Fjöldamorðin og Sameinuðu þjóðirnar

Starfsmenn stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, eru grunaðir um aðild að fjöldamorðum Hamas í Ísrael 7. október. Um 1200 manns voru skotin á færi, brennd og afhöfðuð, þar á meðal börn, konur og aldraðir. Hamas tók einnig um 200 gísla.

Fjöldamorðin 7. október eru villimennskan uppmáluð. Hamas sendi morðsveitir gagngert til að myrða saklausa. Aðild starfsmanna UN­RWA og Sameinuðu þjóðanna að fjöldamorðunum kallar á ítarlega rannsókn. Tólf starfsmenn UNRWA eru grunaðir um aðild. Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa fryst greiðslur til Palestínuhjálparinnar. Nú líka Ísland.

UN­RWA er sérstök stofnun sem undirstrikar forréttindastöðu Palestínuaraba. Stofnunin verður til 1949 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Engir aðrir flóttamenn í heiminum hafa sérstaka alþjóðlega stofnun til að sjá um þarfir sínar.

UN­RWA segir á heimasíðu sinni að þeir Palestínuarabar sem misstu heimili sín 1948, já fyrir 75 árum, séu flóttamenn ,,sem og afkomendur karlkyns flóttamanna frá 1948 og löglega ættleidd börn þeirra." (Innan sviga: hvers eiga mæðurnar að gjalda?).

Árið 1948 var fyrsta stríð nýstofnaðs Ísraelsríkis. Ísraelar höfðu samþykkt skiptingu lands milli gyðinga og araba. En arabaheimurinn í miðausturlöndum hafnaði skiptingunni. Í framhaldi brutust út stríðsátök.

Nú liggur í augum uppi að flestir sem komnir voru til vits og ára 1948 eru látnir. En afkomendur þeirra karla sem glötuðu heimilum sínum 1948 eru enn flóttamenn, samkvæmt skilgreiningu Palestínuhjálparinnar, UNRWA. Enda reka Hamas menn á Gasa-ströndinni flóttamannabúðir í þessu skyni. Þangað streymir frá frá Sameinuðu þjóðunum, þar sem Ísland greiðir sinn hluta.

Frá 1948 eru ógrynni flóttamanna í heiminum, taldir í tugum ef ekki hundruðum milljóna. Enginn fær viðlíka þjónustu Sameinuðu þjóðanna og Palestínuarabar. Hver gæti ástæðan verið? Jú, hún liggur í augum uppi. Á meðan til eru flóttamenn sem í marga ættliði gera kröfu um ísraelskt land er haldið á lofti þeirri kröfu Hamas að Ísraelsríki skuli útrýmt. UNRWA viðheldur ófriðnum milli Ísraela og araba.

Þegar sterkar vísbendingar eru um að starfsmenn flóttamannahjálpar Palestínuaraba, UNRWA, áttu aðild að mestu fjöldamorðum á gyðingum síðan á tímum helfararinnar ættu þjóðir heims að staldra við. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sýnir gott fordæmi með því að frysta greiðslur til UNRWA. Siðmenntaðar þjóðir eiga ekki að fjármagna villimennsku.


mbl.is Frysta greiðslur til UNRWA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Slegið hefur verið upp í fréttum að Noregur muni halda áfram með sinn stuðning til UNRWA sem reyndar veltir 3,5 biljónum dollara á ári
Minnir mann á þegar Talíbanar fóru á einkaþotum til Noregs til að sækja "sitt" þróunaraðstoðarfé frá norska ríkinu
Flestum fannst nú augljóst að fé sent til Afganistan færi til að viðhalda kúgun Taíbana en þeirra forystumenn hafa aldrei liðið neinn skort frekar en forystumenn Hamas
Gæti verið mynd af 9 manns og skegg

Grímur Kjartansson, 28.1.2024 kl. 09:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ísraelar hafa lengi vænt starfsmenn UNRWA um að styðja við Hamaslíða. Leyft m.a.afnot af sjúkrabílum til flutnings vopna. Og þ.s. UNRWA rekur mest allt skólakerfið og sjúkrahús þarf engan að undra að grunur leiki á að þar fari eitt og annað misjafnt fram. En Hamas hefur öfluga áróðursvél og kann að nota hana. 

Ragnhildur Kolka, 28.1.2024 kl. 10:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ísraelar hafa löngum átt snjalla leyniþjónustu,þess vegna hlaut eitthvað mjög óvanalega djöfullegt að vera með í þessum 7.okt losta.                             

  Sá í nov. og des.(2 í Jan) sérlega áhugaverða frásögn Snorra Óskarssonar í Omega. Vísar sterklega til nútímans.  

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2024 kl. 12:53

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Varðandi snild leyniþjónustu Ísraela, þ.e.a.s. Mossad, þá vek ég líka athygli á ítarlegum færslum Arnars Sverrissonar hér á blogginu um málefnið, stutt nákvæmum heimildalista.

Jónatan Karlsson, 28.1.2024 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband