Þriðja ríkisstjórn eftir hrun

Fyrsta ríkisstjórn eftir hrun var mörkuð vangetu og meðvirkni með útrásinni, stjórn Geirs H. Haarde. Önnur stjórnin, sem nú situr (við teljum starfsstjórnina ekki með), er reist á svikum og grillupólitík og mun falla með Icesave-samningnum.

Ný stjórn verður að hafa trú á landi og þjóð, sem þýðir að Samfylkingin getur ekki átt aðild að henni.

Þriðja ríkisstjórnin eftir hrun fær það verkefni að búa til nýtt íslenskt atvinnulíf. Það þarf að brjóta upp allar stórar einingar í atvinnurekstri og selja í smáum skömmtum. Setja þarf mun strangari lög um samruna fyrirtækja og víðtækar heimildir til að brjóta upp eignarhaldsfélög.

Sparisjóðurinn Byr á að fara í gjaldþrot, geti eigendur ekki aflað hlutafjár á markaði. Ríkisvaldið á að reyna að fá útlendinga til að taka einn eða tvo ríkisbankana upp í skuldir.

Verkefnin eru næg fyrir nýja ríkisstjórn. Við bíðum bara eftir að sitjandi stjórn fatti að dagar hennar eru taldir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fróðlegt að vita hvaða fólk þú sérð fyrir þér í nýrri ríkisstjórn. Ég er dauðhrædd um að mynduð verði utanþingsstjórn með evrópusinnuðu fólki eins og aðilum vinnumarkaðarins.

Guðrún (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Að mínu viti eru margir hæfir hér á bloggsíðum.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2009 kl. 12:57

3 identicon

Áður en ný ríkisstjorn kemur þarf að leggja niður núverandi flokka og banna. Síðan á að leggja niður lýðveldið ísland og stofna nýtt með nýrri stjórnarskrá og kannski nýju nafni líka (svipað og Rhodesia varð að Zimbabve). Vörumerkið "Ísland" er ónýtt. Þökk sé íslenskum stjórnmálamönnum (sérstaklega Sjálfsstæðis, Framsóknar og Samfylkingar), embættismönnum (eins og Jónas Fr. í FME) og útrásarrónum (hryðjuverkamenn).

Ég held að nasistum hafi verið bannað að koma að stjórnmálum eftir stríðið. Af hverju fá íslenskir stjórnmálaflokkar sem bera ábyrgð á að hryðjuverkamenn fengu að athafna sig óáreittir að halda áfram hér?

Babbitt (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:05

4 identicon

Óskapa dómsdagsspá er þetta. Við fáum ekkert betra en þau sem stjórna núna.

Held að flestir geri sér grein fyrir því. Auðvitað á Samfylking stærsti flokkur landsins að vera í stjórn. Ég gef lítið fyrir skoðanakannanir sem koma mitt í öllu Icesave kjaftæðinu.

En kannski viltu D og B aftur. Heyrði einmitt tvo eldri menn ræða þetta í strætó.

Þeir sögðu að þá yrði ansi mikið rifjað upp. Líklega búið til skipurit yfir spillinguna og einkavinavæðinguna og hverjir fengu þetta og hitt fyrirtækið,

Þá verður allt fyrst vitlaust sagði annar þeirra. Já, kannski það þurfi til að hreinsa út sagði hinn. Það vantar ýmislegt ennþá í púsluspilið .......

Ína (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:32

5 identicon

Sérðu fyrir þér íslenska sjórnmálamenn koma sér saman um þau verkefni sem þú tilgreinir ?   Sjálfur er ég sammála verefnunum- en ég sé engan stjórnmálaflokk (a) á þeim spilum.

Þessi þjóð getur ekki verið sjálfstæð.  Frá því við undir gengutst Noregskonung í kjölfar Sturlungu og þar til Kaninn fór - vorum við undir strangri erlendri gæslu.

Það tók okkur 3-4 á eftir að Kaninn sleppti af okkur hendinn- að setja þjóðarbúið á hausinn og þjóðargjaldþrot er handan við hornið . Skuldinar 250 % landsframleiðsla.....  neðar er ekki hægt að fara...

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svolítið athygli verð athugasemd Sævars, síðasta ræðumanns, því hann bendir á dæmigerð nýlenduheilkenni sem hafa svo sannarlega  þjakað íslensku þjóðina frá lýðveldisstofnun.    Við getum gefið okkur að meirihluti almennings er almennilegt fólk en tækifærissinnar af öllu tagi hafa lengstum komist upp með að hafa bæði tögl og halgdir á öllum veigamiklum sviðum - rétt eins og í  hinum nýfrjálsu nýlendum í Afríku. 

Á móti kemur að ég er ekki sammála Sævari um að þjóðin geti ekki verið sjálfstæð.  Það getum við auðveldlega ef við útilokum fyrrnefnda aðila frá landsstjórn og áhrifum - þeirra tími ER liðinn!   Og það höfum við þó fram yfir aðrar gamlar nýlenduþjóðir að hér er enginn her sem einbeittir valdasinnar geta beitt fyrir sig.   Verst af öllu yrði að gefast upp núna, rétt si svona, og treysta á bírókratana í Brussel.  Enginn þeirra erlendu einstaklinga sem skipa það skrifræði er hótinu betri en Nonni í Breiðholtinu eða Sigga á Akureyri - að gefinni sambærilegri menntun og reynslu.

Ef kjósa þarf um þriðju ríkisstjórnina á komandi hausti, þá þurfum við öll að vanda vel til verka; vinsa út skemmdu eplin hvar í flokki sem þau finnast og koma í veg fyrir að flokksvélar allrahanda geti  enn og aftur stillt upp sama gamla klíkuforréttindaliðinu.

Kolbrún Hilmars, 3.7.2009 kl. 16:41

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gleymum ekki í kosningaumræðiunni að stjórnsýslan öll er meira og minna sýkt og eins og Kolbrún segir þá verðum að að vanda okkur betur í haust en við gerðum í vor er leið og henda skemmdu eplunum, en Kolbrún er hún Sigga ekki flutt til Grindavíkur?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.7.2009 kl. 18:19

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Breytir engu, Högni, hvert allar þessar Siggur flakka - við eigum nóg af þeim! Og Nonnunum líka, ef út í það er farið...

Kolbrún Hilmars, 3.7.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband