Baldur og sykur-pabba kenningin

Smćrri ţjóđríki eiga ađ leita sér skjóls hjá stórveldum. Ţetta er kenning Baldurs Ţórhallssonar prófessors í HÍ. Kenninguna smíđađi Baldur til ađ rökstyđja ađild Íslands ađ ESB. Smáríkjastofnun HÍ, sem Baldur setti á laggirnar, fćr peninga frá Evrópusambandinu fyrir bođskapinn.

En ţegar kemur ađ Úkraínu gildir sykur-pabba kenning Baldurs ekki. Ţá heitir ţađ ,,ađ leyfa ríkj­um ađ ákveđa sjálf, í krafti full­veld­is síns, hvernig ţau vildu haga sinni ut­an­rík­is­stefnu..." Kenningarleg nauđsyn verđur frjálst val á augabragđi.

Samkvćmt kenningu Baldurs ćtti Pútín ađ vera sykur-pabbi Selenskí, rétt eins og Ísland ćtti ađ vera hjálenda ESB. Baldur er ekki frćđimađur heldur ađgerđarsinni sem teygir og togar kenningar eftir hvernig vindurinn blćs hverju sinni. 

Baldur beyglar og afflytur stađreyndir í ţágu málstađarins. Hann segir: ,,Pútín hef­ur í raun haft neit­un­ar­vald um inn­göngu ţeirra í NATO. Úkraína er ekk­ert á leiđ í NATO og hef­ur ekki veriđ ţađ síđan 2008.“

Allir sem fylgjast međ alţjóđamálum vita ađ Nató hefur frá 2014 ţjálfađ og vopnađ úkraínska herinn og samhćft hann Nató-stöđlum. Úkraína var á fullri ferđ ađ verđa Nató-ríki, vantađi ađeins stimpil frá Brussel. Alvöru stjórnmálafrćđingar, John Mearsheimer til dćmis, hafa vakiđ athygli á ţessari stađreynd. Baldur stingur höfđinu í sandinn ađ hćtti ađgerđasinna sem rekast á stađreyndir er henta ekki málstađnum.

Ástćđa stríđsins í Úkraínu er ađ ráđamenn í Kćnugarđi gerđust málaliđar Nató og ESB gegn Rússlandi. Í stađinn kćmi sú umbun ađ fá ađild ađ Brusselklúbbunum tveim. 

Rússar létu um og eftir aldamótin ţađ yfir sig ganga ađ Nató stćkkađi í austur, ţrátt fyrir vilyrđi, ef ekki loforđ, um ađ ţađ yrđi ekki gert ţegar Rússar samţykktu sameiningu Ţýskalands eftir fall Berlínarmúrsins.

Nató gekk á lagiđ og innbyrti gömul Varsjárbandalagsríki og setti upp herstöđvar á vesturlandamćrum Rússlands. Nató er hvorki skátafélag né saumaklúbbur heldur hernađarbandalag. Rússum fannst sér ógnađ, lái ţeim hver sem vill, og sögđu hingađ og ekki lengra ţegar Nató lýsti ţví yfir á fundi í Búkarest 2008 ađ nćst yrđu Úkraína og Georgía tekin inn í bandalagiđ.

Síđsumars 2008 réđust Rússar inn í Georgíu, sem ekki verđur Nató-ríki í bráđ. Ţá var eftir Úkraína sem bjó viđ óstöđugt stjórnarfar og taliđ spilltasta ríki Evrópu og ţó víđar vćri leitađ. Stjórnarbylting 2014, studd af Bandaríkjunum og ESB, steypti af stóli forseta vinveittum Rússlandi. Í framhaldi tóku Rússar Krímskaga og studdu uppreisnaröfl í Donbass.

Friđarsamningar milli Rússlands og Úkraínu, Minsk I og II, voru gerđir 2015 en ekki uppfylltir. Úkraínuher fćr fjármagn, ţjálfun og stuđning frá Nató allar götur síđan. 

Ađdragandi Úkraínustríđsins er ađ Rússum fannst sér ógnađ af Nató. Fullvalda ríki skilgreina sjálf öryggishagsmuni sína ţótt Baldur geri ţví skóna ađ vesturlönd ein eigi ţann rétt. Einu sinni hét ţađ heimsvaldastefna, núna alţjóđahyggja. Frá og međ 24. febrúar tala vopnin.

Ráđandi frásögn vestrćnna fjölmiđla er rađlygi ađ Úkraínuher gjörsigri Rússa, sem kunni varla ađ halda á vopnum og sé stjórnađ af fjöldamorđingjum. Stađreyndir á vígvellinum segja ađra sögu. Mun liđfćrri, međ um 150 - 200 ţús. hermenn, sigra Rússar hćgt en örugglega um 500 ţús. manna her Úkraínu.

Heiđarlegir frćđimenn, t.d. Martin van Creveld, viđurkenna villur síns vegar. Baldur rígheldur í blekkinguna og falsar söguna til samrćmis viđ sniđmát alţjóđahyggjunnar.

 

 


mbl.is Rússnesk lygi sem menn á Vesturlöndum falli fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Ég hlusta ekki a gay-pridegöngu-fólk eins og Baldur.

Jón Ţórhallsson, 1.7.2022 kl. 09:03

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

The New Atlas birti nýlega mynd af vígvellinum í Ukrainu sem úkraínsku hérinn hefur haft 8 ár til ađ undirbúa. Skotgrafir og steypt skotbirgi í röđum, sem rússneski herinn er nú, hćgt en örugglega, ađ ađ mylja undir sig. Úkraína hefur ekki setiđ auđum höndum síđan Minsk samkomulagiđ var undirritađ. Taliđ er ađ um sjö slíkar víglínu hafi veriđ ađ rćđa og nú sé komiđ ađ ţeirri síđustu. Bakhmut, Kramatorsk og Slovyansk verđa ţá lokaspretturinn í Donbas atlögunni ef samiđ verđur. Annars taka ţeir Odesa án ţess ađ spyrja Baldur um leyfi. 

Ragnhildur Kolka, 1.7.2022 kl. 09:50

3 Smámynd: Hörđur Ţormar

Skođanir manna mótast ađ langmestu leyti af hvötum og tilfinningum og ađ sjálfsögđu líka af uppeldinu.

Menntun og ţjálfun í rökhugsun dregur sjálfsagt úr ţessum tilfinningalegu ţáttum en líklega hafa ţeir alltaf einhver áhrif á skođanir fólks.

Hörđur Ţormar, 1.7.2022 kl. 18:47

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Án ţess ađ grípa niđur í fullyrđingar Baldurs Ţórhallssonar prófessors í stjórnmálafrćđi viđ Háskóla Íslands, ţá get ég einungis lýst vonbrigđum yfir ótrúlega barnalegri trúgirni frćđimannsins.

Jónatan Karlsson, 1.7.2022 kl. 20:56

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţađ er mjög skiljanlegt Jónatan,ég veit ekki hversu mörg ár ţú hefur hlustađ á kennningar Baldurs en mér kemur ţessi öfugmćli hans ekki á óvart . Ţađ ćtti ađ vera skylda ríkisfjölmiđils ađ tefla manneskju gegn ţessum ráđnu álitsgjöfum ţannig ađ almenningur geti međ eigin eyrum og skynsemi séđ hvađ er rétt.   

Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2022 kl. 00:31

6 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Rússar eru bara á eftir verđmćtu landi.  Ţeir frelsa svćđi međ ţví ađ sprengja ţau aftur á steinöld. Ţeim er skítsama um fólkiđ.

Tryggvi L. Skjaldarson, 2.7.2022 kl. 08:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband