Trú, samkynhneigð og eiturlyf

Norður-Evrópumenn eru hlynntir rétti samkynhneigðra til hjónabands en Pólverjar, Lettar og Grikkir á móti. Svíar leggjast gegn lögleiðingu kannabisefna en helmingur Hollendinga er meðmæltur. Skiptar skoðanir eru meðal íbúar ríkja Evrópusambandsins til samfélagsmála samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 

 

Meirihluti íbúa Ítalíu, Möltu og Kýpur telja trúmál setja of mikinn svip á samfélagsumræðuna en aðeins fimmti hver Ungverji og Eisti er sömu skoðunar.

Einstaklingsfrelsi er mikilvægara Norður-Evrópubúum en þeim sem sunnar búa. Átta af hverjum tíu Portúgölum, og litlu færri Ungverjar og Ítalir, eru tilbúnir að fórna einstaklingsfrelsi fyrir jafnrétti og aukið réttlæti. Norðurlandabúar og Hollendingar eru síður tilbúnir að fórna einstaklingsfrelsinu.

Skoðanakönnunin var gerð af Eurobarometer fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sjá frétt Euobserver hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband