Án EES hefði ekkert hrun orðið

Ísland var vanþróuð hjálenda fram á miðja síðustu öld og hér var ríkisvætt fjármálakerfi fram undir lok aldarinnar. Í landinu var ekki til fjármálamenning sem þroskast hefur frá miðöldum í Evrópu. Þegar Íslendingar gerðu tvennt í einu, einkavæddu fjármálakerfið og gerðu EES-samninga sem m.a. leyfðu aðgang að evrópsku sparifé, varð til eitruð blanda fyrir áhættusækna drengi í teinóttum jakkafötum.

Þetta er stutta útgáfan af hruninu. Við vorum ekki tilbúin undir EES á tíunda áratug síðustu aldar og við verðum ekki tilbúin fyrir Evrópusambandið fyrr en í lok þessarar aldar.


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þar er ég sammál þér. En ég geri ráð fyrir því að við munum einfaldlega aldrey vilja ganga í þetta bandalag. Lýðræðisinns vegna.

Vilhjálmur Árnason, 15.8.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Páll Blöndal

Án Jóns Sigurðssonar hefði ekkert hrun orðið.´
Án Sjálfstæðisflokksins hefði ekkert hrun orðið.
Án Framsóknarflokksins hefði ekkert hrun orðið.

Páll Blöndal, 15.8.2009 kl. 23:08

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er barnalegt að bölva brennivíninu og kenna því um fíknina. Það er vandi að kunna að fara með frelsið og nýta tækifærin. Græðgisvæðingin var í boði Davíðs og Hannesar Hólmsteins, sem vildi gera Ísland að suðuramerísku skattaskjóli oggriðastað fyrir illa fengið fé. Nú er verið að vinda hratt ofan af því rugli öllu saman og á næsta ári verðum við tilbúin að setjast sem fullgildur og virkur aðili meðal siðaðra lýðræðisþjóða í álfunni okkar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef við hefðu grafið djúpa holu og skriðið ofan í hana hefði heldur ekki orðið neitt hrun...

þetta er nú það bjánalegasta af  mörgu bjánalegu sem ég hef séð í gangi siðustu mánuði.

Ef við hefðu ekki einkavætt bankana hefði ekki orðið neitt hrun.

Ef að það hefðu verið heiðarlegir og skynsamlegir viðskiptahættir viðhafði hefði ekki orðið neitt hrun.

Nenni ekki að halda áfram...

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2009 kl. 23:31

5 identicon

Þessu trúir þú nú ekki sjálfur, það get ég ekki ímyndað mér. Fyrir það fyrsta, þá eru fleiri lönd en Ísland í EES. Málið er að frjálshyggju tilraun Sjálfstæðismanna misheppnaðist með hræðilegum afleiðingum. Brjálsemi réði því að hér var ríghaldið í handónýtan gjaldmiðil og meira að segja hörðustu andstæðingar evru viðurkenna að svo sé. Við hefðum átt að ganga í ESB árið 1995 og taka upp evru árið 2001.

Ég á voða bágt með að skilja ykkur sem eruð á móti því að börnin okkar fái þá mestu kjarabót sem Íslendingum mun nokkurn tíman bjóðast og fái þar neð að standa jafnfætis öðru ungu fólki annars staðar í Evrópu. 228 miljarðar á ári, á hverju einasta ári frá auðmannaklíkunni með lánsfjármagnið til almennings í formi lægri vaxta. Barnið þitt getur keypt sér þak yfir höfuðið og tekið til þess lán með VENJULEGUM vöxtum en ekki OKURVÖXTUM. Þannig getur einstaklingur tekið 20 miljónir til 40 ára og borgað 24 miljónir til baka í stað 200 miljónir eins og tíðkast hefur á íslandi undanfarna tvo áratugi. Svina lítur dæmið út miðað við 5% vexti og 5% verðbólgu en með krónu, þessa ástsælu dönsku leifar, sem Sjálfstæðismenn virðast elska svo mikið. Vaknið nú kæru vinir, og bjóðið börnunum ykkar upp á sambærileg kjör og viðgangast víðast hvar annars stðar í Evrópu, látum ekki sérhagsmunaöfl ákveða fyrir okkur afstöðuna til ESB, tökum afstöðu út frá því hvað kemur best út fyrir okkur sjálf og okkar fjölskyldu. Hugsið ykkur ef það væru til hagsmunasamtök almennings, myndu slík samtök taka afstöðu með bændum? Myndu slík samök ekki taka afstöð gegn því að fámennum hópi bænda væri hampað á kostnað fjöldans og alls almennings?

Valsól (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef við erum sammála um að íslensku fjármálasnillingarnir voru ekki ýkja flinkir heldur áhættusæknir fram úr hófi þá vaknar spurningin hvers vegna þeir gerðu þennan óskunda í útlöndum og urðu þjóðinni dýrkeyptir, bæði mælt í peningum og töpuðu orðspori. Svarið er einfalt: Þeir gátu þetta vegna EES-samningsins.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2009 kl. 23:58

7 identicon

Mig langar að benda fólki á reynslu Bandaríkjamanna úr kreppunni miklu (The Great Depression). Þá voru sett lög (Glass-Steagall Act) um aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og lánabankastarfsemi, sjá http://mbj.blog.is/blog/mbj/entry/924629.

Það er ljóst að það kerfi sem við höfum búið við bjó ekki yfir sambærilegum lögum og gera ekki enn. Þess vegna var Icesave mögulegt. Því miður er engin umræða um að breyta þessu svo ég sé ekki annað en að við munum vera dæmd til að endurtaka sömu mistök einhvern tímann. Innganga í EB mun ekki leiðrétta þetta enda kemur regluverkið þaðan.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:11

8 identicon

Páll.

Alveg er það merkilegt með fyrirsagnir þínar ?

Engin rök !

En,  þú kemur ekkert á óvart !

JR (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:29

9 identicon

Æ Páll Vilhjálms, það er svo billegt að vera með svona fullyrðingar. Hvað vitum við um þetta allt saman? Ef þetta og hitt hefði verið svona eða hinsegin þá hefði þetta ekki skeð !

Málið er að það sem skeð hefur er búið og gert. Fortíð. Reynum að byggja upp einhverja framtíð sem ég sé fyrir mér í ESB.

Ína (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 01:20

10 identicon

þá kemur bara ný steypa ef við förum í ESB, Færeyingar fóru fyrst að taka sig á í heimamálum þegar þeir afþökkuðu styrkina frá Kaupmannahöfn og eru miklu sjálfstæðari og heilbrigðari í dag, lesiði fréttablaðið í dag, kveðja tóti

tóti (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 02:18

11 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Þegar græðgi tekur völd skiptir engu máli hvar við hefðum verið staddir því græðgi virðir enginn landamæri eða einhver bandalög það hefði þá bara verið búið til eitthvað Það er þetta með þetta ef.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 16.8.2009 kl. 07:40

12 identicon

Kvótakerfid

Goggi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 07:48

13 identicon

Niðurstaða PV er sem sagt sú að við vorum ekki undir sjálfstæðið búin anno 1918 eða 1944, enda bara vanþróuð hjálenda. Verst að við getum ekki undið ofan af þeirri vitleysu því að Danir hafa sjálfsagt lítinn áhuga á að taka við gjaldþrota hjálendu á ný.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:06

14 identicon

Tóti minn, lestu Fréttablaðið aðeins betur. Högni Höydal er þeirrar skoðunar að Fæeyingar eigi ekki að taka við styrkjum frá Kaupmannahöfn, en honum hefur ekki tekist að sannfæra meirihluta samlanda sína um það. Þess vegna féll stjórnin sem hann sat í. Heilbrigði færeysks samfélags hefur því verið byggt upp þrátt fyrir danska styrki -- enda varð fall þess ekki vegna þeirra heldur vegna klíkuskapar og spillingar í Færeyjum. Hljómar kunnuglega, ekki satt!

Pétur (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:11

15 identicon

Fyrirsögnin er rétt, að mestu.  EES og ESB eru gjörningar á vegum alþjóðasinna, þeirra sem vinna ötullega að alþjóðastjórn, einn heimur, eitt fólk (o.s.frv.). 

MBJ hefur einnig góðan punkt með Glass-Steagall regluverkinu, en ég verð að benda á að það hefur verið að mestu aftengt af sama hópnum og vill EES, ESB og heimsstjórnina, einn heim, eitt fólk (o.s.frv.), sem sé 'alþjóðasinnunum'.

Sjá Bankamafían afhjúpuð - neptunus.blog.is

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:27

16 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þannig getur einstaklingur tekið 20 miljónir til 40 ára og borgað 24 miljónir til baka í stað 200 miljónir eins og tíðkast hefur á íslandi undanfarna tvo áratugi. Svina lítur dæmið út miðað við 5% vexti og 5% verðbólgu en með krónu, segir Valsól.

Af hverju er þetta dæmi alltaf tekið? skiptir nokkru máli hvað þú borgar mikla vexti til baka ef þig dreymir aðeins um að þræla  - í fjörutíu ár - fyrir húsi? Tómu húsin og íbúðirnar sem standa auðar um allt  vekja vonandi aðrar hugmyndir um búsetumöguleika, svo barnabarnabarnabörnin okkar geti gert eitthvað skemmtilegra en þræla fyrir húsi og hlutum.  skuldirnar sem börn og barnabörn hafa nú fengið á herðarnar hindra þau sennilega í að eignast nokkurn skapaðan hlut. Svo ég er á því að  ESBsinnar ættu að fara velja eitthvað annað dæmi en húsakaup þegar rætt er um kosti  ESB.

María Kristjánsdóttir, 16.8.2009 kl. 09:39

17 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er nú með undarlegri röksemdarfærslu fyrir orsökum hrunsins. Jahérna. Teinótt jakkaföt já!

Páll Geir Bjarnason, 16.8.2009 kl. 10:13

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

EES og lög þau sem hér voru tekin upp í kjölfarið eru örugglega megin orsök bankahrunsins. um það á ekki að þurfa að deila. Spurningin er hinsvegar, væri staðan betri ef ísland hefði ekki gengið í EES. Hefði ég verið spurður að þessu fyrir ári síðan þá hefði ég örugglega svara því til að staða okkar veri verri hefðum við verið fyrir utan EES. Ég er hinsvegar ekki lengur viss um það því það er margt sem miður hefur farið með EES aðildinni. Og þar ber fyrst að nefna að grafið hefur undan fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Guðmundur Jónsson, 16.8.2009 kl. 10:37

19 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tiltölulega fámennum hópi fjárglæframanna með græðgina að vopni eru gefnir íslensku bankarnir (miðað við upplýsingar um lántökur þeirra til kaupanna). Með EES fá þeir aukið athafnafrelsi og fleiri en heimafólk til að arðræna. Sumir sem að hér skella sök á EES samninginn en ekki umrædda einstaklinga eða innlent eftirlit með starfsemi þeirra geta huggað sig við að það eru erlendir aðilar sem fá stærstu skellina af Hólmsteinskunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2009 kl. 12:05

20 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég vel minnugur þess, Gunnlaugur þegar Jón Baldvin hélt á lofti þeim rökum með EES aðild fengjum við nothæfan lagaramma ramma utan um okkar fjármálamarkað en á þeim tíma var ekkert slíkt hér. Þetta fannst mér rökrétt á þeim tíma ?

Guðmundur Jónsson, 16.8.2009 kl. 12:24

21 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er samdóma álit erlendra sérfræðinga að veigamiklir þættir í okkar eigin löggjöf og eftirliti með bankastarfsemi hafi brugðist. Eftirlitsstofnanirnar voru í sama liði og útrásaraðilarnir. Enda höfðu stjórnvöld gefið þann tón að stofnanir sem að hefðu sjálfstæða sýn á efnahagsmál yrðu lagðar niður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2009 kl. 12:36

22 identicon

Eru menn virkilega að reyna að gera lítið úr skaðsemi og skelfileg áhrif EES ruglsins hvað varðar ICESAVE hörmungarnar?

 Er ekki næst að hinir sömu fara að fullyrða að Bjórólfarnir og hinir auðrónarnir voru og eru stakir heiðursmenn sem myndu aldrei brjóta lög og reglur?

 Auðvitað er þetta hárrétt sem Páll segir, þó ekki er hægt að ætlast til, að prógrameraðir zombíar ESB og Samspillingarinnar sjái það augljósa, frekar en fyrri daginn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:12

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Rangt. Guðmundur. Ekkert að EES samningnum sem slíkum. Mikil búbót fyrir Íslendinga hefði rétt verið haldið á spöðunum. Íslenskir ráðamenn hins vegar klikkuðu á að aðlaga reglugerðir að okkar örlitla hagkerfi og hafa öflugt aðhald og eftirlit með útrásinni en þeir höfðu fullt leyfi og heimildir til slíks.

Þín röksemdarfærsla er á þann hátt að kenna bílaframleiðanda um ofsaakstur en ekki ökumanninum.

Páll Geir Bjarnason, 16.8.2009 kl. 14:02

24 identicon

Páll Geir.  Eitthvað ertu fara framúr þér í svartilrauninni.  Bílaútúrsnúningurinn á engan veginn og nákvæmlega ekkert við það sem ég var að segja, svo gangi þér betur næst.

Núna vill svo til að færust lagafræðingar þjóðarinnar og margir erlendir kollegar þeirra, hafa bent á að við erum fórnarlömb afar illa grundaðra og handónýtra EES laga sem gerðu þessum bankabófum kleift að ganga svo langt sem raun ber vitni.  Þau hafa ma. með það að gera að hvergi var reiknað með þeim möguleika að eitt alsherjar bankahrun gæti orðið í landi eins og í okkar tilfelli, sem hefur ekkert með stærð landsins að gera.  Sem sést best og nákvæmlega á því að þennan galla á lögunum eru þeir að bæta.  Sem segir að kenningin þín stenst ekki. 

Núna er ég aðeins áhugamaður í lagafræðunum, og skil þetta ágætlega, enda treysti ég öllum þessum sérfræðingum um að getað útskýrt málið rétt.  Núna ert þú augljóslega ósammála þeim og telur þig þeim fremri.  Það hlýtur að vera mikið happ fyrir smáþjóð að hafa snilling eins og þig til að leiðrétta þessa menn og misskilninginn um EES ruglið. Ekki veitti af að taka til aðeins í Evu Joly og öllum þessum fjölmiðlum sem eru þessi misserin að taka upp okkar málsstað, og þá helst bresku.

Hvernig hefur þér annars gengið með það? Legguru þá til við fræðimannastéttina sem er að reyna að gyrða fyrir að slíkt endurtaki sig ekki, að þessum lögum verði ekkert breytt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:46

25 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er kjánalegt svar þó sumt sé rétt. Það er rétt að löggjöfin gerir ekki ráð fyrir alsherjar bankahruni en það þýðir ekki að löggjöfin sé valdur að því.
Hvergi annars staðar en á blogginu sé ég svo menn kenna EES um hrunið hér á landi. Vissulega skapaði samningurinn aðstæðurnar en sökin liggur hjá þeim sem héldu um stjórnartaumana og keyrðu útrásina. EES-samningurinn er ekki greyptur í stein í þannig merkingu. Ríki hafa mikið svigrúm og heimildir til að hemja sína þenslu og stýra efnahagslífinu. Þar er klikkið.

Fyrri samlíking stendur eftir óhögguð. Þú vilt refsa bílaframleiðandanum og sleppa ökuníðingunum.

Páll Geir Bjarnason, 16.8.2009 kl. 14:57

26 identicon

Þetta eru svolítið skondin rök hjá Páli.....,,ef ekki EES, þá ekkert hrun".

Með sömu rökum mætti segja ...ef ekki EFTA (samningsaðili við EB um EES)...þá ekkert hrun.

Halda má áfram analogíunni...ef ekki sjálfstæði 1944 (gátum gert eigin millilandasamninga)...þá ekkert hrun....og að lokum...ef ekki fullveldi 1918 (réðum eigin innanlandsmálefnum)...þá ekkert hrun.

Ergó....það hefði ekki orðið neitt hrun ef við værum ennþá hluti af Danmörku, með danska krónu sem er föst við Evru, og hluti af EB.

Og svo skilst mér að Páll sé á móti aðild að EB en færir samt svona guðdómleg rök fyrir aðild !!!

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:54

27 Smámynd: Halla Rut

Síðan að hrunið var hef ég eins og örugglega margir aðrir velt fyrir mér hvað olli. Ég hef farið fram og til baka í hugsunum mínum en nú, eftir að hafa komist í gott jafnvægi og séð málin með raunsæi út frá ollum hliðum, komist að niðurstöðu. Aðal ástæða hrunsins, þegar öllu er á botninn hvolft, voru spilltir stjórnmálamenn sem unnu ekki vinnuna sína.

Það versta er fyrir okkar framtíð og velferð er að sömu menn og konur eru ennþá við stjórn.

Halla Rut , 17.8.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband