde og Árna M. Matthísen , ráðherrum Sjálfstæðisflokksins skömmu eftir hrun haustið 2008 ?   Lengi býr að fyrstu gerð...

Sævar Helgason, 19.9.2009 kl. 10:34

2 identicon

Spyr eins og Sævar, ertu ekki að gleyma einhverju?

Ína (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er allt hitt merkilegasta mál.

Það er í lagi að vinna illa vinnu sína og kenna svo einhverjum örum um niðurstöðuna!  Það er siðlaust.

Það er auðvitað enn verra þegar ekki má einu sinni ræða verkin áður en skrifað er undir.

Jón Ásgeir Bjarnason, 19.9.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband