Moggalygi

Hugtakið Moggalygi varð til á kaldastríðsárunum og vísaði til þess að blaðið hagræddi sannleikanum í þjónkun við hugmyndafræði. Moggalygi er enn iðkuð og núna til þvæla Íslendingum inn í Evrópusambandið. Spurningin sem Morgunblaðið notar í þessari könnun er beinlínis hönnuð til að draga fjöður yfir pólitískan veruleika eins og hann blasir við öllum með réttu ráði.

Fyrir Alþingi Íslendinga liggur fyrir eftirfarandi þingsályktunartillaga: Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ályktunin er ein setning, svohljóðandi:  Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Eina eðlilega spurningin sem hægt er að spyrja í þessu samhengi væri eftirfarandi: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu?

En hvað gera viðundrin á ritstjórn Mogga? Jú, þeir panta þessa spurningu hjá Capacent: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka upp aðildarviðræður við ESB?

Við stöndum ekki frammi fyrir vali um aðildarviðræður heldur hvort við ætlum að sækja um aðild eða ekki. Meira að segja málfarslega er spurningin tómur bjánagangur. Hverjir taka upp viðræður?

Íslendingar hafa um langa hríð verið í viðræðum við Evrópusambandið um hverskyns mál. Íslenskar sendinefndir hafa reglulega farið til Brussel til að kynna sér stöðu mála. Moggalygin gengur út á að flétta saman viðræðum og aðildarumsókn.

Fjölmiðill á að upplýsa og bregða ljósi á menn og málefni. Morgunblaðið spinnur lygavef. 


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fékk ég að kjósa hjá moganum svo ekki er atkvæði mitt í gildi. Og ég vill benda á að ekki eru allir með netið svo það er ekkert að marka fjölmiðla þeir eru í einkaeigu

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Skoðanakannanir á ekki að birta nema geta um nafn kaupanda/styrkjanda könnunarinnar. Skoðanakönnun nú til dags sem er fyrir almenning oft fyrir milligöngu fjölmiðils er áróður, í besta falli auglýsing.

Geta á um nafn verkkaupa í þessu tilfelli líklega sammala.is eða Samfylkingarinnar eða annarra evrópusinna. Sama á við þegar aðrir láta gera og birta skoðanakönnun sem er málstaði þeirra til framdráttar. Munum að ekki eru allar skoðanakannanir birtar þegar það þjónar ekki hagsmunum verkkaupans.

Það er í raun fáránlegt að ekki skuli vera til reglur um þetta.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.6.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Páll Blöndal

Einmitt Guðmundur,
Tek undir það. Þú ert sem sagt að segja að 
skoðanakönnun Heimssýnar hafi verið blekking og keyptur áróður.
líklega hárrétt hjá þér.

Páll Blöndal, 13.6.2009 kl. 14:19

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Lesa fréttina Guðmundur.

"samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup fyrir Morgunblaðið sem gerð var 28. maí til 4. júní."

Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 15:51

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Páll Blöndal, það er afskaplega ánægjulegt að faglega unnar skoðanakannanir Capacent Gallup fyrir Heimssýn skuli fara illa í heittrúaða Evrópusambandssinna. Það segir bara það eitt að þær hafi hitt í mark.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.6.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband