Þakkir

Tilfallandi bloggari stendur í þakkarskuld við lesendur. Fyrir viku skrifaði hann blogg í tilefni af dómi héraðsdóms Reykjavíkur að bloggari skyldi greiða tveim blaðamönnum Heimildarinnar 2,5 milljónir fyrir að skrifa um byrlunar- og símastuldsmál Páls skipstjóra og aðild RSK-miðla.

Nokkrir lesendur höfðu haft samband og óskað eftir að styðja bloggara að áfrýja dómi héraðsdóms. Af því tilefni var opnaður fjárvörslureikningur hjá KRST lögmönnum til að þangað mætti beina fjárstuðningi.

Undirtektirnar voru slíkar að það söfnuðust tveir þriðju fjárhæðarinnar sem bloggari stendur frammi fyrir að greiða. Tæplega hundrað manns lögðu sitt af mörkum.

Launamanni er dýrt spaug að andæfa RSK-miðlum og meðhlaupurum þeirra. En þegar lesendur leggjast jafn kröftuglega á árarnar og raun ber vitni er ekki um annað að ræða en að halda áfram siglingunni þótt gefi á bátinn.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband