ESB-aðild í viðtengingarhætti

Viðskiptalífið er í yfirgír að afsaka klúðrið sem leiddi til bankahrunsins. Bankastjórar segir Íslendinga hafa verið á neyslufylleríi og bankarnir í mesta lagi verið meðvirkir. Aðferðin er þekkt úr heimi áfengissjúklinga. Það er öllum öðrum en mér að kenna að ég drekk frá mér ráð og rænu; konan er leiðinleg, börnin vilja ekki tala við mig; vinnan er stressandi; ég átti bágt í æsku.

Áróðursdeildir bankanna eru enn starfandi og skreyta sig áfram með nafninu greiningadeildir. Glitnir greining tekur undir málflutning bankastjóranna föllnu og segir að ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og haft evru hefðum við ekki lent í bankahruni.

Hmmm. Hvað með ef við hefðum ekki selt bankana í hendur fjárglæframanna? Hvað með ef við  hefðu ekki stofnað til lýðveldis 1944? Væri þá allt í góðu lagi?

Í viðtengingarhætti þátíðar er hægt að búa til forsendur sem gefa hvaða niðurstöðu sem er: Ef miðaldra áfengissjúklingurinn hefði ekki fengið messuvín við fermingu væri hann kannski nýtur þjóðfélagsþegn.

Greining Glitnis ætti kannski að íhuga meðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rýnir

Sæll Páll,

Hvernig er það annars, þurfa bankar í eigu ríkisins að hafa greiningardeildir? Eru þessar blessuðu deildir ekki búnar að gera "nóg" (hver og enn má skilja þetta á sinn hátt).

Já, það er annars óhætt að segja að mikið af útskýringum upp á síðkastið eru byggðar upp með viðtengingarhætti. Hann er kannski aðeins of mikið notaður... Ef við bara hefðum betri skýringar...

Góðar kveðjur,

Rýnir, 27.10.2008 kl. 22:48

2 identicon

Ætli fólk viti almennt hvað er viðtengingarháttur?

Þó er hann mikið notaður af spádeildum banka og ótæpilega notaður af mörgum fréttamönnum, þessum vörðum lýðræðisins sem hafa tekið að sér að móta skoðanir fólks til fylgilags við kratana hversu galnar sem þær eru.

Ætli það mundi og ætli það sé

átján höfuð á einu fé.

Ætli það sé og ætli það mundi

átján höfuð á einum hundi. 

101 (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband