Klappstýran í gær verður ekki gagnrýnandi í dag

Einkareknu fjölmiðlarnir eru fjárhagslega gjaldþrota, Morgunblaðið, Fréttablaðið og Viðskiptablaðið og sumir siðferðilega gjaldþrota, Fréttablaðið. Jón Kaldal skrifar leiðara í dag um stöðu fjölmiðla. Hann telur þá hafa verið meðvirka í útrásinni en nú sé stund gagnrýninnar fjölmiðlunar runnin upp. Hann rifjar upp þrjú dæmi um samskipti eigenda og fjölmiðla og leggur út af þeim. Jón þegir þunnu hljóði um innrás Jóns Ásgeirs á leiðaraopnu Fréttablaðsins fyrir rúmri viku. Baugsmaðurinn þurfti að svara frétt Agnesar Braga og skóflaði burt ritstjórnarefni.

Jón Kaldal man ekki það sem gerðist á eigin ritstjórn fyrir nokkrum dögum og ekki líklegt að hann muni það sem hann sjálfur skrifaði fyrir þrem árum. Hér er Jón Kaldal í leiðara 7. október 2005.

Blaðamannafélag Íslands þenst út og hefur ekki í sögunni haft jafn marga félaga innan sinna vébanda. Ekki er síður mikilvæg sú breyting að öflugir athafnamenn hafa séð viðskiptatækifæri og hagnaðarvon í rekstri fjölmiðla sem hingað til hafa flestir þurft að búa við vægast sagt óstöðugt rekstrarumhverfi.

Jón laug því að sjálfum sér og lesendum sínum að athafnamenn keyptu rekstur fjölmiðla í viðskiptalegum tilgangi. Útrásarvíkingurinn Lýður Guðmundsson er hreinskilnari þegar hann segir á aðalfundi Exista hvers vegna hann og brói keyptu Viðskiptablaðið. Í endursögn Morgunblaðsins frá 15. mars 2007:

 

LÝÐUR Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, sagði á aðalfundi félagsins síðdegis í gær að á stuttum tíma hefðu fjölmiðlar á Íslandi að mestu lent í höndum tveggja fjölskyldna, sem réðu nær allri fjölmiðlun hér á landi að RÚV undanskildu.
Sagði Lýður að af þessum sökum ættu dótturfélög Exista hlut í tveimur fjölmiðlum, SkjáEinum og Viðskiptablaðinu.
Áður hafði Lýður í ræðu sinni sagt að Exista legði áherslu á að félög í þess eigu skiluðu arði en á því væri ein undantekning, sem væri helmingseign í Viðskiptablaðinu. Það væri ekki arðbær starfsemi en Exista ætlaði sér ekki að tapa á þeirri fjárfestingu, aðrar ástæður lægju einnig að baki og vísaði hann þar til fyrrnefnds eignarhalds á fjölmiðlum.

 

Klappstýran frá í gær mætir ekki í vinnuna í dag og verður gagnrýnandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Kaldal er sennilega búinn að toppa alla aðra í heimsku í sinni starfsgrein og gert meira og stærra upp á bak á örfáum dögum og með jafn fáum línum og sennilega margir vondir ná að gera á allri sinni ævi.

joð (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:58

2 identicon

Öll skrif mannsins einkennast af djúpri afneitun, sýnist mér.

Síðan blandast inn ranghugmyndir um eigið ágæti og blaðamennsku.

Karl (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Rýnir

Sælt verið fólkið,

þetta minnir óneitanlega dálítið á leiðaraskrifin hjá Jóni Trausta Reynissyni í október.

Kannski eru einhverjir þarna úti sem taka mark á skrifum þeirra. Hver veit...

Góðar kveðjur,

Rýnir, 28.11.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband