Evrópuleiðangur Samfylkingar án umboðs

Samfylkingin er ekki með umboð, hvorki frá félagsmönnum sínum né þjóðinni, til að leggja í Evrópuleiðangur. Flokkurinn hefur ekki efnt samþykktir landsfundar um að skilgreina samningsmarkmið þjóðarinnar. Í aðdraganda síðustu kosninga heykist Samfylkingin á því að halda til streitu málflutningi um aðild að ESB.

Forysta Samfylkingarinnar kom ekki hreint fram við flokksmenn sína þegar Evrópumál voru á dagskrá flokksins. Andstæðingum aðildarumsóknar var skipulega haldið utan við umræðu innan flokksins og málflutningur einhliða eftir því. Flokkurinn samþykkti að efna til póstkosningar um áhuga flokksmanna að sækja um aðild.

Í stað þess að spyrja beint hvort Samfylkingin ætti að beita sér fyrir því að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu lagði forystan eftirfarandi spurningu fyrir félagsmenn: „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"

Þessi undarlega orðaða spurning var lögð fyrir félagsmenn í póstkosningum haustið 2002. Um þriðjungur flokksmanna hafði fyrir því að svara og meirihluti þeirra sagði já.

Á landsfundi flokksins í nóvember 2003 var samþykkt að skipa nefnd um Evrópumál. Verkefni nefndarinnar var í fjórum liðum. Annar liður er eftirfarandi: „Skilgreina ítarlega hver helstu samningsmarkmið Íslendinga ættu að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið með hliðsjón af stækkuðu Evrópusambandi."

Evrópuhópur Samfylkingarinnar hefur enn ekki skilað skýrslu né hafa samningsmarkmið okkar verið skilgreind. Flokkurinn hefur ekki haft aðildarumsókn á stefnuskrá sinni í kosningabaráttu. Samfylkingin hefur því ekki umboð til að krefjast aðildarviðræðna við Evrópusambandið um inngöngu Íslands.


mbl.is Vilja nýjan stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er merkilegt að þú hefur alltaf sama skilning á lýðræðinu (og öllu öðru) og Davíð Oddsson hefur gefið út. Með ykkar skilningi hefur ekki neinn verið kosinn forseti Bandríkjanna í 100 ár.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég óttast ESB. Að ganga í sambandið er einstefna, það verður ekki snúið til baka, er það nokkuð?

Það sem hugnast okkur í dag getur verið gjörbreytt eftir örfá ár. Ég hugsa að heimamundurinn inn í ESB verði ásættanlegur en smátt og smátt mun ganga á hann. Hvað er þá til ráða?

Benedikt Halldórsson, 11.11.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ÞAð er ekkert nema okkar ákvöðrun og vilji sem ræður hvort við segðum okkur úr ESB seinna eða ekki. Grænlendingar fengu t.d. að segja sig úr ESB þó þeir hefðu komið þar inn sem hluti Danmerkur en ekki sem sjálfstætt ríki. - Það var alfarið ákvörðun Grænlendinga og enginn stóði í vegi hennar.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.11.2008 kl. 04:02

4 identicon

Heyrði frá innanflokksmanni í Samfó, sem reyndar er sjálfur á móti ESB-aðild og Evru, að kosið hefði verið um ESB-aðild innan Samfó á sínum tíma. 

Niðurstaðan varð að 80% vildu að Ísland ætti að hefja aðildarviðræður og umsókn.

En nú kemur það besta: Einungis 20% félagsmanna kusu, og þetta 20% úrtak var reyndar sérvaldir handpikkaðir félagsmenn sem fengu að kjósa!

Svona er nú lýðræðið í Samfó!

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:46

5 identicon

Samfylkingin er flokkur spunans. Þessi kosning var ekkert nema sýning og tilbúningur. Þannig er allt hjá þessum flokki. Málflutningurinn miðast við skoðanakannanir og spuna.

Vonandi verður til nýr og trúverðugur flokkur jafnaðarmanna á Íslandi í kjölfar manngerða harmleiksins sem lagt hefur samfélagið  í rúst.

Karl (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurvin. Að þú skulir láta svona þvælu út úr þér án þess að hafa nokkuð fyrir þér í því. Ég er félagi í Samfylkingunni og fékk eins og allir aðrir sendan atkvæðaseðil í pósti og nýtti mér kosningarétt minn. Stjórn Samfylkingarinnar hafði enga leið til að vita skoðun mína á Evrópusambandinu enda hafði ég hvergi látið hana í ljósi innan flokksins fyrir þessa atkvæðagreislu.

Þetta var heiðarleg og eðlieg atkvæðagreiðsla þar, sem flokksmönnum gafst færi á að segja sína skoðun. Það væri vonandi að fleiri stjórnmálaflokkar viðhefðu slík vinnubrögð.

SVo má einnig benda á það að samkvæmt öllum skoðanakönnunum um aðild að Evrópusambandinu er yfirgnæfandid meirihlutastuðningur við aðildarumsókn að Evrópusambandinu meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Það er því út í hött að segja að Samfylkingin hafi ekki umboð til að setja aðildarumsókn í stefnuskrá sína.

Fyrir utan það þá hafa þingmenn almennt umboð til að gera það, sem þeir telja best fyrir þjóðina á hverjum tíma. Breyttar aðstæður kalla ofg á aðgerðir, sem ekki voru í stefnuskrá eða stjórnarsáttmála og til þess að takast á við slíkt hafa þingmenn umboð kjósenda. Það umboð er ekki bundið við stefnuská sína. Þegar síðan er um að ræða aðildarumsókn þar, sem til stendur að setja samningin í beina þjóðaratkvæðagreiðslu þegar hann liggur fyrir er út í hött að tala um að umboð skorti. Það verða einfaldlega engar skuldbyndandi ákvarðanir teknar öðruvísi en í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður M Grétarsson, 11.11.2008 kl. 11:30

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þegar kemur að ESB þá vill Samfylingin einfaldlega að þjóðin fái að vera dómari í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir tala um að þeir séu á móti ESB, eins og það sé eitthvað sem sé í þeirra verkahring að ákveða það. Stefna þeirra er sú að hindra að þjóðin fái kosið um ESB. Jafnvel þó Noregur og Sviss séu ekki ESB þjóðir þá hafa þær almenningur þar að sjáfsögðu fengið að kjósa um það á eigin spýtur. Þegar kemur að Evrópumálum þá er Ísland því sannkallað banalýðveldi.

Fullkomið dæmi um þetta er Framsókn, yfirgnæfandi stuðningsmanna þess flokks eins og annarra flokka vill hefja aðildarviðræður við ESB en Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson hafa með ótrúlegum hætti reynt að kúga sinn eigin flokk til að halda sinni stefnu um að þjóðin fái ekki að kjósa um ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 13:10

8 identicon

Sigurður M.

Þessi umrædda atkvæðagreiðsla fór fram á meðan allt lék í lyndi hér í þjóðmálunum.  Nú sem stendur vill mikil meirihluti fólks fara í ESB af því að það heldur að það sé einhver hér-og-nú lausn á núverandi vanda þjóðarinnar.

Hef reyndar mjög litla trú á Samfylkingunni. Þessi flokkur, sem búinn er til úr afgöngum, hefur enga sýn á framtíðina nema að ganga í ESB og taka upp Evru.  Í landsmálunum er folkkurinn til dæmis alveg glataður, er t.d gjörsamlega úr takti við landið allt nema þá helst við Suð-Vesturhornið.

Máli mínu til stuðnings er t.d. "fagnaðarerindið" um Fagra Ísland.  Mér sýnist að það eitt gangi út á það að gera alla landsbyggðina að einum allsherjar þjóðgarði og útivistarsvæði, því þannig er hægt að taka stór svæði á landsbyggðinni í gíslinga og sjá til þessa að engar framkvæmdir eigi sér stað þar um aldur og ævi.  Rúsínanan í pylsuendanum á þessu plaggi er svo að Ísland verði aðili að ESB og þá fyrst verði Ísland; "Fagra Ísland".  

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:28

9 identicon

Ps. Sigurður M.

Þó svo að þú hafir fengið atkvæðaseðilinn þinn sendan í pósti og nýtt þér atkvæðisrétt þinn um hvort Íslandi eigi að sækja um aðild að ESB, þá var kosningarþátttaka í þessari atkvæðagreiðslu einungis um 20%.

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:31

10 identicon

Og meira PS. Sigurður.

Samfylkingin er enginn jafnaðarmannaflokkur.  Flokkur sem hefur svona þrönga sýn getur ekki talist jafnaðarmaður.  Gott dæmi um þetta var að fórna Bakkaálverinu fyrir álverið í Helguvík.  Pólítísk áhætta Þórunar Sveinbjarnardóttur var engin í þessu, því Samfylkingin sækir langflest atkvæði sín til fólks á Suð-vesturhorninu.  Hún hefur metið það svo að það væri sko skítt með nokkur atkvæði í Norð-austurkjördæmi, þar myndi Samfó kannski missa einn þingmann, en fá marga umhverfissinna í Suðvesturkjördæmi til að kjósa sig í staðinn.

Svona hugsar fólk í Samfylkingunni.  Það er algjört lágmark að næsti umhverfisráðherra komi utan af landi þar sem fólk þekkir betur til umhverfisins og náttúrunnar heldur en einhver eins og Þórunn sem einungis hefur séð malbikið og steypuklumpana á Suðvesturhorninu.

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:39

11 identicon

Það er ótrúlega ósmekklegt af Samfylkingunni að vera stöðugt að tönglast á ESB þegar þjóðin er í krísu. Mér þætti gott ef Ingibjörg gæti einbeitt sér að málefnum líðandi stundar, það er af nógu af taka.

baldvin (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:37

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurvin. Það er ekki hægt að kalla Samfylkinguna ólýðræðislegan flokk þó aðeins 20% skráðra félagsmanna hafi haft fyrir því að kjósa í þessum kosningum. Það bauðst öllum að gera það, ekki bara sumum eins og ýjað var hér að.

Fagra Ísland gengur einfaldlega út á það að flokka alla virkjunarkosti og ákvarða hverja af þeim við erum tilbúin að fórna til raforkuframleiðslu og hverja ekki. Slíkt gerir ekki alla landsbyggðina að einum þjógarði. Það er út í hött að halda slíku fram.

Samfylkingin er sannur jafnaðarmannaflokkur og hefur lagt mikið til málanna varðandi málefni jafnaðarmanna á Íslandi. Til dæmis hefur verið gert margt í bættum kjörum lífeyrisþega, forledra langveikra barna og margra fleiri undir forystu Samfylkingarinnar. Einnig er verið að vinna að lögum um greiðsluaðlögun í Viðskiptaráðuneytinu.

Safmylkingin hefur hvergi komið nærri því að fórna álverinu á Bakka fyrir álverið í Helguvík. Þvert á móti hafa flestir æðstu menn Safmylkingarinnar sagt að ef velja þyrti milli þessara álvera teldu þeir meiri þörf fyrir álverið á Bakka. Það eiha, umhverfisráðherra gerði var að gera kröfu um faglegt umhverfismat varðandi álvers- og virkjanaframkvæmdir vegna álversins á Bakka. Slíkt hefð í mesta lagi tafið framkvæmdir um eihverja mánuði ef það hefð þá tafið það yfir höfuð. Hvað álverið í Helguvík varðar þá var þegar búið að framkvæma umhverfismat, sem hafði áður verið samþykkt og því ekki stætt á að breyta því eftirá.´

Ástæða þess að búið er að slá framkvæmdum á Bakka á frest er lækkandi álverð og lánsfjárkreppa. Úrskurður umhverfisráðherra um samræmt umhverfismat á þar enga sök á. Í því efni breyrir engu þó bæjarstjóri Húsavíkur hafi verið að ljúga um það í sjónvarpsréttum til að reyna að koma höggi á ráðherra, sem honum líkar ekki. Hann gerir bara lítið úr sjálfum sér með slíkum lygaþvættingi.

Sigurður M Grétarsson, 11.11.2008 kl. 17:10

13 identicon

Sigurður M.

Ég sagði aldrei að Samfylkingin væri ólýðræðislegur flokkur.  Ég sagði hinsvegar að Samfylkingin væri alls ekki jafnaðarmannaflokkur sem búinn væri til úr afgöngum.

Varðandi álverið á Bakka að þó svo að heildstætt umhverfismat eigi að sögn Samfylkingarinnar einungis að valda töfum í 2-3 mánuði, máttu allir vita að um mun lengri töf yrði að ræða.  Mig grunar að Þórunn hafi vonast til að þetta yrði til þess að framkvæmdaaðilar myndu gefast upp á framkvæmdunum, því úrskurður úr svona mati tekur heillangan tíma og kostar mikla fjármuni. 

Gefum okkur að þetta heildstæða umhverfismat yrði jákvætt, og þá munu koma upp kærumál frá óánægðum umhverfissinnum sem tefja málið enn frekar.

En nú hefur Þórunni etv. orðið að ósk sinni.  Óvissa er um Bakka-álverið vegna ástands efnahagsmála, ekki bara hér á landi heldur líka í heiminum öllum.  Helguvíkur álverið slapp hinsvegar í gegn, kjósendum í kjördæmi Þórunnar til mikillar gleði.

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:12

14 identicon

Sigurður M.

Samfylkingin mun ekki gráta það þó ekki rísi álver á Bakka.  Hinsvegar mun Samfó benda á það að þeir hafi jú "viljað" álver á Bakka.  En því miður, sorrý Húsvíkingar.  Við reyndum þó   mun Samfó segja, vitandi það að aldrei stóð hugur máli.

Þetta er dæmigert fyrir umræðustjórnmál Samfó.  Tala og tala um hlutina án þess að koma hlutum í verk. 

Það er eitt að nefna og tala um hlutina þegar hugur stendur kannski ekki að máli.

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:19

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Umhverfisverndarsinnar geta allt eins tafið framkvæmdir, sem fara í tvö aðskilin umhverfismöt rétt eins og framkvæmdir, sem fara í eitt sameiginlegt heildarmat. Það að krefjast sameiginlegs heildarmats er einfaldlega nútíma fagleg vinnubrögð. Verið er að tala um framkvæmd, sem á að standa í áratugi þannig að nokkrir mánuðir til eða frá varðandi framkvæmdatíma skipta engu máli. Þetta snérist því ekki um að stöðva eitt eða neitt heldur aðeins að krefjast faglegra vinnubragða við umhverfismat. Þá fyrst hefði umhverfisráðherra verið að bregðast skyldum sínum hefði hann ekki gert kröfu um slíkt.

Það er ekki í verkahring Samfylkingarinnar eða ríkisstjórnarinnar að byggja álver á Bakka eða neins staðar annars staðar. Það eru álfyrirtæki, sem sjá um það og semja um afhendingu rafmagns við raforkufyritæki. Það voru því engir hlutir, sem til stóð að Safmylkingin gerið en var ekki gert.

Ég held að þau verk, sem Samfylkingin hefur framkvæmt og þá sérstaklega á verksviði Félagsmálaráðuneytisins sýni að Samfylkingin er sannur jafnaðarmannaflokkur hvað, sem Sigurvin segir.

Sigurður M Grétarsson, 11.11.2008 kl. 22:50

16 identicon

Sigurður M. 

Neí, það er ekki í verkahring Samfylkingarinnar eða ríkisstjórnarinnar að byggja álver á Bakka, það er alveg rétt hjá þér.  Hinsvegar geta þessir aðilar greitt götu eða staðið í vegi fyrir því að af slíkum framkvæmdum verði. 

Við erum ekki að tala um töf um nokkra mánuði vegna heildstæða umhverfismatsins sem Þórunn lagði á Bakka-framkvæmdirnar til að sýna umhverfisklærnar eftir að hún drullaði á sig með Helguvíkur-framkvæmdirnar og vatnsverksmiðjuna hans Jóns Ólafssonar í Þorlákshöfn. 

Við erum að tala um tafir um nokkur ár og á meðan geta aðstæður breyst til hins verra eins og nú hefur komið í ljós, þannig að framkvæmdaaðilar missi áhuga á verkefninu um alla framtíð og snúi sér eitthvað annað.  Ennfremur hefur komið í ljós að strangar, flóknar og óskiljanlegar kröfur um umhverfismat hér landi eru farin að standa í vegi fyrir því að áhugasamir forðist að fjárfesta hér á landi.

Við skulum sjá hvort að vatnsverksmiðja á stað eins og Fjarðabyggð verði ekki sett í mjög strangt umhverfismat  samanborið við vatnsverksmiðju Jón Ólafssonar í Ölfusi.

Reglan virðist vera sú að framkvæmdir úti á landsbyggðinni lenda alltaf í mjög ströngu umhverfismatsferlum, heldur en framkvæmdir á SV-horninu.  Get nefnt mörg dæmi um þetta.

Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:46

17 identicon

Og meira Sigurður M.

Þórunn brást skyldum sínum varðandi Helguvíkurálverið, þó svo að hún beri fyrir sig einhverjum lagaflækjum.  Hún gat alveg krafist heildstæðs umhverfismats á því hefði hún viljað.

En Þórunn er klók.  Með því að skipa svo fyrir að krefjast heildstæðs umhverfismats vegna Bakka-álversins, sló hún margar flugur í einu höggi;

  • Hún sýndi að hún er "ábyrg" í umhverfismálum.
  • Hún vinnur umhverfissinar á sitt band = fleiri atkvæði fyrir Smafó
  • Hún vinnur tíma og vonast þar með til að eitthvað óvænt komi upp á á meðna svo að hætt verði við framkvæmdirnar, en þetta hefur nú þegar komið fram.

Þórunn og Samfylkingin eru sem sagt ábyrg hvað varðar Bakkaálverið, ábyrg fyrir því að ekkert mun verður úr framkvæmdum þarna.  

    Sigurvin Þorgilsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:54

    18 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Ekkert skil ég í þér, Páll bloggvinur, að svara ekki mönnum hér, eins og þinn málstaður er góður og málflutningurinn pottþéttur.

    Jón Valur Jensson, 14.11.2008 kl. 02:53

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband