Brussel ákveður uppskrift að brauði

Þýskir bakarar eru í uppnámi vegna reglugerðar Evrópusambandsins um salt í brauði. Samkvæmt Brussel er leyfilegt magn salts í brauði eitt gramm á móti hundrað grömmum hveitis. Þýskir bakarar hafa að iðulega eitt komma fimm gramm salt á hvert hundrað hveitis og því sekir menn samkvæmt Brusselákvæðum.

International Hearld Tribune fjallar um málið og segir sérstakt að þýskir setji sig í mót Brusselvaldinu þar sem Þjóðverjar hafa löngum verið hvað leiðitamastir sambandinu enda notið trúnaðar þar á bæ. Þegar þýskir fýla grön er fokið í flest skjól fyrir miðstjórnarvaldið tvítyngdri Belgíu. 

Framkvæmdastjórnin er með böggum hildar enda stutt síðan hún þurfti að setja í pappírstætarann heilar hundrað blaðsíðna reglugerð um áferð og yfirbragð ávaxta, samkvæmt Hearald Tribune. 

Skrifstofurnar í Brussel eru stútfullar af fólki sem veit hvað er Evrópubúum fyrir bestu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hjálpi mér hamingjan. Þetta er náttúrulega alveg voðalegt. Bakaraiðnin komin í formin og farin að verjast Bruxelles-bákninu!  Fáheyrt!  Hélt að búið væri að setja í neysluvatnið "jákvæðinislyf".  Fáránlegar reglugerðir um hversu beygðar agúrkur fá að vera svo að þær eigi rétt á að lenda í mögum Evrópusambandsfólksins, litur á dönskum pylsum og stærð þeirra ensku hafa sömuleiðis orðið stórmál. Líklega muna margir eftir því þegar M&M's var tekið út af markaðinum. Ég hef það fyrir satt að það væru bláu kúlurnar sem hefðu verið að stráfella Evrópubúa. Þannig var að litarefnið í bláu kúlunum var álitið hættulegt. Svo skaðlegt að ástæða var talin að innkalla M&M's i tonnatali og eyða því.  Rannsóknir síðar hafa sýnt að Evrópubúar (sem virðast móttækilegri fyrir bláa litnum) hefðu þurft að eta minnst baðkarsfylli af bláum kúlum í 20 ár til að eiga aukna möguleika á því að veikjast af bláu kúlunum. Reiknilíkanið sýndi að áður en til þess hefði komið, hefði fólk látist af öðrum skaðlegum efnum sem þó eru leyfð innan ESB svæðisins fyrir utan hið augljósa að sennilega hefði fólk dáið úr ræpu mörgum árum áður.  

Þetta er náttúrulega alveg snarbilað samband - þetta ESB.

Baldur Gautur Baldursson, 26.2.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið verður auðvitað að miðstýra svona mikilvægum málum eins og magni salts í brauðum, það segir sig sjálft

Hjörtur J. Guðmundsson, 26.2.2009 kl. 22:05

3 identicon

Þú kemur ekkert á óvart, frekar en fyrri daginn ! 

JR (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Þessi deila snýst nú ekkert um það hvað ,,leyfilegt" sé að nota mikið salt í brauð og það stendur ekkert til að banna þýskum bökurum að baka allt það saltabrauð sem þeim sýnist. Málið snýst um merkingar á matvælum, þ.e. hvort bökurum sé heimilt að merkja brauð t.d. sem heilsubrauð þótt það sé óhóflega salt.

,,Bakers would be free to make no health claims for their bread. If however they specify that it is 'high in fibre' then they would also be obliged to tell consumers that it is also 'high in salt'."

http://news.yahoo.com/s/afp/20090224/hl_afp/eugermanyfoodhealth_20090224170456

Ég skrifaði í fyrra matreiðslubók í samstarfi við Lýðheilsustöð og minnkaði einmitt saltmagn í brauðuppskriftum örlítið að tilmælum þeirra, á þeirri forsendu að þar sem uppskriftirnar ættu að vera heilsusamlegar og bókin seld sem slík væri við hæfi að saltmagn væri í samræmi við lýðheilsumarkmið ... Þetta er í rauninni alveg sami hlutur.

Nanna Rögnvaldardóttir, 26.2.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þó þýsk brauð þyki sérlega góð og þjóðverjar séu mjög stoltir af þeim, hljóta þeir að beygja sig í duftið af auðmýkt þegar Brussel talar...Brussel veit jú alltaf best....er það ekki annars ?

Haraldur Baldursson, 26.2.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jams: Svo má ef til vill spyrja sig hvort mikið saltað brauð sé óholt fyrir maraþonalaupar.  Jafnvel þo það fari illa í maga skrifstofublóka í Brussel.

Guðmundur Jónsson, 27.2.2009 kl. 13:07

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Mér er sama um brauðið. Svíar mega ekki lengur skýra sperglana sína "Falukorf". Mér er nokkuð sama um það.
Sem næturhrafn hef ég meiri og vaxandi áhyggjur af samhæfðum Evrópu-háttatíma 

Júlíus Valsson, 27.2.2009 kl. 15:13

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með Júlíusi. Samhæfður háttatími gæti verulega þrengt að persónu frelsi mínu. 

Ragnhildur Kolka, 27.2.2009 kl. 20:13

9 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Baldur minn kæri Gautur. Þegar þú minnist á lögun agúrkna þá rifjast upp fyrir mér ansi gömul frétt, ljót ef sönn er, að skýrslan sem unnin var af háæruverðugum starfsmönnum í Brussel var litlar fimmtánhundruð blaðsíður.

Bara eitt dæmi af mörgum svo sjúkum að ég velti stundum fyrir mér hvort ekki ætti bara að gefa mannskapnum frí og senda haug af geðlæknum á liðið, en kannski kæmi það í sama stað niður því fjöldi sálfr. og geðlækna yrði að öllum líkindum sá sami og sjúkl.fyrir utan þá staðreynd að sennilega kæmi reglugerð/skýrsla upp á aðrar fimmtán hundruð blaðsíður sem væri álíka gáfuleg og allar aðrar reg

Þráinn Jökull Elísson, 1.3.2009 kl. 20:24

10 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þar sveik tölvan mig aftur. Ég ætlaði að slútta með orðunum : reglugerðir sem koma frá Brussel.

Þráinn Jökull Elísson, 1.3.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband