Landsbankinn þjónustar Baug á kostnað almennings

Landsbankinn leyfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að flytja eigur á milli Baugsfélaga í vafasömum tilgangi. Nýi Landsbankinn er í eigu þjóðarinnar og bankinn er því að höndla með opinbert fé. Jón Ásgeir ásamt 20-30 auðmönnum ber ábyrgð á ástandi sem má líkja við þjóðargjaldþrot.

Ríkisbankarnir verða að átta sig á því að þjóðin sættir sig ekki við að auðmönnum sé hyglað. Ríkisbankarnir eiga að fara eftir stífustu reglum um lánafyrirgreiðslu til auðmanna.

Það er ótækt að ríkisbankar leyfi auðmönnum að maka krókinn á kostnað almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mæl manna heilastur, ef eitthvað er á að taka harðar á þessum glæpagengi en almenningi sem ekkert hefur gert til að verðskulda að fótunum sé kippt undan honum og börnum og barnabörnum þess líka. Sumir þeirra ættu að vera á leiðinni í steininn á næstunni ef eitthvað réttlæti er til en ekki að gambla áfram og spila sig sumir jafnvel sem hugsanlega bjargvætti.

Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Bónus hefur verið hælt fyrir lágt vöruverð hvað skyldi varan kosta þegnana þegar hinir Íslensku þegnar  eru búin að borga skuldir þeirra við útlönd. Er þá komið hæðsta vöruverð í verslunum Baugs. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.11.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Heidi Strand

Það verður nóg atvinna í dómskerfinu á næstunni.

Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: nicejerk

Þetta tvöfalda hrun á Íslandi hefði áreiðanlega ekki gerst nema fyrir aulahátt ráðamanna Íslands. Þeir þekktu ekki haus frá sporði í peningamálum. Davíð tryggði sér eftirlitslaust einræði með því að leggja niður Þjóðhagsstofnun áður en hann skipaði sjálfan sig sem Seðlabankastjóra. Það vita allir og er skráð í söguna.

Að hamast á Jón Ásgeir vegna þess að hann fór að lögum, þau siðlaus hafi verið (bæði lög og Jón Ásgeir), þá er ábyrgðin alfarið ráðamanna. Ráðamenn leggja veginn sem ratað er eftir.

Fólk þarf að halda fókus í málunum svo hægt sé að gera lagfæringar á kerfinu en ekki hengja bakara fyrir smið, og halda svo áfram sömu vitleysunni ár eftir ár eftir ár................

nicejerk, 4.11.2008 kl. 21:27

5 identicon


Eigum við AFTUR að láta stjórnmálamenn ákveða hverjir mega kaupa banka eða fjölmiðla. Á Björgvin að úthluta fyrirtækinu til einhvers sem er vel til þess fallin að reka það?
Ég sem hélt að þeim, stjórnmálamönnum, kæmi það ekki við og þeir ættu alls ekki að skipta sér almennt af einkarekstri nema það bryti á bága við Samkeppnislög.

Annars er þetta bráðfyndið. Einkareknir fjölmiðlar ramba allir á barmi gjaldþrots en samt á ríkið að vera vasast í þvi hver á hvað. Helsti ráðgjafi Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, er Páll Magnússon yfirmaður RÚV, sem er með mestu einokunaraðstöðu sem um getur á byggðu bóli og drepur alla raunverulega samkeppni ef hann vill og þegar hann vill (eins og dæmin sanna).

Skrýtið hvað menn eru tilbúnir að gagnrýna Jón Ásgeir og spyrða hann og fyrirtæki hans við Samfylkinguna. Jón Ásgeir hefur margoft lýst því yfir að hann sé Sjálfstæðismaður (faðir hans líka) þó hann þoli ekki Davíð frekar en nær öll þjóðin. Er hann minni Sjálfstæðismaður við það. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálson, er ritstjóri Fréttablaðsins, flaggskips 365! Er það Samfylkingartengingin?

Það má færa mun fleiri og sterkari rök fyrir því, en öllum öðrum tengingum/samsæriskenningum, að Sjálfstæðismenn myndu ná fullkomnri einokun á einkarekna fjölmiðlamarkaðnum ef þessi samruni gengur eftir.

Best er bara að menn viðurkenni það upphátt að þeir vilji bara hafa RÚV og ekkert annað því það hafa þeir gert óbeint hingað til með því að leyfa þeim að spila frítt á auglýsingarmarkaði og hindra hér eðlilegt viðskiptaumhverfi og raunverulega samkeppni.

Socrates (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband