Fréttaskýringin neglir Guðlaug Þór

Fréttaskýring í Morgunblaðinu 4. nóvember 2007 neglir Guðlaug Þór Þórðarson við FL-group og Landsbankann. Guðlaugur Þór safnaði peningum hjá þessum fyrirtækjum haustið 2006, en hann hafði tekið við stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur þá um vorið. Guðlaugur Þór lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar í júní 2007.

Fréttaskýringin er skrifuð löngu áður en 55 milljón króna styrkir FL-group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins komust í hámæli. Hér eru tilvitnanir sem staðfesta óyggjandi að Guðlaugur Þór Þórðarson var í samningum við bæði FL-group og Landsbankann um eignir Orkuveitunnar.

Stofnaðilar lögðu fram 7 milljarða með peningum og eignum og var miðað við að félagið gæti ráðist í fjárfestingar sem næmu yfir 70 milljörðum. Af hálfu GGE var óskað eftir því að Orkuveitan yrði einn eigenda, því talið var að það myndi styrkja félagið mikið. "Þær umræður kláruðust aldrei," segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR.

Undir það tekur Björn Ingi. "Þáverandi stjórnarformaður [Guðlaugur Þór, innsk. pv] átti í viðræðum um aðkomu að því félagi, að OR tæki þátt í stofnun þess, en viðræður stóðu líka yfir við Landsbankann. Það var búið að ákveða að við færum inn í GGE, en síðan gerði eitthvað það að verkum að ekkert varð úr því. Það var búið að ræða við mig um það af hálfu forstjóra OR og stjórnarformanns og ég vissi af málinu."

Og aftur hér, þar sem bæði Hannes Smárason forstjóri FL-group og Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans koma við sögu:

Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitunnar segir að gert hafi verið ráð fyrir því alla tíð að fá til félagsins með einhverjum hætti öfluga fjárfesta og rætt um að til framtíðar myndi Orkuveitan eiga 40% í félaginu. Viðræður áttu sér stað milli Guðlaugs Þórs og Hjörleifs og Sigurjóns Árnasonar, forstjóra Landsbankans, og Atorku, um að standa saman í útrásarfyrirtæki. "Það var ekkert nýtt að REI væri hugsað fyrir einkaaðila," segir Hjörleifur.

Þessar hugmyndir virðast hinsvegar fyrst og fremst hafa strandað á Guðlaugi Þór, sem vildi ekki að rasað yrði um ráð fram. "Hannesi Smárasyni fannst ekkert gaman að tala við mig," segir hann íbygginn. "Ég vildi fara varlega með opinbert fyrirtæki og starfa með öllum." Ef til vill hefur spilað inn í að hann var upptekinn í baráttu fyrir þingkosningar í maí. Og þá vilja menn ekki rugga bátnum.

Líklega vildi Guðlaugur Þór hvorttveggja starfa með FL-group og Landsbankanum vegna þess að hann hafði haft milligöngu um að bæði fyrirtækin styrktu Sjálfstæðisflokkinn um samtals 55 milljónir króna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, Þrymur, og útrásin var tombóla fermingardrengja sem létu hagnaðinn renna til góðgerðarstarfsemi.

Páll Vilhjálmsson, 13.4.2009 kl. 22:12

2 identicon

Stundum er gott fyrir harða flokksmenn að spyrja sig spurningar eins og í þessu tilfelli, ef Björn Ingi væri í hlutverki Guðlaugs Þórs, og Framsóknarflokkurinn í hlutverki Sjálfstæðisflokksins, væru menn þá tilbúnir að verja málið og sýna því jafn mikinn skilning?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég verð að viðurkenna að síðuhöfundur hefur vaxið mjög í áliti hjá mér, ég vona að honum þyki það ekki miður. Þetta er hroðalegt ef að rétt reynist. Mér hefur sýnst að hann styðja Sjálfstæðisflokkinn í skrifum sínum hér.

Mætti ég sjá einhverja Framsóknarmenn skrifa svipað um Eyktar "styrkina".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Páll, það var eitt sem sló mig í þessari umræðu um daginn.  Þá var haft eftir einhverjum að Sigurjón hafi frétt af 30 milljón króna framlagi FL Group og talið sig þurfa að jafna það.  Ég man ekki hvar þetta kom fram, en þetta fannst mér vera bein tilvísun í að bæði þessi framlög hafi verið greiðsla fyrir aðgöngumiða að frekari viðræðum, þ.e. mútur.

Kristján, Eyktarstyrkurinn er alveg örugglega greiðsla fyrir vinargreiða, en þessi þráður er ekki um það.  Að Framsókn hafi verið mútað með 5 milljónum bætir ekki 60 milljón króna múturnar sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við.

Marinó G. Njálsson, 13.4.2009 kl. 22:54

5 identicon

Kæri Þrymur ! !   Hvernig lætur þú þér detta það í hug að þú fáir hreinskilið svar.   Er einhver á þessu klakaskeri ekki á harðahlaupum undan skuldum og skuldunautum, svo maður grípi niður í faðir vorið.   Ég græt fyrir hönd ungs fólks.  Ég græt fyrir hönd barna minna og barnabarna minna.  Ég græt fyrir hönd aldraða foreldra, heilsulausra, og alla þá sem engan eiga að.

Ég tek hérna niður í eitt vers sem mér var kennt fyrir rúmum 60 árum.

Ó ég fel þér faðir kær, alla hrellda, særða, sjúka. Sem og værð og hvíldina þrá .

Blessuð hjálparhönd þín mjúka, hressi, styrki og gleðji þá

J.þ.A (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:28

6 identicon

Ég vil taka undir ´comment´Kristjáns um síðuhöfund.  

EE elle (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:36

7 identicon

Sagði Guðlaugur ekki í fréttum um helgina að hann hefði aldrei rætt við Hannes Smárason?

Guðfreður (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:51

8 identicon

Sömu nöfnin koma alls staðar upp í spillingarsögunni. Sigurjón Árnason hefur sloppið vel í umræðunni þrátt fyrir að vera með puttana í skítugri sögunni. Er hann ekki ennþá í e-s konar vinnu fyrir Landsbankann?

Takk Páll fyrir þetta.

Kolla (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:05

9 identicon

Fáránlegt að einblína á einn mann. Varla var bókhald flokksins í rassvasanum á Guðlaugi Þór?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:50

10 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það eitt og sér að forstjóri Orkuveitunnar og kjörinn fulltrúi (Guðlaugur Þór) hvetji hæstráðendur tveggja fyrirtækja sem eru að reyna að komst yfir gullkálfinn (orkuna) til að leita styrkja fyrir FLokkinn - já það er mjög rangt að kjörinn fulltrúi sé að skipta sér að slíkum málum fyrir FLokk sinn.

Tek annars undir orð þeirra Kristjáns og ee Elle hér að ofan.

Þór Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 01:30

11 identicon

Nei, ég skil þetta ekki. Af hverju þessi fókus á Guðlaug Þór? Hvað með Kjartan Gunnarsson? Þetta er á sama tíma og Davíð Oddsson talar um FLenron. Hvar eru fjölmiðlamenn þessa lands? Þeir hafa hundelt manninn inn á spítala. Af hverju spyrja þeir hann ekki núna: Þessir menn eru félagar þínir. Þú ættir að þekkja þá. Heldurðu að Kjartan Gunnarsson margfaldur innanbúðarmaður hafi ekki vitað af þessum greiðslum?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/14/var_i_beinu_sambandi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:59

12 identicon

Elín, langar að benda þér á ofanvert frá Þór Jóhannessyni:

 "Það eitt og sér að forstjóri Orkuveitunnar og kjörinn fulltrúi (Guðlaugur Þór) hvetji hæstráðendur tveggja fyrirtækja sem eru að reyna að komst yfir gullkálfinn (orkuna) til að leita styrkja fyrir FLokkinn - já það er mjög rangt að kjörinn fulltrúi sé að skipta sér að slíkum málum fyrir FLokk sinn."

EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:37

13 identicon

Ég var búin að sjá þetta EE elle. Jú, þetta var rangt af kjörnum fulltrúa. En það var líka rangt af flokknum að taka við peningunum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband