Bágt siðvit og faglegt þrot Sigríðar Daggar

Formanni Blaðamannafélags Íslands og fréttamanni RÚV, nú í ótímabundnu leyfi, Sigríði Dögg Auðunsdóttir, er íslenska heilbrigðiskerfið umhugað. Tvisvar á síðustu árum kemur Sigríður Dögg fram undir nafni og krefst betri heilbrigðisþjónustu. Þess á milli svíkur hún undan skatti, borgar ekki sinn hluta til samneyslunnar sem fjármagnar heilbrigðiskerfið.

Fyrra tilvikið er grein formanns Blaðamannafélagsins í Vísi 1. nóvember 2014. Sigríður Dögg spyr í fyrirsögn, Viljum við annars flokks heilbrigðiþjónustu?  Lykilefnisgrein:

Ég styð læknana. Ég vil að við borgum samkeppnishæf laun hér á landi. Aðeins þannig er von til þess að nýútskrifuðu sérfræðingarnir okkar snúi heim eftir nám og læknarnir sem þegar eru hér fari ekki annað. Ég styð baráttuna fyrir nýjum spítala og er tilbúin að fórna ýmsu svo hann geti risið.

Seinni innkoma Sigríðar Daggar í umræðuna um heilbrigðiskerfið er í fyrrasumar, 2023. Í DV gagnrýnir hún stöðu heilbrigðismála:

bráðamóttakan ræður ekki við að veita þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins.

Þarfir samfélagsins eru formanni Blaðamannafélagsins ofarlega í huga, vel að merkja þegar hún og hennar þurfa á þjónustu að halda. Á milli þess sem Sigríður Dögg skrifaði greinina í Vísi árið 2014 og fréttarinnar í DV 2023 rak hún víðtæka Airbnb-útleigu. Hún gaf tekjurnar, um 100 milljónir króna, ekki upp til skatts. Á mannamáli kallast undanskotin meiriháttar skattsvik.

Siðferði formanns Blaðamannafélags Íslands og fréttamanns RÚV í leyfi er eftirfarandi. Ég vil fá opinbera þjónustu en ekki borga skattana sem halda uppi þjónustunni. En aðrir eiga að borga skatta sína og skyldur, bara ekki ég.

Gerir Sigríður Dögg grein fyrir skattsvikunum eftir að upp komst um þau síðast liðið sumar? Nei, formaður Blaðamannafélags Íslands segir lögbrotin engum koma við.  

Í samtali við Mannlíf fyrir tveim dögum eru skilaboðin ótvíræð: mín skattsvik eru mitt einkamál. Formaðurinn segir

finnst mér ég ekki bera nein skylda til þess að veita upplýsingar um mín persónulegu fjármál.

Tvöfalt siðgæði og faglegt þrot formanns Blaðamannafélags Íslands er ekki hægt að orða betur. Skattsvik eru samfélagsmál, ekki einkamál. Af þeirri ástæðu eru undanskot frá skatti einatt og iðulega fréttaefni. Að oddviti íslenskra blaðamanna skuli ekki vera betur að sér er öðrum þræði hlægilegt en hinum þræðinum harmleikur.  

Stuðningslið formannsins reiðir siðvitið ekki í þverpokum. Fagþekking er á leikskólastigi. Skopharmleikur heillar starfsstéttar er sýndur á aðalsviði þjóðmálaumræðunnar, fjölmiðlum. Sigríður Dögg er í báðum aðalhlutverkum, sem formaður og framkvæmdastjóri blaðamanna.


mbl.is Segja ummæli Hjálmars „opinbera“ trúnaðarbrestinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Merkilegt að félagsmenn skuli ekki taka í taumana. Þau leggja mannorð heillar stéttar í rúst með framferði sínu. Nema að það sé svona sem blaðamenn vilji vinna, eins og þau. Hver er tilgangurinn að yfirtaka stéttarfélag, velti því fyrir mér. Jú, siðareglurnar voru sniðnar að þeirra þörfum. Er eitthvað meira undir?

Helga Dögg Sverrisdóttir, 13.1.2024 kl. 10:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hef vanist því frá hruni að viðurlög séu nokkur/engin þegar hverskonar auðgunarlagabrot eru framin; Ath. hvort þetta funkerar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2024 kl. 12:03

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Minnir á örlagasögu sem endaði illa

Falla vötn öll til Dýrafjarðar

Grímur Kjartansson, 13.1.2024 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband