Samfylkingin er áfram upphlaupsflokkur

Össur Skarphéðinsson ætlar að endurskoða vatnalög, sem voru samþykkt eftir þref á liðnum vetri. Þingmaður Samfylkingar vill farga krónunni sem fyrst og samfylkingarmaðurinn í stól viðskiptaráðherra er tilbúinn að verða við þeirri kröfu. Það stefnir í fjörugan stjórnmálavetur þar sem Samfylkingin er ekki búin að gera upp við sig hvort flokkurinn ætli að vera sami upphlaupsflokkurinn og hann hefur verið eða ábyrgur stjórnarflokkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og samt eru aðalupphlaupsmennirnir farnir annað  hvernig má það þá vera ????

Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Sjaldan er ég sammála Össuri en ég verð að segja að í þeim vatnalögum sem umræðir gekk Sjálfstæðisflokkurinn of langt í að troða á rétti almennings til þess að eiga aðgang að auðlindum þjóðarinnar.  Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þeir þingmenn sem samþykktu umrædd lög séu skaðabótaskyldir gagnvart þjóðinni það er hvort við getum eftir 1. nóvember höfðað fjöldamál á hefur þeim (persónulega) til greiðslu skaðabóta fyrir þann rétt sem þeir tóku af þjóðinni?  (væru 200 milljarðar evra ekki nokkuð nærri lagi) 

Einar Þór Strand, 31.8.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband