Morgunblaðið samsekt Baugi

Morgunblaðið verður samsekt Baugi ef samningar milli útgáfufélags blaðsins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugi standa. Baugur er samnefnari fyrir misþyrmingu á faglegri fjölmiðlun á Íslandi og útrásarbrjálæðinu í útlöndum. Baugsbankinn Glitnir er þjófkenndur í Noregi. Í vikunni bættist kennitöluflakk á afrekalista Baugs, þegar Jón Ásgeir tók einn snúninginn enn með hlutafélög sín.

Með sameiningu Morgunblaðsins og útgáfudeildar Baugs gerir Morgunblaðið orðspor Baugs að sínu. Traust og trúnaður voru líklega ekki breytur í útreikningum Morgunblaðsmanna þegar þeir gerðu samninginn við Jón Ásgeir.

Það er ekki of seint fyrir Morgunblaðið að rifta samningum við Baugsmiðla. Spurningin er hvort eigendur Morgunblaðsin séu menn til að viðurkenna mistök og leiðrétta þau.


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Páll. Þessi samruni má ekki eiga sér stað. Mogginn glatar þá öllum trúverðugleika og það mun ríða blaðinu að fullu. ÓSkiljanlegt að stjórnendur blaðsins sækist eftir samruna við þetta lygafyrirtæki.

GK (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:45

2 identicon

Þú vilt sem sagt keyra Árvakur og Fréttablaðið í gjaldþrot?

IG (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:01

3 identicon

Jón Ásgeir er snillingur. og þjóðin dýrkar hann og bankarnir líka ,reynið að þá lán ef þið hafið ekki staðið í skilum,en Jóni tekst þetta dag eftir dag maður er tær snilld

ADOLF (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:03

4 identicon

Hvaða sekt ertu að tala um með þessu samsektartali? - Er eitthvað sem hefur verið gert verra en Icesave  og var það ekki Moggavinur þinn Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn hans sem var ábyrgur fyrir því?

- Hvernig getur það annars verið lántakanda að kenna að bankinn lánar honum? Verður ekki bankinn að meta hvort hann getur lánað? - Var Það Baugur sem setti bankana á hausinn? - Er það ekki nær því að vera á hinn veginn - að þrot bankanna er við það að setja Baug á hausinn?

Ég sver það þú ert alvarlega ...

Gunnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

IG,  Árvakur verður hvort sem er gjaldþrota því Fréttablaðið er ókeypis og ef MBL verður afrit af Fréttablaðinu munu allir áskrifendur MBL láta sig hverfa.  
En ef til vill er ÞAÐ takmark "snillingsins".

Það ætti að mynda almenningshlutafélag um Morgunblaðið sem yfirtæki hluti útrásargrísanna - andvirðið mætti renna upp í skuldir þeirra við nýju bankana.  
Verðugt verkefni fyrir Agnesi, hún hefur reynsluna! 

Kolbrún Hilmars, 4.11.2008 kl. 16:22

6 identicon

Kobrún, þú gefur þér það að það geti ekki þrifist tvö blöð hér á landi. Til þess að hægt sé að stofna almenningshlutafélag þá þarf að selja hlutafé. Ef sú leið væri á einhvern hátt raunhæf þá hefðu menn vafalaust gert það.

Agnes Bragadóttir? Hún er rotþró íslenskrar blaðamennsku rétt fyrir ofan DV undir stjórn Mikka og Jónasar. Fréttirnar hennar eru svo litaðar af þeirri agenda sem hún er að keyra áfram að það er hlægilegt.

IG (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:46

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

IG, ég mátti vita að þér þýddi ekki að svara, því tilgangur nafnleysis þíns  virðist vera sá einn að kasta skít að öðrum 
Fæ ég ekki eina slettu líka?

Kolbrún Hilmars, 4.11.2008 kl. 17:06

8 Smámynd: Dunni

Hér hafa fallið stór orð og miklil.

Dáldið merkilegt að Jón Ásgeir er persónugerður sem djöfullinn sjálfur þó hann festi kló sína í alla hina svokölluðu "frjálsu" fjölmiðla.  Jón er á margan hátt klókari refur en flestir aðrir í íslensku viðskiptalífi. Engu að síður er það graf alvarlegt mál þegar allir fjölmiðlar, nema RÚV-ið, eru komnir á eina hönd.  Myndi varla gerast anarstaðar í heiminum.

Stjórnvöld geta sjálfum sér um kennt eftir að hafa samið fjölmiðlafrumvarp sem engin vitiborinn maður gat hugsað sér að yrði að lögum. 

Hæfileikar Agnes Bragadóttir sem rannsóknarblaðakonu nægja ekki til að gera fjölmiðlaeinokunni skil.  Til þess er hún alltof einhæf og kynnir sér málin oftast bara úr einni átt en ekki fjórum. 

Annars hef ég engar áhyggjur af þessu.  Samkeppnisráð tekur í taumana. Annað er ekki hægt.

Dunni, 4.11.2008 kl. 19:26

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr kæri Páll. Þessi samruni má ekki verða. Tek undir hvert orð þitt hér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.11.2008 kl. 20:02

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Smá árétting:  Vísun mín í Agnesi var vegna árangurs hennar í almennri hlutafjársöfnun vegna Símans hér um árið.  Eru allir búnir að gleyma því?

Kolbrún Hilmars, 5.11.2008 kl. 00:45

11 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég vil nú benda á að ein hugsunin á bak við þetta er að ef einn aðili á meiri hluta fjölmiðla í landinu, kann sá aðili að hafa ansi mikil áhrif á hvað er birt og hvað ekki.  Þannig getur sá aðili snilldarlega komið í veg fyrir meiðyrdi í sinn garð.  Sá sem lætur sér detta það í hug missir vinnuna og fær hvergi annars staðar vinnu á fjölmiðlavettvanginum... Er þetta ekki valdbeiting???

 Þetta er jú aðal ástæðan trúi ég fyrir áhuga Jóns Ásgeirs á því að kaupa þessa fjölmiðla. Hann fer eins langt og hann kemst.  Hann verður að stoppa á einhvern hátt.  Nóg er nú samt búið að ganga á í kring um hann.  Svo tekst honum meira að segja að heilaþvo allt of marga landsmenn.

Burt með Jón Áskeri...

Kolbrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband