Mótmælaflopp ASÍ

Er einhver á launum hjá Alþýðusambandi Íslands að finna vonlausan málstað til að tengja við nafn ASÍ? Innganga í ESB, evra í stað krónu og mótmæli sem fæstir taka mark á. Hvað kemur næst?

Hér eru tillögur að vonlausum málstað sem ASÍ gæti tekið upp á sína arma:
- friðum þorskinn
- veitum auðmönnum sakaruppgjöf
- aukum atvinnuleysið
- flytjum fullveldið til Brussel (obs, það er komið með aðildarkröfunni)
- hækkum skatta á láglaunafólk

Fleiri tillögur?


mbl.is Buðu mótmælendum til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Gylfa [Arnbjörns] á Bessastaði.“

Henrý Þór (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er einhver á launum hjá Alþýðusambandi Íslands að finna vonlausan málstað til að tengja við nafn ASÍ? spyrð þú Páll. Ætli það sé ekki Gylfi Arnbjörnsson sem hefur verið svo upptekinn af því að leiða sambandið inn í atvinnuleysi ESB að hann tók ekki eftir því að umbjóðendur hans höfðu engan áhuga á að fylgja honum eftir.

Mér sýnist þessi síðasta vending; að mótmæla svefngenglunum í ríkisstjórninni, sé bara hluti af þessu "extreme make-over" sem hann hefur farið í eftir að púað var á hann á baráttudegi verkalýðsins. Nýr og nauðrakaður Gylfi sem átelur seinagang í aðgerðum til að bjarga atvinnulífinu og heimilunum. 

Öðruvísi mér áður brá.  

Ragnhildur Kolka, 8.5.2009 kl. 16:46

3 identicon

Seinheppinn Gylfi -

Hvar var ASÍ í vetur þegar félagsmenn kölluðu eftir stuðningi? 

Eða voru boðendur fundarins í dag bara þénanlegir framkvændastjóranum?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:26

4 identicon

Ég skal segja þér Jón Óskarsson hvar Gylfi var í vetur þegar félagsmenn kölluðu eftir stuðningi. Hann var í fundarherferð um landið að tala við félagana. Hann hefur sjálfsagt haldið eina 10 fundi eða jafnvel fleiri og svo var endað með stórum fundi í portinu við Hafnarhúsið 6. des að mig minnir.

Og hvað sem um Gylfa má segja þá var það ekki honum að kenna ef fólk mætti ekki á fundina.

Já, og Sigurlaug Ragnarsdóttir sem var ein af þeim sem var í forsvari fyrir þessum mótmælum hringdi í Gylfa í gær og bað hann að slást í hópinn. Þannig að það er ekki flókið.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:59

5 identicon

,,Og hvað sem um Gylfa má segja þá var það ekki honum að kenna ef fólk mætti ekki á fundina."

Þú setur ekki upp fund klukkan 17:00  á vegum verkalýðsfélags, nema þú ætlist til að engin mæti svo þú getir hagað þér eins og þú vilt !!!

ASÍ forystan er löngu komin úr tengslum við félaga í verkalýðsfélögunum !

Hvað á verkamaður á 140.000 kr. sammerkt með háskólalærðum forseta ASÍ með 800.000 kr.  ?

Ekkert !!!

JR (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 00:14

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir brýninguna Hilmar, ávallt áhugaverð skrif frá þér. Ég reyni að bregðast þér ekki.

Páll Vilhjálmsson, 9.5.2009 kl. 09:28

7 identicon

Þorsteinn Úlfar Björnsson.

Fundaherferð Gylfa í vetur var boðun ESB fagnaðarerindisins fyrir flokk sinn, Safmfylkinguna. 

Hann kom ekkert inn á bankahrunið og gerði ekkert til að styðja við bakið á þeim sem mættu á Austurvöll þátt fyrir beiðni þar um.

Fundirnir hans voru allir "flopp" vegna dræmrar þátttöku.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband