Jörðum Kaupþing

Mannvitsbrekkurnar sem stýra Nýja Kaupþingi tala um að bankaleynd verði að virða. Téð bankaleynd var notuð til að koma þjóðinni á vonarvöl. Fábjánakennd viðbrögð við upplýsingum um að þeir sem áttu gamla Kaupþing voru glæpamenn í jakkafötum sýna svo ekki verður um villst að Nýja Kaupþing er hýsill græðgisveirunnar sem bíður að spretta fram aftur þegar heiðarlegt fólk á sér einskins ills von.

Við verðum að jarða Nýja Kaupþing djúpt oní jörðina og lýsa grafreitinn hættusvæði um ókomna tíð.


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd, meðhöndla hyskið eins og miltisbrand, það eru til verklagsreglur.

sr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:14

2 identicon

Sæll Páll

Ég vissi að þú værir ábyrgðarlaus, eins og flestir fanatíkerar. Nú hefurðu hinsvegar, eins og aðrir kumpánar þínir á blogginu, farið út fyrir öll mörk. Verði gert áhlaup á Kaupþing, þá geri ég ráð fyrir að bankinn falli. Innistæðutryggingasjóðurinn stendur þá uppi með skuldina við innlánendur en nú verða engir Hollendingar eða Bretar til að hlaupa undir bagga með að borga þá skuld. Það verða því skattgreiðendur sem sitja uppi með tapið, auk innlánenda. Allt til að refsa Finni Sveinbjörnssyni ?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, vel heppnað áhlaup á Kaupþing myndi þýða að fólk tæki út peningana sína þar og skipti ekki við bankann - sem myndi í framhaldi leggja upp laupana. Við værum einum ríkisbankanum fátækari og engin ástæða til að gráta það.

Hér er í húfi réttlæti andspænis ranglæti sem Nýja Kaupþing af óskiljanlegum ástæðum reynir að verja. Þú virðist hins vegar þeirrar skoðunar að leiðin til að takast á við hrunið sé að sópa skítnum undir teppið. Verði þér að góðu.

Páll Vilhjálmsson, 1.8.2009 kl. 21:30

4 identicon

Þú meinar.

Þeir sem eru fyrstir í biðröðinni ná að taka út. Svo verður bankanum lokað kl. 12:00 að hádegi og restin fær borgað eftir því sem íslenska ríkinu tekst að innheimta skattpening til þess arna (kannski eftir 20 ár). Ertu eitthvað galinn? Ég veit að vísu að það er eitthvað um þetta í nýja testamentinu að ef augað þitt hneykslar þig þá eigirðu að plokka það út. Það er þetta sem ég átti við þegar ég uppnefndi þig fanatíkera (sem ég reyni nú yfirleitt ekki að gera). Til að refsa Finni Sveinbjörnssyni og til bjargar réttlætinu leggurðu til þjóðargjaldþrot.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er ekki í trúarfíling núna, Ómar.

Kaupþing er ríkisbanki og innistæður þar færu í aðra ríkisbanka að mestu leyti. Þótt ríkið loki einum að þrem bönkum myndi það ósköpu litlu breyta. Og ég á ekki von á biðröð við Kaupþing - þorri fólks notar heimabanka.

Páll Vilhjálmsson, 1.8.2009 kl. 21:38

6 identicon

Því verður ekki neitað Ómar að KB  klúðraði "Big time" ef ég má sletta. Stjórnin verður að gera hreint fyrir sínum dyrum. Kæmi mér ekki á óvart ef það færri fyrir N-KB einsog SPRON.

Smá plug.

http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=109219699083&ref=nf

Hannes (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:39

7 identicon

Biðraðir, netbankar. Ekki vera barnalegur, Páll.

Kvíðnir Icesave innlánendur reyndu eftir fall Glitnis, en fyrir hrun, að ná út peningum sínum af netbankanum í Bretlandi. Því miður var það ekki hægt vegna "tæknilegra örðugleika" eins og það hét. Auðvitað mun netbanki Kaupþings fara samstundis "á hliðina" og það fyrir kl. 12:00. 

Annars er greinilega tilgangslaust fyrir mig að standa í frekara orðaskaki. Mér ofbýður bara hversu lítt mönnum sést fyrir.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:50

8 identicon

Mér ofbýður hins vegar hvað menn eru orðnir ónæmir fyrir réttu og röngu Ómar.

 Það þýðir lítið að vera í samfélagsleik ef það þýðir að ekki megi breyta samfélagi sem er rotið og ónýtt.

 Það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt og út fyrir kassa kapítalismans. Gott væri ef menn þyrðu að fara á byrjunarreit í staðinn fyrir að rembast við að verja viðbjóðinn, svona vegna þess að "kerfið er bara svona".

-DJ- (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:59

9 identicon

Svo það sé alveg á hreinu, þá var lánastefna gamla Kaupþings sennilega refsiverð og viðbrögð skilanefndarinnar og Nýja Kaupþings við lekanum yfirgengilega andstæð almannahagsmunum úr því sem komið var.  Ég hef ekki sagt orð til að verja þetta, DJ. Þeim sem bera ábyrgð á að refsa, en ekki þjóðinni. Hvatningar til áhlaups á Nýja Kaupþing skaða þjóðina en lánanefndirnar og bankastjórarnir/skilanefndirnar sleppa.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 22:06

10 identicon

Ómar H á sennilega eitthvað met. Segir þjóðina geta skaðast á morgun vegna gagnrýni. Hefur engann áhuga á kynslóðum í ánauð og þrældómi. Ætlar sér líklega í ofanálag að keyra upp traust alþjóða á sama hyskinu?

sr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:05

11 identicon

Ertu ekki kominn sárlega nærri sannleikanum. Rótin að öllum okkar vandamálum liggur í einkavæðingu bankanna. Og þarf nú ekki að snúa sig úr hálsliðnum til að sjá hvaða stjórnmálaflokkar eða menn, bera þar ábyrgð.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:48

12 identicon

Ætli þjóðin hagnaðist ekki gott betur hjá hinu háa "alþóðasamfélagi" ef hún leggði niður þessa glæpastofnun, strax á morgun og hefðist sjálf handa við að uppræta spillinguna sem stjórnvöld hafað haldið verndarhendi sinni yfir.

Þetta hefur fyrrum dómsmálaráðherra ma. að segja um atburðina tengdum Kaupþingsuppljóstruninni:

“Nú sannast enn, hve fráleitt er, að telja bankaleynd eiga að ráða umræðum um aðdraganda hruns íslensku bankanna. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, dró lappirnar andspænis gagnrýni á bankaleynd um atburði, sem eru hluti af sögu bankahrunsins. Hann flutti ekki frumvarp um breytingu á lögum til að aflétta leyndinni. Gylfi Magnússon, arftaki Björgvins G., stendur einnig vörð um þessa sagnfræðilegu bankaleynd. Í krafti hennar krefst Kaupþing þess, að lánabók þess fyrir hrun sé lokuð og fjölmiðlar fái ekki að segja fréttir úr henni.

Algjör þáttaskil urðu í bankastarfsemi með hruninu í byrjun október 2008. Fráleitt er að láta eins og það, sem gerðist í aðdraganda hrunsins, eigi að lúta lögmálum eðlilegra bankaviðskipta. Ætli okkur verði ekki sagt, að hagsmunir „viðskiptalífsins“ séu í húfi? Ekki kæmi á óvart, að Viðskiptaráð Íslands ályktaði til stuðnings lögbanni á fréttir frá Kaupþingi.”

http://www.bjorn.is/

Guðmundur 2 Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll skilanefnd Kaupþings ber að fara að lögum. Ábyrðin á því að þessi lög eru enn við líði eru Björgvin Sigurðsson og Icesavekóngurinn Gylfi Magnússon.

Sigurður Þorsteinsson, 2.8.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband