Hugleysi ESB-sinna

Pólitískt hugleysi er sameiginlegt einkenni margra þeirra sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Heigulshátturinn kemur fram í því að þeir þora ekki að setja fram samningsmarkmið Íslands í mögulegum aðildarviðræðum. Samfylkingin hefur í áravís klifað á því að það eigi að skilgreina samningsmarkmiðin en aldrei komið sér að því verki.

Núna bætist við Valgerðarbrot Framsóknarflokksins sem í ályktun um helgina segir að:

„Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu skal nú þegar hafinn undirbúningur, samningsmarkmið skilgreind og síðan farið í samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið."

Samningsmarkmið eru aðeins pólitísk yfirlýsing um hverju við viljum ná fram í aðildarviðræðum. Samfylkingin hefur ekki enn ropað upp samningsmarkmiðum sínum. Þessi sami flokkur jagast á því að umræða þurfi að fara fram. Núna þegar Valgerðarbrotið bætist við hljóta þessir áköfustu talsmenn aðildar að geta sagt upphátt hver samningsmarkmið okkar eigi að vera.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Samningsmarkmið hlýtur meðal annars að vera að fá aðgang að evrunni sem allra fyrst. Allt annað er aukaatriði. Það verður að teljast fullreynt að útilokað er að halda uppi nútíma samfélagi með ónothæfum gjaldmiðli.

Ef ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum ná ekki að skilja þetta, verða kjósendur Sjálfstæðisflokksins eins og ég til þessa, að snúa sér annað, t.d. til Samfylkingarinnar.

Ekki það að ég sé endilega sáttur við annað í stefnu Samfylkingarinnar eða ESB að öllu leyti. Nothæfur gjaldmiðill er hins vegar slíkt grundvallaratriði að allt annað hlýtur að víkja þangað til að búið er að leysa það.

Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega brugðist í efnahagsmálum. Ef hún ætlar til viðbótar að halda áfram að þrjóskast við að halda í krónuna er henni ekki viðbjargandi.

Finnur Hrafn Jónsson, 26.10.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Tori

Loksins eitthvað af viti, hver eru samningsmarkmiðin? Vonandi nærðu umræðunni á vitrænt plan.

Tori, 27.10.2008 kl. 00:51

3 identicon

Af hverju erum við alltaf að blanda saman umræðu um gjaldmiðilinn okkar og peningamálastefnu og ESB aðild?

Það er hægt að taka upp gullfót aftur þá fáum stöðugan gjaldmiðil og þurfum ekki Evruna. Það má líka ganga í ríkjasamband í Norður Ameríku og taka upp Dollara. Við höldum þá í það minnsta einhverri sjálfsstjórn annað en innan ESB.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 03:58

4 identicon

Heyr heyr!

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:55

5 Smámynd: Liberal

"Samningsmarkmið hlýtur meðal annars að vera að fá aðgang að evrunni sem allra fyrst. Allt annað er aukaatriði."  Segir Finnur.

Finnur vill sem sagt fara til Brussel og segja: "Hey, ef þið leyfið okkur að nota evruna þá megið þið gera og taka það sem þið viljið, ok?"

Ég er hræddur um að þessi ummæli Finns, gáfuleg eins og þau eru, séu viðhorf margra ESB klappstýra sem sjá báknið í Brussel sem fyrirheitna landið.  Finnur telur líklegast að það sé engin kreppa í ESB, þar sé allt í himnalagi.  Og að þar sé bara svo gott fólk að það muni verða einstaklega sanngjarnt þegar kemur að samningsmarkmiðum ESB, að þau muni aldrei fara fram á neitt (eða hirða þar sem Finnur vill ekki standa í vegi fyrir neinum kröfum svo fremi að hann fái evruna) sem komi okkur illa.

Bravó, Finnur.  Gefum þér eitt gott klapp.

Enn og aftur, krónan er ekki vandamál, krónan er mælikvarði.  Þau grundvallarvandamál sem eru í efnahagslífinu og stafa fyrst og fremst af vanhugsaðri eyðsluhvöt í anda kratisma valda því að svo er komið fyrir okkur.  Þetta er ekki ósvipað því að Finnur væri lágvaxinn maður og legði því fram að metrakerfið yrði aflagt og tekið upp mælikerfi byggt á fetum og tommum, því það kæmi sér betur fyrir hann.   

Liberal, 27.10.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Tori

"Allt annað er aukaatriði" Hvaða rugl er þetta? Við skulum nú róa okkur og fá menn til að koma með samningamarkmiðin, þannig að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Eða er það málið að þau megi ekki sjást. Má ekki líka ræða aðra möguleika en ESB?

Tori, 27.10.2008 kl. 10:43

7 identicon

Finni Hrafni skal bent á að 50% af útflutningstekjum Íslendinga (já, ESB lönd þurfa líka að borga fyrir aðfluttar vörur) eru af útflutningi sjávarafurða.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Framsóknarmenn unnu skýrslu um væntanleg samningsmarkmið fyrir 2 árum og heimavinnan er klár á þeim bænum.

G. Valdimar Valdemarsson, 27.10.2008 kl. 12:41

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Já, krónan er mælikvarði, en einstaklega lélegur mælikvarði á verðmæti. Þetta er eins og nota metra sem lengdareiningu sem hefði þann eiginleika að sveiflast til um +/- 70%. Ímynda má sér að hægt væri að hanna mannvirki með slíkum metra en það veldur augljóslega miklum erfiðleikum og kostnaði.

Varðandi sjávarútveginn; þar sem ákveðið var að gefa útgerðarmönnum arðinn af auðlindinni má flestum Íslendingum vera sama hvort hluti af forræði í sjávarútvegi færist til Brussel.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.10.2008 kl. 12:41

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hrokinn í þér Páll er yfirgengilegur. Með ofstopa gagnvart þeim sem af fyrirhyggju hafa viljað leita samninga við ESB hefur svona málflutningur eins og þinn komið okkur í þá stöðu sem við nú erum í.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.10.2008 kl. 14:23

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

The Telegraph 27. október 2008

European countries to merge into 'West European Republic', Lord Tebbit says

Íslenska: Samruni Evrópulanda í nýja Vestur Evrópska lýðveldið

"In short the euro was exposed as a single currency with 15 Chancellors of the Exchequer and 15 Treasuries.

"In the long run there can only be one Chancellor, one Treasury, one tax system, one economic policy for any one currency – and that means one Government and one state."

Og svo halda sumir á Íslandi ennþá að Evrópusambandið sé mynt og að myntin sé hagstjórnartæki. Haha hahha hah. Þetta er alveg ótrúlegt! Evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri, hún lemur ESB saman í eitt ríki eins og lord Tebbit svo réttilega kemur auga á þarna í greininni að ofan. Annað hvort rætast ummæli Tebbit eða þá að Evrópusambandið fer á hausinn og brotnar upp. Því eins og er þá virkar það alls ekki og þegnar þess eru orðnir þreyttir og lúnir á hinu háa atvinnuleysi átatugum saman og næstum engum efnahagslegum ávinningi að verunni í ESB. Þetta er því miður laskað bandalag og samfélag sem getur ekki séð þegnum sínum fyrir lífvænlegum kjörum, átatugum saman.

Það eru 16,980 lög og reglugerðir við lýði frá ESB í Bretlandi í dag. Á síðasta ári fjölgaði þeim um 2.000. Danir hafa nú áttað sig á að ESB ræður mestu í Danmörku, ekki þing Dana, Folketinget. Andstaðan við ESB eykst því mikið í Danmörku.

Berlingske 25. september 2008: Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark

Samtök skattgreiðenda í Bretlandi: EU regulation increasing at record rate

Evrópusambandið er ekki mynt. Það er nýtt ríki í smíðum

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2008 kl. 19:15

12 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru lyga-hræðslu-áróðursmenn víðar en stöku íslendingar í Danmörku og á Íslandi.

Það er kristaltært að það er enginn áhugi og mikil andstaða meðal almennings í öllum ESB-löndunum fyrir öllum hugmyndum um myndun ríkjabandalags - og það þarf ekki andstöðu nema eins ríkis til að geti aldrei orðið að veruleika - og allar þjóðinar eru hugmyndinn andvígar.

Þetta er því svo fráleitlega fjarlæg hugmynd sem á ekki fræðilegan möguleika að verða að veruleika í fyrirsjáanlegri framtíð - og þá aldrei nema með samþykki allra þjóðanna -samþykki allra á einhverju sem engin þeirra myndi samþykja. Hvaða áhuga halda menn að Frakkar hafi á að vera ekki áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð? - alls engan, eða Bretar? eða Danir? eða Svíar? eða Írar? eða Þjóðverjar? ....

ESB er samband sjálfstæðra og fullvalda Evrópuþjóða sem allar vilja stoltar að svo sé áfram og verða það því um ókomna tíð.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.10.2008 kl. 04:50

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Stærstur hluti laga og reglna ESB eru samræmingar-pappírar sem lúta að hlutum eins og stöðulum og skyldum fyrirbærm en það getur t.d. verið hentugt að skrúfur hafi staðlaðan skrúfugang fermur en sitt hvern frá hverjum framleiðanda

Helgi Jóhann Hauksson, 28.10.2008 kl. 04:54

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er kristaltært að það er enginn áhugi og mikil andstaða meðal almennings í öllum ESB-löndunum fyrir öllum hugmyndum um myndun ríkjabandalags - og það þarf ekki andstöðu nema eins ríkis til að geti aldrei orðið að veruleika - og allar þjóðinar eru hugmyndinn andvígar.

Helgi:

Ríkin eru búin að samþykkja nýju stjórnarskránna, flest þeirra, en bara án þess að spyrja þegnana um leyfi. Þegnarnir hafa ekkert fengið að segja um þetta. Svo hvar ætti andstaðan að berast stjórnmálamönnum til eyrna? - eða embættismönnum sem enginn kaus, og sem ekki þurfa að svara til ábyrgðar neinsstaðar?

Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter mælti með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Ég hlustaði sjálfur á hann því þá var ég ESB-sinni (og var það fram til ca. ársins 1997). Hann gerði það með slagorðinu "Sambandið er steindautt" (danska.: "unionen er stendød"). Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir því að það væri verið að lokka þá inn í eitthvað sem væri hægt að kalla the European Union inni í framtíðinni eða sem gæti endað með "Evrópusambandinu". Þessi fullvissa Poul Schlüters gerði það að verkum að Dönum var rórra í huga og rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast til að kjósa "já" með 52% meirihluta. 43,8% kusu "nei".

Poul Schlüter settist svo á þing sem þingmaður í þingi þessa Evrópusambands árið 1994. Já, á þing þess Evrópusambandsins sem hann fullvissaði Dani um að væri stendautt og einnig steindautt sem "hugsun" þarna árið 1986. Einmitt þegar Danir óttuðust sambands-hugmyndina meira en allt annað. Þetta tók aðeins 10 ár.

Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum. Kjósa um það sem búið er að gera í leyfisleysi en sem ekki er hægt að vinda ofan af. Það er aldrei meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bakann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn.

Svo koma sárindin, eins og til dæmis þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu. ESB-sérfæðingur Berlingske gerði svo greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku: Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark

ESB er eignilega sjúkdómur og margir kalla hann: Eurosclerosis

Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 08:03

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar,  þú segir að samkvæmt Berlingske ráði ESB mestu í Danmörku - Munurinn á okkur og þeim er þó sá að Danmörk er aðili að þeim ákvörðunum sem aðili að ESB. En ESB ræður nánast eins miklu hjá okkur og Dönum þar sem við erum aðilar að EES nema við eigum enga aðild að ákvörðunum ESB. Þannig að sé staðhæfingin rétt sem ég veit ekki þá eru það enn frekari rök fyrir aðild okkar að ESB og þar með aðild að ákvörðnum um okkar mál en ekki rök gegn þeim. Í ofanálag jafnvel ef við værum utan bæði ESB og EES réði ESB í reynd gríðlega miklu hjá okkur með reglum og kröfum á svið framleiðslu, innflutnings og viðskipta sem við gætum ekki annað en uppfyllt.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband