Valdrýmið

Valdrými spannar vald í samfélaginu, hvort heldur það heitir auðvald, stjórnmálavald, fjölmiðlavald eða ríkisvald. Rýmið er ekki föst stærð heldur vex eða skreppur saman eftir kringumstæðum. Eftir því sem valdrýmið vex þrengist hagur einstaklingsins. Valdrými í vexti kaffærir frjálsa hugsun og þrengir athafnafrelsið.

Nær alla þess öld hefur valdrýmið verið í þenslu. Í orði kveðnu réð hér stefna einstaklingsfrelsis en í reynd óx valdrýmið á kostnað einstaklingsins. Valdrýmið býr til stórar einingar, hvort sem um er að ræða banka, fjölmiðla eða önnur fyrirtæki. Eignarhaldsfélög eru einkennandi fyrir stórt valdrými.

Eftir bankahrunið hefur valdrýmið skroppið saman. Vegna þess að valdrýmið lagðist eins og mara á samfélagið er fólk áttavillt, líkt og þegar það kemur úr myrkrinu í dagsbirtu.

Sumarið er komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband