Léleg vörn fyrir vondan málstað

Icesave-lögin voru lélegt klastur á ónýtan samning sem ríkisstjórnin ber alfarið ábyrgð á. Þegar Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörum Alþingis er fátt um varnir hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir. Til að drepa málinu á dreif reynir ríkisstjórnin að píska upp stemningu fyrir trúnaðarbresti stjórnarandstöðu.

Þegar ríkisstjórnin gerði upphaflega samninginn reyndu ráðherrar að telja þjóðinni trú um að leynd ætti að hvíla á samningnum, að kröfu Breta og Hollendinga. Það reyndist bein lygi. Núna er sama brellan reynd aftur. Það eru einfaldlega engin efnisleg rök fyrir leynd á einu eða neinu í þessum samningi. Þetta er fordæmalaus samningur og verður ekki gerður aftur af þeirri einföldu ástæðu að ónýta regluverk Evrópusambandsins, sem er ástæða fyrir tilurð Icesave-reikninganna, verður endurskoðað.

Ríkisstjórnin ætti að pakka saman og þakka fyrir sig.


mbl.is Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi farsi stjórnvalda er svo arfavitlaus og heimskur að hálfa væri nóg.  Annaðhvort samþykktu Bretar og Hollendingar samninginn, og varla er það trúnaðarmál.  Eða þeir höfnuðu honum sem getur varla verið trúnaðarmál heldur. 

Engar breytingar á samningnum eins og hann fór frá Alþingi voru mögulegar, svo að einhverjar kröfur þar að lútandi þýðir höfnun á honum og málið á kærkomnum byrjunarreit, þó svo að þokkahjúin Jóhanna og Steingrímur lugu því til að breytingarnar í sumar hefðu engin áhrif á samninginn og hann yrði samþykktur af Bretum og Hollendingum. 

Svo fór sem fór, og þau einu sinni enn búin að gera á sig og það stórt, og setja upp einhvern lekafarsa sem þau hafa lekið sjálf, til að reyna að dreifa athyglinni frá fullkomnu heimaskítsmátinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:39

2 identicon

Þessi hringavitleysa ríkisstjórnarinnar ætlar engan endi að taka.  Og alltaf er sama viðkvæðið þegar þau komast í vandræði, -kenna Sjálfstæðisflokknum um.

Þessi ríkisstjórn á að pakka saman og fara, því er ég sammála enda meirihluti landsmanna skiljanlega á móti henni.  

Ég verð þeim degi fegnust þegar ríkisstjórnin fellur hvort sem það verður vegna innbyrðis sundrungar eða vegna uppreisnar almennings.  Þessi stjórn mun falla fyrr en síðar, svo mikið er víst.

Hrafna (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 21:12

3 identicon

Páll.

Hef sagt það áður og vil ítreka það aftur !

Þú og þeir sem eruð svona miklir áhugamenn um ICESAVE farið og sækið ICESAVE-liðið !

Það er fólkið sem á að borga þetta ICESAVE !

Hluti af þessu fólki er í miðstjórn sjálfstæðisflokksins !

Björgólfur Guðmundssson, Björgólfur Thor Björgólfsson, Halldór Krisjánsson og Sigurjón Árnason !

Svo koma þeir úr miðstjórn sjálfstæðisflokksins :  Svafa Gröndfeldt, Þorgeir Baldursson, Þór Kristjánsson og Kjartan Gunnarsson kenndur við sjálfstæðisflokkinn í áratugi !

Hvernig væri að þú beindir bara einu sinni skrifum þínum að þessu lið ?

JR (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 23:24

4 identicon

JR.  Ertu ekki að misskilja eitthvað.  Þessir aðilar "skulda" ekki okkur þessa peninga sem Bretar og Hollendingar ljúga til að við gerum gagnvart þeim, og reyna að nýta sér handrukkunaraðferðir AGS og ESB. 

Afturámóti ætti þið Icesave undirgefnu og grátkerlingar að stinga uppá við Breta og Hollendinga að rukka þessa aðla beint sem þú bendir á, þas. ef þeir hafa einhvern lagalegan rétt á að gera slíkt, sem sennilega er ekki neinn.  En endilega að reyna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:37

5 identicon

Ég er ekki að misskilja neitt, það vita það allir að ICESAVE liðið skuldar , og þú líka !

Farið og sækið þetta lið !!!!!!!

Annars er það í miðsrtjórn sjálfstæðisflokksins !!!!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

JR.

Ég skulda líka en ekki krónu í annari mynt en íslensku krónunni. Samt sem áður fæ ég að horfa upp á höfuðstól minna lána taka absúrd stökk til himins.

Þú ert sjálfskipaður í verkið sem Jóhanna og Co. getur ekki framkvæmt, náðu í skottið á þeim sem þú telur að eigi sök á öllu saman og "láttu þá borga".

Sindri Karl Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 07:56

7 identicon

Palli Palli!!!! Stóllinn er laus á Mogganum!!

Goggi (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband