Nató kennir Kína um tap í Úkraínu

,,Ef Kína og Rússland ganga í bandalag skellur á ţriđja heimsstyrjöldin," sagđi Selenskí forseti í viđtali daginn sem Biden heimsótti Kćnugarđ.

Athyglisverđ orđ.

Vesturlönd eru logandi hrćdd um ađ Kína styđji viđ bakiđ á Rússlandi í Úkraínustríđinu. ,,Kína gćti unniđ stríđiđ fyrir Pútín," segir dálkahöfundur Telegraph.

Eftir heimsókn til Kćnugarđs hélt Biden Bandaríkjaforseti til Póllands og lét hafa eftir sér fyrirsögnina í međfylgjandi frétt: Nató er aldrei sterkara en einmitt núna.

Ef Nató er svona sterkt og mokar peningum og vopnum til Selenskí í Úkraínu hvađa hjárćnulegi ótti er ţetta viđ Kína? 

Hljóđ og mynd fara ekki saman.

Tilfelliđ er ađ hvorki er Nató sterkt né mun Kína ráđa úrslitum í Úkraínu. Rússar gerđu samkomulag viđ Kína áđur en ţeir réđust inn í Úkraínu fyrir ári síđan. Kínverjar veittu blessun sína. Ţeir vita sem er ađ markmiđ Bandaríkjanna, ESB og Nató er ađ knésetja Rússland. Gengi ţađ eftir yrđi Kína nćst á matseđlinum vestrćna.

Međ stuđningi viđ Rússland kaupir Kína sér tryggingu gegn vestrćnum ágangi á vesturlandamćrin. Yrđi Rússland brotiđ undir vesturlönd yxi matarlyst sigurvegaranna. Kínverjar vita hverjum klukkan glymur.

Ef á ţyrfti ađ halda myndi Kína senda hermenn til Rússlands, líkt og ţeir gerđu í Kóreustríđinu laust eftir miđja síđustu öld. En til ţess mun ekki koma. Rússar eru fjórum sinnum fleiri ađ mannfjölda en Úkraína. Á međan brćđraţjóđirnar stunda einar mannfórnir mun Rússland sigra fyrr heldur en seinna.

Yfirlýsingar um ađ Kína ráđi úrslitum í Úkraínu eru undirbúningur Selenskí forseta og vestrćnna ráđamanna ađ játa ósigur. Rússar hefđu aldrei sigrađ án kínverskra bakhjarla, verđur viđkvćđiđ.

Á vesturlöndum ríkir örvćnting. Úkraína átti ađ verđa framhald eftir sigurinn í kalda stríđinu. Ţrjátíu árum síđar bćtist Garđaríki viđ misheppnađar vestrćnar tilraunir ađ búa til ţjóđríki í sinni mynd: Írak, Sýrland og Afganistan. 

Rađbrestir dómgreindar eru til marks um djúpstćđan vanda. 


mbl.is Biden segir NATO aldrei hafa stađiđ sterkara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ţađ má ekki á milli sjá hvort ţú sért heitari stuđningsmađur SAMHERJA eđa PÚTÍN.

Skeggi Skaftason, 22.2.2023 kl. 09:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţú hefur ekkert upp úr ţeirri getraun Skeggi minn; miklu betra ađ taka ţátt í tippinu.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2023 kl. 14:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţeir hafa áttađ sig á ađ kalt stríđ viđ Kína er miklu ţrifalegra og ábatasamara. Kína mun líklega hafa milligöngu um friđ og rússar taka Lúgansl og Donbass. Ameríkönum hefur tekist ađ rćna rússa olíuviđskiptum viđ ţjóđverja og ţar er markmiđinu náđ í bili allavega. Ţetta var bara ránsherferđ.

Veđurbelgurinn hlćgilegi er nćg átylla til ađ nćra hergagnamaskínuna út í ţađ óendanlega. Nú eru ţeir ađ skjóta niđur 12 dollara hobbýbelgi frá áhugaklúbbum í Alaska međ hálfrar milljón dollara flugskeytum.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2023 kl. 17:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband