Kuldaleg hlýnun, Gréta eyðir tísti

Stöku fréttir berast af köldum mars. Ekki kaldara í aldarfjórðung, segir í viðtengdri frétt. Haft er eftir veðurfræðingi að ,,ómögu­legt sé að segja til um horf­ur í næstu viku."

Ef málum hefði verið háttað á hinn veginn, mars væri óvenjuhlýr, væru hrannir af fréttum að hlýindin væru til marks um loftslagsbreytingar. Spámenn, bæði úr hópi veðurfræðinga og Grétusinna, kæmu fram í fjölmiðlum og segðu allt benda til hamfarahlýnunar næstu misseri og ár.

Almennt er engin hlýnun í heiminum, a.m.k. ekki svo að orð sé á gerandi. Miðað við nákvæmustu mælingar er hlýnun síðustu fjögurra áratuga um 0,1 gráða C á hverjum tíu árum. Gerir eina gráðu á öld. Smámunir. Náttúran hefur margoft hlýnað og kólnað mun hraðar.

Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna að veðurfar hefur verið mjög óstöðugt á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 115 þúsund árum og lauk fyrir 11,7 þúsund árum. Á þessu tímabili hlýnaði 25 sinnum mjög snögglega, um 10-15°C í hvert sinn og síðan kólnaði aftur en mun hægar. [...] Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð.

Við búum við stöðugt loftslag en breytilegt veðurfar. Grétusinnar rugla þessu tvennu saman. Til að blekkja almenning er stokkið til og talað um loftslagsbreytingar þegar hlýindi eru um tíma, en þegja sem fastast í kuldaskeiði.

Fyrir fimm árum, 2018, sendi Gréta Thunberg þau skilaboð til heimsbyggðarinnar að árið 2023 markaði endalokin, heimurinn myndi farast af völdum loftslagsbreytinga. Gréta eyddi skilaboðunum þegar ljóst var að hamfarahlýnunin er heldur kuldaleg.

 


mbl.is 25,7 stiga frost í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll

Þær voru nokkuð undarlegar fréttirnar á ruv í gærkvöldi. Sagt var frá miklum flóðum vestur í Kaliforníu. Fréttamaður fræddi okkur á því að þau stöfuðu af miklum hitabeltisstormi sem þar gengi yfir og að einnig væri óvenjuhlýtt í París í Frakklandi!

Nokkuð sérstök frétt, svo ekki sé meira sagt. Hvað París kemur flóðum í Kaliforníu við er erfitt að sjá. Þá hefur lítið farið fyrir fréttum af hamfarasnjókomu í norður og austur hluta Kaliforníu, síðustu vikur. Svo mikið hefur snjóað þar að þriggja hæða hús eru komin á kaf. Þessi hamfarasnjókoma kemur til af því að kaldar lægðir hafa gengið, hver af annarri, niður með vesturströnd Bandaríkjanna. Eiga upptök sín í norðanverðu Kyrrahafi ekki langt frá Alaskaeyjum. Þessu hefur fylgt óvenju miklir kuldar um alla Kaliforníu. Huggun harmi gegn hafa Parísarbúar það heldur betra!

Svo þegar Kaliforníusólin sýnir sig aftur bráðnar þetta mikla fannfergi og þá verða auðvitað mikil flóð.

Vandi "fræðinganna" er mikill.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2023 kl. 07:44

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Auðvitað eyðir hún Gréta tístinu því hún þarf að stilla dagatalið upp á nýtt; þ.e. að gera umbætur á ártalinu. Þetta gerðu sovétmenn líka þegar fullkomnun sósíalismans lét á sér standa. Þá umbættu þeir hann með nýjum ár-gangi af hryðjuverkum úr vínkjallara sósíalismans; þ.e. með sama sulli en á nýjum flöskum.

Bráðum kemur Gréta með nýtt og umbætt Glasnost-ártal og Umhverfis-Perestroika fyrir grænkommana í Sjálfstæðisflokknum ásamt í nær öllum öðrum flokkum => þ.e. fyrir imbahalagengið á þingi, fyrir forheimskasta fólkið í skúffunni.

Nafni minn Gunnar: Það er búið að vera svo kalt í Kaliforníu að rúnkstöð-vinstrimanna á DDRÚV varð að víkja sér að Parísarmyntsláttumálanum til að hrasa ekki.

Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur býr í Selma í Kaliforníu og man ekki eftir öðrum eins kuldum þar og núna. Ófært er upp í sumarhúsa-fjöll þar vegna snjóa.

Kveðjur úr íslenskri sveit

(með von um að þurfa aldrei aftur að koma til Reykjavíkur)

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2023 kl. 08:35

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er rannsóknarefni hvernig hægt er að sannfæra fólk um að það sé búin að vera hamfarahlýnun í 30 ár án þess að það hafi hlýnað.

Kristinn Bjarnason, 13.3.2023 kl. 11:16

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeir sem enn trúa á hlýnun þurfa greinilega ekki að fara út að ganga með hundinn í morgun gaddinum. 

Ragnhildur Kolka, 13.3.2023 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband