Moskvustúdentinn verður Brusseldindill

Liðþjálfi Júdasar J. Steingrímssonar í utanríkismálanefnd er Árni Þór Sigurðsson og hæfir þar skel kjafti. Árni Þór skrifar meirihlutaálitið sem á að leiða okkur í faðm Brussevaldsins.  Árni stundaði nám við Moskvuháskóla áður en járntjaldið féll og er að upplagi þýlyndur tækifærissinni sem gekk í Samfylkinguna þegar Alþýðubandalagið lagðist af því hann hafði ekki trú á Vinstri grænum. Eftir að Vinstri grænir festu sig í sessi gekk Árni Þór til liðs við flokkinn.

Árni Þór hefur komið á fundi Heimssýnar og þóst fylgjandi fullveldi. Þegar á herðir er ekki meiri mannsbragur á Árna Þór en svo að hann lætur sig hafa að svíkja kjósendur sína. Þegar það kemur á daginn að Júdas J. Steingrímsson verður með fámenna sveit á eyðimerkurgöngu sinni mun Árni Þór leita fyrir sér að nýrri vist brosandi og smeðjulegur. 


mbl.is Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki bara að fara að leggja okkur?

Súkkulaði útum allt ofaní kistu lekur?

Og hætta að verða okkur til skammar?

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:56

2 identicon

Hva, ertu enn í vinnunni Hjörtur?

Halldór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Elle_

Hvað, varð Árni Þór sér til skammar?

Elle_, 11.7.2009 kl. 00:51

4 identicon

Páll.

Ekki kemur þú á óvart !!!

JR (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þakka þér þessa færslu Páll, það er orðið þannig að ekkert kemur lengur á óvart, en ég verð að viðurkenna það að mér verður flökurt.

Þórólfur Ingvarsson, 11.7.2009 kl. 04:29

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Formaður utanríkismálanefndar er veðurglöggur maður. Hann verður í viðbragðsstöðu þegar hann finnur að áttin er að breytast. Hann er í pólitíkinni fyrir sjálfan sig en ekki kjósendur sína. Sem betur fer styttist í þingmannsferlinum hjá honum. Og fleiri vandræðapeyjum reyndar.

Sigurður Sveinsson, 11.7.2009 kl. 08:10

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll ég las fyrst Brusselsendill, í stað Brusseldindill. Hvort tveggja hvefð getað passað.

Sigurður Þorsteinsson, 11.7.2009 kl. 09:50

8 identicon

Árni var tekinn í bakaríið í gær í símaviðtali við að mig minnir, Höskuld einhvern, lögfræðing, í Útvarpi Sögu.  Höskuldur hakkaði hann í sig varðandi IceSave.  Árni virtist vita sem minnst um það sem einhverju máli skiptir og hélt áfram hræðsluáróðrinum um hversu illa alþjóðasamfélagið muni leika okkur ef honum verður hafnað. 

Höskuldur ma. komu inná hvort og þá hversu margir lögfræðingar, sérfræðingar í alþjóðalögum, hafi gengið á fund nefndarinnar til að lýsa skoðunum sínum, um hver réttarstað okkar væri.  Árni viðurkenndi að þeir hafi verið allmargir og langflestir teldu að rétturinn væri okkar. 

En auðvitað skiptir ESB draumurinn (martröðin) öllu máli fyrir þetta lið.  Allt annað er aukaatriði.  Enda ýmislegt gert til að villa um, og jafnvel hreinlega fela, týna og sjálfsagt eyða gögnum sem getur verið þjóðinni að vopni gegn þessum kúgurum okkar.

 Það er fróðlegat að sjá hvað lög segja um slíka hluti ef slíkt sannast, sem er etv. ekki svo ólíklegt að hægt er, vegna þess að einhverjum í ráðuneytinu hefur blöskrað svo að hann lak bresku skýrslunni í fjölmiðla.  Lykilgögnum sem varða þjóðarhag sem virðist vísvitandi verið haldið frá þingheimi. Hann á heiður skilið.

 Ætli þeir "snillingarnir" Steingrímur Júdas Sigfússon og Össur Skarphéðinsson hafi haft í huga mögurleg viðurlög "afglapa" sinna, áður en jafn afdrifrík "mistök" voru gerð?

2.–4. liður 91. landráðalaganna:

* Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum] skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.

* Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

* Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband