Þjófar, meðhlauparar og sauðir

Lánabók Kaupþings, Baugsviðskiptin rétt fyrir hrun, gjaldþrot Björgólfs eru staðfesting á að útrásarauðmennirnir voru þjófagengi sem myndaði með sér bankabandalag þar sem sjálftekt ofurríkra var sett ofar reglum um eðlileg bankaviðskipti. Bankaleynd á að tryggja eðlileg bankaviðskipti og þegar Nýja Kaupþing notar þær reglur til að hylma yfir með þjófagenginu er það í óþökk samfélagsins.

Þjóðin þarf blóð útrásarauðmanna; það verður að hundelta þá, leysa upp fjárfestingafélög þeirra og keyra í gjaldþrot sé þess nokkur kostur.

Meðhlauparar útrásarinnar voru millistjórnendur og fjölmiðlatíkur. Þeir fyrrnefndu sáu til þess að kerfið virkaði og þjónaði þjófagenginu og fjölmiðlatíkurnar lugu að þjóðinni að allt væri í stakasta lagi. Þegar húsbændurnir standa afhjúpaðir eru meðhlaupararnir í óða önn að skipta um lið. Lekinn úr sódómu þjófagengisins er fyrir tilstilli millistjórnenda og í fjölmiðlum má lesa hneykslisskrif fólks sem fékk menntun sína í blaðamannaakademíu Baugs.

Sauðir mynda þriðja hópinn. Þeir halda að veröldin sé eins eftir hrun og hún var fyrir. Vísast er stjórnendateymi Nýja Kaupþings sambland af meðhlaupurum og sauðum. Eiginlega ætti að vera hægt að tala um súper-sauði því annað eins klúður og að krefjast lögbanns á umfjöllun um opinberar upplýsingar úr lánabók Kaupþings er svo yfirgengilegt að orð ná ekki yfir það.

Sauðirnir læra á endanum, meðhlaupararnir skipta um lið en þjófagengið verðum við að uppræta til að að taki ekki upp fyrri iðju.


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst sárlega vanta einni mikilvægan hóp fólks undir skilgreiningu meðhlaupara! Einstaka stjórnmálamenn, jafnvel heilu flokkarnir eiga þar vel heima.

Og svo er ætlast til þess að almenningur borgi sínar skuldir á meðan reynt er að "kæfa" svona upplýsingar. Það er bæði sárt og vont að vera íslendingur í dag.

Magnús Freyr (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 10:26

2 identicon

Frábær pistill Páll. Skildi Baugsmiðlamenn ekkert verkja í rassgatið og vera með nett óbragð í munninum ?. Ótrúlegt hverning vel gefið fólk getur breyst í vitleysingja þegar krónur og aurar eru annarsvegar. Meira að segja er sumt að þessu fólki enþá að spila vörn fyrir Jón Ásgeir og hans slekti. Það er sorglegt þegar staðreyndir liggja fyrir. Skömm sé þeim öpum

jonas (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Góður pistill út af fyrir sig. En getur einhver skýrt út fyrir mér hvað Nýja Kaupþing er yfirleitt að skipta sér af þessu máli?

Í annan stað: Auðvitað eiga afbrotamenn að fá makleg málagjöld. En ég er engu bættari þó þessir fyrrverandi auðmenn verði gerðir að þurfamönnum. Hvað þá ef þeir verða settir upp á fæði og húsnæði á kostnað skattborgaranna næstu árin.

Sigurður Hreiðar, 2.8.2009 kl. 11:27

4 identicon

Það má ganga út frá því sem vísu að lánabækur hinna bankanna séu á svipuðum nótum og skilanefndirnar hafi nú í 10 mánuði unnið hörðum höndum að verja  hagsmuni þessara glæpamanna á sama tíma og gengið er að fórnarlömbum þeirra, almenningi í landinu.

Er ekki kominn tími á það hjá Frjármálaeftirlitinu að skipta út skilabefndum allra bankanna tafarlaust?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:29

5 identicon

Hefðu mál þróast á annan hátt ef fjölmiðlalögin hefðu verið sett á sínum tíma? Stjórnarandstaða þess tíma með Samfylkingu fremsta á spjótsoddinum og forsetann í rassvasanum sá til þess að frumvarpið var fellt. Það hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. Umræðunni varð að stýra innanfrá, ekki síst meðan Baugsmálið var enn að þvælast fyrir þeim í dómssölum. Og þeim tókst ætlunarverkið. Á meðan fengu þessir hákarlar að fitla við silfur þjóðarinnar að vild og ekki mátti tjá sig um nokkurn skapaðan hlut opinberlega án þess að fá á sig 365 manna herinn sem tröllreið fjölmiðlum og attaníossum þeirra í netheimum.

Mikil er ábyrgð Samfylkingarinnar og skömmin meiri.

Afleiðingin er sú að ÞJÓÐIN BERST Í BÖNKUM.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sigurður: Þeir munu aldrei verða þurfalingar eitt er að segjast vera gjalþrota og annað er að vera gjaldþrota. Þá mun aldrei skorta neitt.

Finnur Bárðarson, 2.8.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Rétt hjá þér Sigurður, þá mun aldrei skorta neitt !

 Fór í dag og heimsótti Sjóminjasafnið á Grandanum og umborð í varðskipið Óðinn, sem annaðist landhelgina, þorskastríðin við breta öll þrjú skiptin. Skora á alla sem vettlinga geta valdið að heimsækja safnið og muna tilbaka í sögunni hvernig Bretar reyndu a drepa okkar sjómenn ! Aðeins fyrir þær sakir að stjórna og ræna nátturuauðlindir okkar Islendinga ! Við verðum að sjá ljósið framundan hér á Islandi - bæði vegna barnanna okkar og barnabarna ! Gerum okkur grein fyrir þeirri stórkostlegu staðreynd að við Islendingar eigum einn fegursta og mikilvægasta hlutan á byggðu bóli ! þessa varð ég minntur á í Heimsókn minni til Vestmannaeyjar dagana 20. 22 júli s.l. með rússneskum vinum mínum ! þar fá menn vatnið ómengað og rafmagnið sömuleiðis frá okkar landi Islandi ! í stærri mynd erum við fær um að gera slíkt hið sama handa frændum okkar Færeyingum og jafnvel Európu ! þetta vissu "útrásarvíkingar" þessvegna höfðu þeir nánast ótakmarkað lánstraust, þangað til heimskreppan hófst ! Ég segi burt með spillinguna, ónýta stjórnmálamenn og embættismenn ! hefjumst handa við uppbygginguna ! allar lánabækur ríkisbankanna (fyrrum "einkabanka" spillingaraflanna á borðið !

Vestarr Lúðvíksson, 2.8.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þeir eru aldeilis búnir  að gera Óðinn upp,fyrrverandi skipverjar. Sæmundur Ingólfsson,fyrrverandi vélstjóri og hans frú,buðu mér að koma og sjá ég kom því ekki við en fer mjög fljótlega. En varðandi Kaupþing,var að brýna son minn rétt í þessu að skipta við annan banka,miklar fyrir sér að ráðstafa vörslureikn.og lífeyrisreikn.   Annað,,,    Það er ekki langt í að það sé ár frá "stóra hvelli",upphafinu á kreppunni,sýnist og vona að við séum smátt og smátt að ná saman mörg okkar,alla vega merki ég það hjá sumum,sem áður voru á öndverðum meiði við mig í þessu stærsta hagsmunamáli okkar Íslendinga.Ég hef þá bjargföstu trú að okkar málstaður,varðandi ESB og ISAVE,sé réttur.Áfram Ísland. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2009 kl. 00:49

9 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

já Helga Kristjánsdóttir, við eigum þó vonina ennþá !

Vestarr Lúðvíksson, 3.8.2009 kl. 06:59

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Netið hefur gert útaf við lögbanns vopnið. Tími til kominn að menn horfist í augu við það.

Ragnhildur Kolka, 3.8.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband