Siða-Sunna styrkir stöðu Jóns Gunnarssonar

Eini þingmaðurinn í lýðveldissögunni til að fá dóm fyrir að brjóta siðareglur alþingis, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fylkir liði gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra.

Jón gat ekki valið betri tíma til að fá vinstripíratískt upphlaup gegn sér. Til stóð að honum yrði skipta honum út úr ríkisstjórn fyrir fyrsta þingmann Sunnlendinga.

Ef Bjarni Ben. formaður Sjálfstæðisflokksins skiptir Jóni út eftir árás Siða-Sunnu lítur út fyrir að mútuþægir geti vaðið á skítugum skónum inn i Valhöll og skipað mönnum að sitja og standa í þágu útlendinga.

Vantraust Siða-Sunnu á Jón er stuðningsyfirlýsing með öfugum formerkjum. 

 

 


mbl.is „Grafalvarlegt brot gegn þinginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Verður Guðrún Hafsteinsdóttir þrettándi ráðherrann?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2023 kl. 12:10

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Siða Sunna eins og þú ert svo smekklegur að kalla Þórhildi Sunnu braut siðareglur alþingis er hún benti á að þingmenn stunduðu sjálftöku á fé með akstursreikningum sem voru á skjön við reglur. Það var talið draga úr virðingu alþingis að segja frá að sá harðasti náði að rukka fyrir akstur sem nemur hring í kringum jörðina um miðbaug á einu ári.

Tryggvi L. Skjaldarson, 31.3.2023 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband