Ţriđjudagur, 6. desember 2022
Rakel og Helgi vitni í RSK-sakamálinu
Rakel Ţorbergsdóttir fyrrverandi fréttastjóri RÚV og Helgi Seljan fyrrum fréttamađur RÚV eru vitni í RSK-sakamálinu. Eftir yfirheyrslur snemma í október í fyrra greindu ţau Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra frá stöđu sinni. RSK stendur fyrir RÚV, Stundina og Kjarnann, sem eru vinnustađir sakborninga í opinberu refsimáli.
Stefán tók sér tvćr til ţrjár vikur ađ fara yfir máliđ. Ţann 9. nóvember var tilkynnt ađ Rakel hćtti sem fréttastjóri um áramótin. Stefán virđist ekki hafa boriđ traust til starfsmanna ţví hann lét um sinn hjá líđa ađ auglýsa stöđu fréttastjóra. Ef starfsmenn RÚV, sem tengdir eru málinu, hefđu gert hreint fyrir sínum dyrum og upplýst útvarpsstjóra ađ fullu um málsatvik hefđi Stefán ekki beđiđ međ ađ auglýsa stöđuna. Ţegar Rakel hćtti um áramót var stađan enn ekki auglýst.
Áđur en ákvörđun var tekin um framtíđ Helga á RÚV var reynt ađ hanna ţá frásögn ađ fréttamađurinn vćri ađ niđurlotum kominn vegna ágangs Samherja. Helgi mćtti í nú alrćmdan spjallţátt Gísla Marteins ţann 15. október ađ sýna sig sem fórnarlamb. Tilfallandi athugasemd fjallađi um viđtaliđ, ţar segir m.a.
Samkvćmt Helga og Gísla Marteini var ţađ Samherji sem raskađi sálarró fréttamannsins í ţeim mćli ađ hann varđ ađ leita sér sérfrćđihjálpar. RÚV gerđi klippu úr ţćttinum til ađ spila á youtube og kostađi. Myndskeiđiđ sýndi ofsóttan mann. Klippan var síđar tekin úr umferđ.
Samherji hafđi beđist afsökunar ađ hafa andmćlt Helga og RSK-miđlum ţegar 30. maí, fimm mánuđum fyrir viđtaliđ. Í fimm mánuđi hafđi ekki heyrst múkk frá Samherja en Helgi var miđur sín allt síđast liđiđ haust, í veikindafríi og laskađur ađ eigin sögn.
Lögreglan hafđi stuttu áđur bođađ Helga til skýrslutöku. Fyrsta yfirheyrslan í RSK-sakamálin var 5. október í fyrra, tíu dögum áđur en Helgi mćtti í settiđ hjá Gísla Marteini.
Hvers vegna var almenningur, sem greiđir skylduáskrift til ríkisfjölmiđilsins, ekki upplýstur ađ fréttamađur vćri kallađur í yfirheyrslu lögreglu vegna sakamáls? Jú, RÚV ćtlađi ađ hanna frásögn um ađ lögreglan vćri handlangari norđlensku útgerđarinnar. Helgi ţótti trúverđugasti leikarinn í hlutverkiđ. En ţar sem hann var ađeins vitni, en ekki sakborningur, mátti ekki undir nokkrum kringumstćđum fréttast ađ lögreglurannsókn stćđi yfir. Viđ ţađ hefđu vaknađ spurningar um hverjir vćru sakborningar.
Ţegar leiđ á haustiđ 2021 var Stefáni útvarpsstjóra, sem er fyrrum lögreglustjóri, ljóst ađ Helgi gćti ekki starfađ áfram innan RÚV. Um áramótin var gengiđ frá starfslokapakka sem m.a. fól í sér ađ Helgi skipti um starfsstöđ, var fluttur yfir á Stundina, sem er S-iđ í RSK.
Helgi og Stefán útvarpsstjóri mćttu báđir 15. janúar í viđtal viđ Fréttablađiđ í tilefni starfslokanna. Helgi klappar enn ţann stein ađ máliđ sé ,,brjálćđislegt". Hvorki Helgi né Stefán minnast einu orđi á ađ lögreglurannsókn standi yfir, sem ţó var vitađ á ţessum tímapunkti. Tilfallandi höfundur skrifađi fyrst um máliđ 2. nóvember í fyrra og stađfesti rúmri viku síđar ađ lögreglurannsókn stćđi yfir.
Međvirkur blađamađur Fréttablađsins tekur ţátt í ađ breiđa yfir sannleikann međ ţví ađ láta um miđjan janúar eins og ekkert refsimál vćri til rannsóknar. Í RSK-sakamálinu ţegja fjölmiđlar fremur en ađ segja. Vinir, kunningjar og samstarfsfélagar í eiga í hlut og ţá er hagkvćmast ađ fólk frétti sem minnst. Blađamönnum munar ekkert um ađ efna til samsćris gegn almenningi ţegar reynir á samtryggingu fjölmiđla - en heimta samt sem áđur ríkisstyrki til ađ fá launin sín.
Mánuđi eftir Fréttablađsviđtaliđ viđ Helga og Stefán upplýstu fjölmiđlar hverjir vćru sakborningar í RSK-sakamálinu: Ţóra Arnórsdóttir yfirmađur Kveiks, og yfirmađur Helga; Ţórđur Snćr og Arnar Ţór á Kjarnanum og Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni, sem var í skyndi fluttur af RÚV fjórum dögum fyrir glćpinn.
Sakborningarnir töldu ekki stćtt á öđru, ţegar hér var komiđ sögu, en ađ upplýsa almenning. En ţeir vissu í byrjun október, fjórum mánuđum áđur, ađ lögreglurannsókn stćđi yfir. Einn sakborninganna, Ţórđur Snćr, skrifađi grein 18. nóvember ađ glćpurinn vćri ađeins í tilfallandi höfđi Páls Vilhjálmssonar. Ţórđur Snćr vissi betur. En hann og samverkamenn gátu bariđ ađra blađamenn til hlýđni ađ ţegja máliđ í hel. Dagskrárvald RSK-miđla yfir umrćđunni er ógnvekjandi.
RSK-sakamáliđ snýst um byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og međferđ á einkagögnum. Auk Páls er annar brotaţoli, enn ónefndur, sem kom fyrir í gögnum í síma Páls og blađamennirnir eru taldir hafa brotiđ gegn.
Fjórmenningarnir voru bođađir í skýrslutöku febrúar í ár en komu sér undan yfirheyrslu ţangađ til í ágúst. Af ţeirri ástćđu og stórum sakamálum norđan heiđa, m.a. morđmáli, hefur dregist ađ gefa út ákćrur. Á nýju ári eru ákćrur vćntanlegar.
Fjórmenningarnir fengu stöđu sakborninga 14. febrúar í ár. Tveim dögum síđar gat Stefán útvarpsstjóri loksins, loksins ráđiđ fréttastjóra. Útvarpsstjóri vissi ekki hverjir yrđu ákćrđir og ţurfti ađ bíđa međ ráđninguna. Ţađ bendir ekki til ađ traust ríki á ríkisfjölmiđlinum milli fréttamanna og útvarpsstjóra.
Sakborningurinn Ţóra situr enn sem fastast í stöđu yfirmanns RÚV. En Stefán losađi sig um síđustu áramót viđ Helga og Rakel sem hafa stöđu vitna. Hvers vegna?
Ýmsum spurningum er ósvarađ í RSK-sakamálinu. Ţegar ákćrur verđa gefnar út bćtast viđ fleiri púsl, ţótt heildarmyndin liggi fyrir.
Blađamenn, sem eiga ađ segja fréttir en ekki stunda afbrot, tóku lögin í sínar hendur. Ţeir sitja núna í biđsal réttlćtisins ţöglir sem gröfin um eigin ađild ađ sakamáli en ţykjast fullfćrir ađ veita öđrum ađhald í nafni fjórđa valdsins. Sjálfum sér veita ţeir ekkert ađhald og njóta međvirkni annarra blađamanna og fjölmiđla. RSK-sakamáliđ er einstakt í vestrćnni fjölmiđlasögu.
Athugasemdir
Ţađ er mjög góđ grein eftir Hildi Ţórđardóttur í Morgunblađinu í dag ţar sem hún útlistar hvernig svokallađir fjölmiđlar í dag séu ekkert annađ en miđlun frá almannatenglum.
Ţessi útlistun ţín Páll lýsir nákvćmlega ţví sama. Almannatenglar ađ snúa út úr sannleikanum.
Rúnar Már Bragason, 6.12.2022 kl. 10:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.