Bandalag stjórnmálamanna og fjölmiðla

Stjórnmálamenn og fjölmiðlar náðu þegjandi samkomulagi að það hafi stórpólitísk áhrif hverjir sitji í starfsstjórn fram að kosningum í vor. Það er í þágu beggja að almenningur trúi því að nú sé runnin upp ögurstund. Forsetinn tekur þátt í leiknum og kemur með yfirlýsingar. Stjórnmálafræðingar eru sömuleiðis með og gefa álit í austur og vestur.

Allir hafa eitthvað að iðja og til þess höfum við kjaftastéttir (bloggarar meðtaldir). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og skildagatíðin í stjórmálaumræðunni verður notuð sem aldrei fyrr.

Einhver verður svo heppinn að geta sagt:  "Sko. Ég sagði það!".

101 (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:24

2 identicon

Þú ert hættur að koma á óvart  !

JR (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:35

3 identicon

Flokkarnir eru að fara í kosningabaráttu. Þeir hafa engan tíma til að stjórna landinu. Því síður að gríða til óvinsælla aðgerða. En fjölmiðlarnir dansa flott með og halda varla haus í sumum tilfellum.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:13

4 identicon

Kjafstéttir!?!   Maður þorir nú ekki öðru en þagna

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:02

5 identicon

Kjaftstéttir var það.  T-ið hvarf þarna. 

EE (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband