Málfrelsi og múslímar

Múslímar kunna að meta vestræna velmegun og þess vegna flykkjast þeir hingað. Aftur eru þeir ekki hugfangnir af ýmsum þeim gildum sem Vesturlandabúar ganga að vísum. Tjáningarfrelsi er eitt þeirra og múslímar virðast staðráðnir í að hnekkja málfrelsi eins og það er tíðkað í okkar heimshluta.

Á yfirborðinu krefjast múslímar þess að spámanninum sem trúarbrögð þeirra eru kennd við sé sýnd sú tillitssemi að birta ekki af honum mynd opinberlega, hvað þá skopmynd. Í reynd er krafa múslíma að þeirra gildi skuli ríkja en þau vestrænu víkja.

Með þeim fyrirvara að múslímar tala ekki einum rómi, ekki fremur en Vesturlandabúar, verður að setja ritskoðunaráráttu þeirra samhengi við togstreituna sem er á milli þessara tveggja menningarheima.

Með því að bera fram kröfu um ritskoðun á götum og torgum Vesturlanda færa múslímar víglínuna frá heimahögunum, þar sem þeir streitast gegn vestrænum áhrifum með misjöfnum árangri, yfir í okkar heimshluta.

Viðspyrnan sem múslímar hafa fyrir kröfu sinni er pólitískur rétttrúnaður en rætur hans liggja í tískufyrirbrigðinu sem oft er kallað fjölmenningarsamfélagið. Það samfélag er hvergi til en lifir sem hugmynd. Í nafni hugmyndarinnar er blátt bann lagt við mismunun menningarheima og innflytjendur til Vesturlanda eru hvattir til að rækta eigin menningarkima í nýjum heimkynnum.

Gagnólík afstaða múslíma og Vesturlandabúa til málfrelsis er staðfesting á þeim augljósu sannindum að menningarheimar geta aðeins verið jafnir hver í sínum heimkynnum. Á Vesturlöndum á að ríkja vestræn menning, í löndum múslíma múslímsk menning. Innflytjendur í hvorum menningarheimi lagi sig að aðstæðum. Tiltölulega einfalt.


mbl.is Svíar kallaðir á teppið í Pakistan vegna skopmynda af Múhameð spámanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Geirdal

Sammála þér, innflytjendur skulu aðlagast okkar menningu og láta sín gildi víkja ef þau vilja búa hér og nóta okkar kjara. Eins þyrftum við að gera ef öfugt skyldi með mál vera farið ...

En einnig verður að passa finnst mér að dreifa innflytjendum jafnt, það býr til fordóma að hafa meirihluta barna af öðrum uppruna í tvemur skólum... það þarf að dreifa þessu...

Bara bæta við pointi  

Unnar Geirdal, 31.8.2007 kl. 00:51

2 identicon

Við erum nú samt stundum hræsnarar þegar kemur að þessu fólki...

T.d. erum við riddarar frelsis þegar kemur að skopmyndinni/tjáningarfrelsi en svo er ekkert mál að banna slæðuna ef okkur hentar... er klæðnaður ekki hluti af tjáningu? Er það ekki eðlilegt "vestrænt frelsi" að fá að stjórna eigin klæðaburði? 

Geiri (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ekki ef í þessu tilfelli ákveðinn klæðnaður er oftar en ekki notaður til kúgunar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 09:58

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Páll en gættu að þér. Ég var kallaður rasisti af talsmönnum fjölmenningarsamfélagsins fyrir að benda á þessar staðreyndir og segja að ég vildi ekki fá öfgafulla Islamista til landsins. Það er hins vegar ekki rasismi eða hefur með að gera virðingu eða virðingarleysi fyrir trúarbrögðum að krefjast þess að grunnmannréttindi eins og tjáningarfrelsi sé haft í heiðri og ákveðnum þjóðfélagshópum sé ekki sýnd lítilsvirðing eins og Íslamistarnir gera t.d. gagnvart samkynhneigðum.

Jón Magnússon, 31.8.2007 kl. 10:52

5 identicon

Það er sko alls ekki sjálfsagt að vesturlandabúar virði, eða vilji málfrelsi og allra síst Íslendingar. Ég á mjög bágt með að sannfæra fólk um að 95. og 125. grein laga númer 19/1940 standist stjórnarskrá og séu raunverulega landslög. Þess má geta að 125. gr. lagga 19/1940 bannar NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM GERÐIST Í DANMÖRKU, alveg NÁKVÆMLEGA! Það er BANNAÐ að gera á Íslandi það sem gerðist í Danmörku, ókei? Höfum þetta á hreinnu, og fjarlægjum bjálkann úr eigin auga áður en við fjarlægjum flísina í auga bróður okkar.

Jón Magnússon: Fyrst þú ert svona hlynntur málfrelsi, þá ætlast ég til þess af þér á Alþingi að endurskoða 73. grein laga 33/1944 (stjórnarskráin) sem beinlínis heimila hinu opinbera að banna að segja meira eða minna hvað sem er samkvæmt 3. málsgrein. Ef þú átt bágt með að trúa því að þessi lög (95. og 125. gr 19/1940) standist málfrelsisgreinina, bendi ég á hæstaréttarmál 16/1984 (Spegilsmálið svokallaða), þar sem 125. gr. laga 19/1940 var óbreytt fyrir utan refsiákvæðið og 73. grein var nákvæmlega eins. Og þetta var hæstiréttur, hann staðfesti að yfirvöld mega banna fólki að drulla yfir trúarbrögð annarra, og það ER bannað á Íslandi.

Eina réttlætingin fyrir þessum lögum er sú að þeim er aldrei framfylgt, og ég segi nú bara... Guði sé lof að íslenskum lögum sé ekki framfylgt að neinu verulegu leyti. Megi framkvæmdavaldið áfram vera jafn gjörsamlega óhæft og sinnulaust og það er, því hinn möguleikinn er gaddem fasismi.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:12

6 identicon

Mín skoðun er sú að banna slæður sem muslimskar konur bera, (burkha) ekki það að slæðuburður sé eitthvað vandamál hér á Íslandi, en ég tel að við ættum að fara að fordæmi t.d. frakka. mesta hættan að ég tel á vestrænt samfélag og vestræn gildi er ekki hryðjuverka ógn heldur öfgamenn þá helst úr röðum muslima sem reyna að hafa áhrif á okkar samfélag t.d eins og Páll segir varðandi ritfrelsi, og já; Sá einstaklingur á að aðlaga sig að því þjófélagi sem hann flytur til. 'eg bjó meðal annars 1 ár í Yemen og reyndi ég eftir mætti að aðlaga mig varðandi klæðaburð og annað 

Arnbjörn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:18

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Dæmi eru um að hryðjuverkamenn hafi smyglað sér inn í lönd á fölskum forsendum íklæddir burkha. Landamæraverðir hafa oft ekki kunnað við að óska eftir að sjá framan í viðkomandi til að sannreyna að viðkomandi væri raunverulega kvenkyns eigandi vegabréfsins sem hann hefur framvísað.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 11:38

8 identicon

Því miður hefur málfrelsi verið á gríðarlegu undanhaldi á síðustu árum og hefur stríðið gegn hryðjuverkum átt einhvern stærstann þátt í því ástandi sem tildæmis er orðið í Bandaríkjunum, en þar er búið að banna fólki að mótmæla á fjölda staða og þess í stað búið að koma upp svokölluðum „freedom of speech zones“, en það eru afmörkuð svæði þar sem fólk má mótmæla og að sjálfsögðu er passað vel uppá að það sé hvergi nálægt neinu sem fólk gæti mögulega viljað mótmæla. Sem dæmi um þetta er búið að banna málfrelsi í einhverra mílna radíus í kringum Crawford í Texas þar sem þeirra lýðræðislega ókjörni forseti býr.

Við hér í Evrópu urðum öll vitni að hysteríuni í kringum skopmyndamálið. Þar sannaðist í eitt skipti fyrir öll að öfgasinnaðir múslimar lifa eftir lögmálinu „live and let die“ og það virðist enn þann dag í dag virka alveg ótrúlega vel að passa uppá að almúginn sé illa upplýstur, því þá er alltaf jafn auðvellt að ljúga hann fullann og fá hann með sér í hvaða fasisma bull sem er. Það að fela fasisma á bakvið trúarbrögð er ein af elstu brellunum í bókinni og að þessir „liberal“ stjórnmálamenn okkar hérna á vesturlöndum þykist virkilega vita betur þykir mér hreinlega ótrúlegra en nokkur sannleikur.

Svona rétt áður en að ég verð upphrópaður rasisti af pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni, vil ég minna á að orðið „rasisti“ er orð yfir þá sem fyrirlíta aðra fyrir líffræðilegann uppruna þeirra og hefur ekkert að gera með það að vera lítið hrifinn af því að hella þeirra kúltúr yfir okkar.
Góðar stundir.


Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 15:13

9 identicon

Eru menn hér ekki að rugla saman slæðu og blæju?

helga (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:06

10 Smámynd: halkatla

ég er sammála greininni og kommenti Laissez-Faire
 

halkatla, 31.8.2007 kl. 19:08

11 identicon

Það getur vel verið að sumar konur séu neyddar til þess að bera slæðuna, en það á alls ekki við í öllum tilfellum. Fjöldi kvenna kjósa það. Við erum miklir fulltrúar frelsis hér á vesturlöndum, meðal annars trúfrelsi og tjáningarfrelsi. Það að banna trúarklæðnað er brot á báðum. 

Svona lög eru engin lausn, þjóna engum öðrum tilgangi heldur en það að við hin þurfum ekki að horfa á þessar konur. Haldið þið að fjölskyldumeðlimir fari bara að breyta siðferði eða trú með slíkri lagasetningu? Nei þeir munu bara kúga konurnar meira en áður, annað hvort flytja með þær aftur til heimalandsins eða halda þeim inni á heimilinu. í Frakklandi hafa margar konur þurft að hætta námi eftir að nýju lögin tóku gildi. 

Auðvitað eiga allir íbúar landsins að fara eftir lögum, en það þýðir ekki að við eigum að setja endalaus lög sem þjóna engu öðru en að stjórna trú eða siðferði fólks. Ætlum við að nota innflutning fólks til þess að afsaka fasisma? 

Geiri (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:15

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég tel að þessir múslímar sem mótmæla teiknimyndum (ég er ekki að tala um alla) séu fullkomlega heilaþvegnir og konur sem hlíða mönnum sínum í öllu og fela sig í dúk þjáist af Stockholm Syndrome.  

Laissez-Faire, Ég er 100% sammála þér!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband