Katrín og Þórdís Kolbrún fá sneið af Selenskí

Bretar stungu undan Frökkum, fengu stærri heimsókn frá Selenskí en Macron forseti. Þannig hljóðuðu fyrirsagnir í breskum fjölmiðlum fyrir mánuði þegar úkraínski forsetinn skrapp vestur frá umsátrinu í Kænugarði með Bretland sem fyrsta stopp.

Ráðandi öfl á vesturlöndum gerðu Selenskí að alþjóðlegri stjörnu. Eftirspurn eftir nálægð við forsetann er enn töluverð þótt nokkuð hafi fallið á silfrið með versandi vígstöðu stjórnarhers Kænugarðsstjórnarinnar.

Fréttir herma að Katrín forsætis og Þordís Kolbrún utanríkis haldi til Kænugarðs í örheimsókn. Tilgangurinn er óljós en gefið til kynna að fjárhagslegur og pólitískur stuðningur Íslands skipti máli.

Tæplega er það reyndin. Reginöfl stríða á sléttum Úkraínu. Bandaríkin og Nató standa ráðþrota. Framlag Íslands er ekki einu sinni partur af plástri á svöðusár.

Ísland gæti verið fyrsta vestræna ríkið til að segja upphátt að kóngurinn í Kænugarði er leiksoppur. Fremur ætti að leita friðar en fórna mannfólki á altari stríðsguðsins.

Katrín og Þórdís Kolbrún munu ekki fitja upp á nýmælum í örheimsókn til Garðaríkis. Þær syngja laglínu Bandaríkjanna og Nató um að stríðið haldi áfram þangað til síðasti úkraínski soldátinn gefur líf sitt vestrænni alþjóðahyggju.

Sléttustríðið í austurvegi snýst ekki um frelsi og mannréttindi. Um er að ræða klassískt stórveldabrölt. Stjórnin í Kænugarði er verktaki Bandaríkjanna og Nató, sem menn nenna ekki lengur að kalla friðarbandalag, að skjóta Rússum skelk í bringu og knýja þá með góðu eða illu að fallast á vestrænt forræði.

Allt frá öryggisráðstefnunni í Munchen 2007 segir Pútín að Rússland láti vestrið ekki segja sér fyrir verkum. Strax eftir aðildarboð Nató til Úkraínu og Georgíu 2008 réðust Rússar inn í Georgíu. Vestrið lét ekki segjast. Stjórnarbylting í febrúar 2014 að undirlagi vesturlanda hratt af stað atburðarás sem leiddi til innrásar Rússa átta árum síðar.

Löngu er komið nóg af mannfórnum í Úkraínu. Það er ætti ekki að vera hlutverk íslenskra stjórnvalda að klappa upp ófrið í útlöndum.

  


mbl.is Katrín og Þórdís á leið til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er ný kenning. Það er ekki nóg að hafa einn trúð. Ef sem flestir eru trúðar og afneita því að Vesturlönd eru í skrípaleik Skrattans þá er hægt að halda sjálfsblekkingu menningarinnar áfram - að því er virðist.

Ingólfur Sigurðsson, 14.3.2023 kl. 08:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Páll fyrir að vekja máls á þessu flakki ráðherranna.

Úkraína hefur þegið marga milljarða dollara af hendi Bidens. Katrín og Þórdís geta ekki verið eftirbátar Bidens og munu væntanlega lofa milljörðum íslenskra króna í ofanálag.

Með fjárframlögum til Úkraínu eru íslensk stjórnvöld að hvetja til áframhaldandi stríðsreksturs þar austurfrá sem eingöngu munu viðhalda og auka þær hörmungar sem þar eiga sér stað. Hvað varð af hatri þessara kvenna á stríðsrekstri?

Hefur Alþingi okkar Íslendinga samþykkt fjáraustur til stríðsrekstrar??? Hversu mikið erum við aflögufær???? Íslensk stjórnvöld eyða milljörðum í svo kallaða kolefnissjóði, sjóðir sem eiga víst að bæta andrúmsloftið þó enginn viti hvernig þeir fjármunir munu gera það. Spurningin er hinsvegar þessi, í hvers vasa renna þeir fjármunir???? Hvað með að vernda og efla heilbrigðiskerfið og aðra innviði hér á landi sem eru á vonarvöl??????

Mér sýnist helst á öllu að þessar stöllur séu svo innviklaðar í WEF og að þeim sé stjórnað af Schwab og Gates og sennilega fleiri úr stjórnmálaelítunni hér á landi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2023 kl. 13:46

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

I Bakhmut vaða úkraínskir hermenn leðjuna upp að hnjám í skotgröfunum, þ.e. þeir sem enn eru á lífi. Vonandi svelgist þeim stöllum KJ og ÞKRG á kampavíninu í Kyiv.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2023 kl. 14:28

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Góð grein. Egilsstaðir, 14.03.2023   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.3.2023 kl. 23:11

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég vil taka það skýrt fram, að þær stöllur ljúga því að þær tali fyrir hönd mína og ykkar heyrist mér, þó þær lofi fyrir hönd okkar að veita leikaranum og félögum rausnarlegan fjárhagsstuðning.

Jónatan Karlsson, 14.3.2023 kl. 23:27

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Tómas,

Ég tek undir með þér varðandi kolefnisskattinn sem enginn virðist þurfa að gera grein fyrir. Það er a.m.k. ekki verið að upplýsa sérstaklega hvert þessir fjármunir fara og hvernig þeir eru notaðir eða hversu háar upphæðirnar eru. Það lítur út fyrir að stjórnvöld vinni markvisst í því að gera Íslendinga fátæka.

Þessir græningjar sem eru að stýra landinu eru búnir að segja upp vinnunni hjá okkur og ætla að bjarga heiminum. Það er orðin mannvonska að það geti ekki allir sem vilja flutt hingað og lifað á íslenskum skattgreiðendum. Forsætis og utanríksráðherrar Íslendiga fara til Úkraínu til að hvetja Zelenski persónulega með faðmlögum og fjármunum frá íslenskum skattgreiðendum til að drepa fleira Úkraínska hermenn Það vita allir sem eitthvað hugsa að Úkraínumenn eru aldrei að fara að vinna þetta stríð. En þrátt fyrir allt þetta rugl þá toppaði þetta fólk með eitur sprautunum. Þær eru farnar að verða mjög óþægilegar þessar árásir ráðamanna á almenning. Ég er alls ekki sáttur við að vera í stríði við Rússa.

Hvernig í ósköpunum gátum við setið uppi með þetta fólk.

Kristinn Bjarnason, 15.3.2023 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband