Hælisþingmenn

Þrír lögfræðingar, tveir þingmenn og einn varaþingmaður, hafa þegið laun sem málsvarar hælisleitenda. Lögfræðingarnir þrír eru Helga Vala Helgadóttir þingmaður samfylkingar, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata og Magnús D. Norðdahl, varaþingmaður Pírata.

Þingmennirnir tveir og varaþingmaðurinn líta á það sem hlutverki sitt að níða skóinn af íslensku samfélagi þegar niðurstaða umsóknar skjólstæðinga þeirra um hæli á Íslandi er hafnað. Arnís Anna gengur raunar skrefi lengra og úthlutar skjólstæðingum sínum íslenskan ríkisborgararétt

Aldrei hafa þingmennirnir, eða varaþingmaðurinn, talað máli íslenskra skattgreiðenda sem horfa upp á misnotkun á fyrirkomulagi sem ætlað er ofsóttum en nýtt af fólki í leit að fríu fæði og uppihaldi.

Falskar umsóknir um hælisvist bita á þeim sem sannanlega þurfa hæli. Hælisþingmönnum stendur á sama. Þeir maka krókinn á fölskum forsendum. Þannig starfar hælisiðnaðurinn. 


mbl.is „Fyrirséð“ að hælisleitendur færu á göturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan talar formaður Samfylkingarinnar um að engin umræða hafi farið fram
"til þess að skýla sér frá því að taka umræðuna um stóru myndina."
Að svipta lítinn hóp þjónustu leysir ekki vandann - RÚV.is (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 15.8.2023 kl. 08:36

2 Smámynd: rhansen

En kjosendur samsekir og hreifa ekki fingur til að mótmæla þessu frekar en öðru ...Bara kyngja !

rhansen, 15.8.2023 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband