Bretar útkljá deiluna um Icesave-fyrirvara

Það verður í höndum Breta að kveða upp úr um það hvort fyrirvarar Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga halda eða ekki. Ef Bretar fella sig við fyrirvarana eru Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn með pálmann í höndunum en Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn sitja uppi með Svarta-Pétur.

Lítið aukaatriði í málinu er að ef Bretar fallast á breytingarnar bjarga þeir ríkisstjórn Íslands frá falli. Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson eru félagar í breska Verkamannaflokknum. Ætli það hjálpi til?


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigmundur með Svarta Pétur
siginn, dapur þreyttur...(botn takk)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Skallagrímur svindlar stórt
enda samspillingunni hvergi nærri rótt.

Páll Vilhjálmsson, 15.8.2009 kl. 15:40

3 identicon

æseif ekki saming getur

samþykkt þó sé breyttur

ari (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:02

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég er ekki í nokkrum vafa um að bretar og hollendingar sætta sig við þessa fyrirvara....

Kjarkleysi Sjálstæðisflokksins, Vinstri-Grænna og Borgarahreyfingarinnar er sorgleg staðreynd. Samfylkingin, með hræðslu-áróðri og hótana-stjórnmálum hefur þau öll í vasanum. Bretar og hollendingar munu sætta sig við þessa niðurstöðu og herða skrúfurnar seinna, þegar þeim hentar. Pólitískt ólæsi þingmanna okkar jaðrar við að teljast til örorku, þó ég hallmæli ekki gjarnan öryrkjum með því að hæðast að þingmönnum á þennan máta. Glæpsamleg fáviska er kannski nær lagi. Gott væri að fá tillögur um hvaða flokk er hægt að kjósa til þings í næstu kosningum, því sá flokkur situr ekki á þingi.

Þessir mannkostir eru ekki það sem ég kaus á þing....ég gerði mistök.

Haraldur Baldursson, 15.8.2009 kl. 19:42

5 identicon

Lygagrímur laug allan tímann að Bretar og Hollendingar myndu aldrei taka það í mál að breyta neinu í "glæsilegum" samningi stúdentsins.

Þess vegna var því logið til að hann væri trúnaðarmál, sem samþykkja yrði óséður.

Lygagrímur hefur augljóslega haft umboð beggja þjóðana að fullyrða að "breytingarnar" eru samþykktar, vegna þess að þær eru í raun engar, né hafa nein áhrif á "glæsileika" þann upprunalega.

Þessi trúðalæti þingmanna og flokkanna með að þykjast vera að semja um ICESAVE hefur tekið einhverja 2 mánuði af orku og afar dýrmætum tíma þjóðarinnar, og á meðan sofnaði hún á verðinum.

Þau 80% þjóðarinnar sem voru ákveðin í að hafna ICESAVE eru skilin eftir í forundran, vegna þess að Lygagrímur var búinn að fullyrða að samningurinn væri úti.  

Þjóðin hefur enn einusinni verið tekin í rass..... af Lygagrími og flokknum hans Samspillingunni, ESB alþjóðasamfélagsins og AGS.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband