Litla lýgin og stóri sannleikurinn

Jón Ásgeir Jóhannesson lýgur því í Morgunblaðsgrein í dag að hann hafi eignast Fréttablaðið árið 2003. Hann gerði Gunnar Smára Egilsson og Ragnar Tómasson útaf örkinni sumarið 2002 til að stofna nýtt félag sem keypti þrotabú útgáfufélags Fréttablaðsins. Leynd var yfir eignarhaldi á Fréttablaðinu fram á sumar 2003. Baugur var almenningshlutafélag þangað til Jón Ásgeir og fjölskylda leystu það til sín sumarið 2003.

Almenningshlutafélagið Baugur stóð undir einkafjárfestingu Jóns Ásgeirs og nokkurra viðskiptafélaga, s.s. Pálma í Fons og Árna Hauks Húsasmiðjueiganda, með því að Fréttablaðið fékk auglýsingar frá Baugi.

Sjálfur stóð Jón Ásgeir fyrir því að Jim Schafer framkvæmdastjóri Bonus Stores í Bandaríkjunum var rekinn í júlí 2002 fyrir að eiga einkafyrirtæki sem var í viðskiptum við Bonus Stores. Í fréttatilkynningu dagsettri 20. júlí er Schafer sakaður um trúnaðarbrot og að misnota aðstöðu sína. ,,Stjórn Bonus Stores þykir í hæsta máta óeðlilegt að framkvæmdastjóri hagnist á viðskiptum við eigið fyrirtæki," stendur svart á hvítu í fréttatikynningunni sem er undirrituð af Tryggva Jónssyni aðstoðarforstjóra Baugs. Það sem Jim Schafer var rekinn fyrir í Bandaríkjunum stundaði Jón Ásgeir hér heima í trausti þess að vera ekki afhjúpaður. Enda eignaðist Jón Ásgeir fjölmiðla til að stýra innihaldi þeirra.

Á meðan eignarhald Fréttablaðsins var falið notaði Jón Ásgeir tækifærið og skáldaði upp fréttir í samráði við Gunnar Smára og Reynir Traustason blaðamann á Fréttablaðinu um að Davíð Oddsson hafi sigað lögreglunni á Baug síðsumars 2002, en það var upphaf Baugsmála í dómskerfinu.

Að öðru leyti hlýtur allr að vera rétt í Morgunblaðsgrein Jóns Ásgeirs í dag enda fer þar sérstaklega vandaður maður sem má ekki vamm sitt vita.


mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil heift afar vel, og líka reiði. En þetta er náttúrulega bara þráhyggja hjá þér Páll með þá Baugsmenn. Hvað gerðist eiginlega milli þín og þeirra? Það mætti halda að Jóhannes í Bónus hafi staðið í framhjáhaldi með spúsu þinni.

Anna Jóns (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:01

2 identicon

Sultubergur telur það víst að Nonni hafi lillað sína spúsu.

lelli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:28

3 identicon

Þessi maður er örugglega ekki með hreina samvisku að mínu mati og kæra Anna það þarf ekki að hafa neina þráhyggju gagnvart svona manni og held ég að þú ættir að skoða málin betur áður en þú ásakar fólk um slíkt

Guðrún gg (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:53

4 identicon

"Anna Jóns"! Eg fíla vel þessa "þráhyggju" sem þú kallar hjá Páli. Ef fleiri hefðu haft bein í nefinu til að standa í storminum og gagnrýna ofríki viðskiptajöfra væri hér annað og betra viðskiptasiðferði í dag.

TH (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Anna Jóns, mjög ósmekkleg ummæli hjá þér,  þú hlýtur að vera við fermingaraldurinn !!!

Sigurður Sigurðsson, 29.12.2008 kl. 21:44

6 identicon

Það sem hræðir mig er setning í grein JÁJ þar sem hann er að tala um Glitni og segir: „Mörkuð var stefna um áherslu á fjármálaverkefni á sviði sjávarútvegs og umhverfisvænnar orku“.

Hann ætlar sér greinilega að eignast fiskinn í sjónum og orkuna. Hvenær fær hann friggins nóg? Þetta er bara einfaldlega sjúkt. Þessi gæi þarf prófessíónal hjálp, og sennilega þeir feðgar báðir.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:33

7 identicon

Páll. Góð og sönn færsla.

Anna Jóns. Get ekki séð að nafnleysingjar eru þeir í bloggheimum sem mesta skömmin er af eins og margir vilja meina.

joð (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Lýðræðinu er fengur að mönnum á borð við Pál Vilhjálmsson og Ólaf Teit sem gerþekkja refilstigu blaðamennskunar og hafa kjark til að skýra frá vitneskju sinni. Þessir menn óttast ekkert. Civil courage. Hvunndagshetjur.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 01:30

9 identicon

Fín færsla Páll, þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Eftir að hafa hlustað á Óðinn einhvern Valdimarsson þvæla um REI-málið í Kastljósi gærkvöldsins veitir ekki af að aðstoða fólk við að greina í sundur það sem sagt er og það sem gert er.

Og ég tek undir með Þorsteini Úlfari hvað varðar áform Glitnis (JÁJ) um fjárfestingar á sviði sjávarútvegs og umhverfisvænnar orku. Ógnvekjandi, svo ekki sé meira sagt.

Sýnir, svo ekki verður um villst, að Jón Ásgeir ætlaði sér ekki bara landið heldur líka miðin. Ekkert minna.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:43

10 identicon

Ég er svo fegin að augu fólks séu að opnast fyrir þessu öllu saman sem verið hefur í gangi hérna. Það er það eina jákvæða við árið 2008 fyrir utan silfrið hjá handboltastrákunum okkar.

Guð gefi okkur að okkur takist að stöðva þessa spillingu í landinu og við verðum siðsöm þjóð, og heiðarlegt og óspillt fólk komist til valda hérna sem hugsi um hag allra, við erum heild ekki fáir útvaldir.

Takk fyrir þessa grein og gleðilegt ár öll, áramótaheitið 2009; Hleypum þessu sama fólki ekki aftur að sömu kötlunum. Stöndum saman!

Soffía (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband