Nató-væðing Úkraínu

,,Þýska leyniþjónustan áætlar að Úkraínuher telji 30 þús. manns, þar af 15 þús. í bardagasveitum. Herinn er illa þjálfaður, liðhlaup eru tíð og búnaður lélegur. Frankfurter Allgemeine segir þessar fréttir og bætir við: þegar núverandi forseti Úkraínu tók við í júlí 2014 sagðist hann engan her eiga."

Efnisgreinin hér að ofan var skrifuð fyrir sjö árum, í febrúar 2015. Á þessum sjö árum hefur Úkraínuher tekið stakkaskiptum. Í 40 daga og rúmlega það stendur hann upp í hárinu á rússnesku innrásarliði sem telur um 200 þúsund hermenn.

Hvernig getur lélegur lítill her orðið svo sterkur að hann heldur sínu gegn einu helsta herveldi heimsins? Jú, með utanaðkomandi hjálp. Nató hefur þjálfað og vopnað úkraínska herinn á liðnum árum.

Fyrir heimsfriðinn er best að Úkraína sé hlutlaust land til langframa. Hvers vegna fjárfestir Nató yfir langan tíma gríðarlega fjármuni í her ríkis sem á að heita hlutlaust?  

Nú, auðvitað, Úkraína er verkfæri Nató til að berja á Rússum. Úkraína er leiksoppur vestrænna ríkja og hefur lengi verið.

Hvers vegna eru Rússar óvinir Nató?

Jú, til að hernaðarbandalag þrífist þarf það óvini. Döh.


mbl.is Óskar eftir fleiri vopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Allt rétt hjá Páli. Vilji maður síðan fara út í það hver er bakhjarl NATO þá er það ekki Evrópuríki. Stærsti hluthafi og stjórnandi fyrirtækisins er Forsetaembætti Bandaríkjanna. 

Gísli Ingvarsson, 8.4.2022 kl. 08:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Victoria Nuland, sú sem hefur veg og vanda ukrainsku ríkisstjórnarinnar á sinni kønnu fyrir hønd BNA, þeytist nú milli høfuðborga Evrópu til að stappa stálinu í veiklunda ríkisstjórnir. Stjórnmálamenn Evrópu þurfa nefnilega enn að hafa stuðning kjósenda til að halda vøldum. Kjósendur sem nú þegar eru farnir að finna fyrir kostnaðinum og kuldanum sem fylgir stríðsrekstri NATO í Ukrainu eru farnir að efast um að velferð þeirra skipti máli á efstu støðumum. Sjá úrslit kosninga í Ungverjalandi og uppgang Le Pen í skoðanakönnunum í Frakklandi. 

Ragnhildur Kolka, 8.4.2022 kl. 10:51

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Svo það er Úkraínumönnum og NATÓ að kenna að Rússar réðust þangað inn?

Hvort vildir þú sjálfur búa í Úkraínu í nánum tengslum við og eiginlega undir hælnum á Kreml, eða Úkraínu í nánum tengslum við vestur-Evrópu og ESB?

Eiga kannski Úkraínumenn að hafa eitthvað um það að segja? Minni á að Zelensky hlaut yfir 73% stuðning í forsetakosningum 2019.

Skeggi Skaftason, 8.4.2022 kl. 13:32

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Öll fyrrum Sovétlýðveldin sem kusu að vera hlutlaus, lentu undir járnhæl Pútíns. Það er fásinna að hlutlaus Úkraín sé best fyrir heimsfriðinn.

Það er ástæða fyrir því að ríki Austur-Evrópu sóttust eftir Natóaðild. Sú ástæða heitir Pútín.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 14:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

73 prósent?

Já 73 prósentur hljómar mikið fyrir Zelenski, en er samt í reynd eins og hálfgerðar ESB-kosningar, þar sem aðeins rúmlega helmingur (62%) hafði fyrir því að kjósa í þessu gerspillta og því fátækasta landi álfunnar.

Kjörstöðum Úkraínumanna í Rússlandi var þess utan haldið lokuðum og þeim meinað að kjósa, þrátt fyrir að vera á kjörskrá í Úkraínu.

Á kjörskrá voru 34,5 milljónir manna. Zelenski fékk 38 prósent atkvæða þeirra. Hann nýtur því varla stuðnings meirihlutans, strangt til tekið. Kosningaþátttakan var eins og fyrr sagði 62 prósent.

Ungverjar héldu þingkosningar um síðustu helgi og var öllum kjörstöðum ungverskra minnihluta í nágrannaríkjunum haldið opnum og þingsæti stóðu þeim opin. En þannig var það ekki í Úkraínu.

Annars þykir 73% ekki mikið á prenti þar eystra. Ekki miðað við þann 83% stuðning sem Vladímír Pútín forseti mælist nú með í Sambandsríki Rússlands.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.4.2022 kl. 14:32

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úkraína...

Lyklaborðið mitt er orðið lélegt.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 14:33

7 Smámynd: Pétursborgari

Friðsæl verið þið, Íslendingar, og veri landið ykkar æ friði blessað.

 

Sem rússneskur ríkisborgari og sá maður sem á hæfi við tali til kunningja minna erlendis verð ég að útskýra ykkur núverandi ástandið og frá sögulegu viðhorfi, látið mér ekki misbrúka þolinmæði ykkar. Ég er að lesa Mogga og hlusta og horfa á RÚV daglega. Fyrir mörgum árum bjó ég hálft annað ár í Reykjavík, nam tunguna í HÍ.

 

Í morgun við morgunmat hlustaði ég Spegilinn. Allt sýður nú í sálu, sérstaklega vegna lygi. Hver sagði ykkur að rússneski herinn hefði verið að halda í gíslingu fjögur hundruð manna í sjúklingahúsi í Maríupol? Hver sagði ykkur að rússneski herinn hefði láta stórskot dynja á fæðingarhús? Það er þegar afhjúpuð lygi. Hverjum trúið þið? Hversu má trúa vestrænum fjölmiðlum sem segi að rússar skuli nota eiturefnahernað (orð Stoltenbergs)? Kannski gleymiði hversu Bandaríkin foreyddu hundruð þúsundir í fyrrverandi Júgoslavíu, Lívíu, Iraki, Sýriu tilefnislaust…? Hundruð þúsundir af „collateral casualties“, af ásettu ráði skjótandi úranúrreksbyssukúlum í Serbíu, varpandi flísasprengjum og ýridósum ofan að íbúðarblokkum í borgum í Iraki, og nú kenni þeir okkur hvernig að lífa og rægja aftur og aftur.

Hvar voruð þið þá, kærir friðarsinnar? Hvernig voru ykkar refsiaðgerðar gegn Bandaríkjum vegna allra slíkra grimmdarverka? Af hverju tróðuð þið og brennduð ekki þá bándarískum fánum, vegabréfum, veggspjöldum, bókum? Af hverju þegiði strax núna þegar úkrainski herinn hefur drepið tuttugu borgara með „Tochka−Ú“−stóreldflauginni vísvitandi skotinni á Dónetsk? Ég sendi ykkur einhverjar ljósmyndir og aðrar, gerið svo vel að skoða.

Af hverju þegiði? Af hverju hafið þið þagað öll þau átta ár meðan úkrainski herinn útrýmaði (rússum og Rússlandi trygga úkraínumönnum íbúin) austurhéruð með stórskotaliði og flugvélum? Hafiði sent þangað blaðamenn ykkar? – Nei. Hafiði talað um þetta þá? – Nei. Af hverju sögðuð þið ekkert þegar úkrainskir kvalarar höfðu hlæjandi brennt fimmtíu rússa innilokaða í Verkalýðsfélagshúsinu 2. maí 2014 í Odessu−borg lifandi? Enginn var refsaður og dæmdur þar enn sem komið er.

Rússneski herinn gerir nú allt til þess að láta öllum vopnlausum borgurum opna útkomu. Ég á kunningja þar sem taka þátt í stríð. En úkrainski herinn (sérstaklega svokölluð neonazi−herfylki eins og Azov og Ædar) gerir all til þess að láta þeim ekki fara út. Þeir skilja mjög vel að svo framarlega sem borgar verða tómar eftir útkomu borgaranna byrji hreinsunaraðgerð gegn þeim. Þeim biðst engrar miskunnar vegna allra grimmdarverkanna þeirra, sem voru hlaðin uppí skjöl fjöllum hærri öll þessi ár, alls þess mun hefnast.

 

En samt skal ég staðfesta aftur og aftur, að ég fæ flestar upplýsingar ekki frá ríkisfjölmiðlum (ég horfi á þá alls ekki þegar í mörg ár) heldur frá fólki sem er þarna nú. Ég fæ þær upplýsingar persónulega gegnum Telegram. Við Rússar allir eigum frændur og kunningja þarna. Einhver fór þangað jafn að vera sjálfboðaherji í vörn, einhver kom ekki tilbaka og mun ei koma aftur.

 

Byrjum með því að segja fyrst að Úkraína hafi alltaf verið óeðlilegt gerviríki. Alltaf. Þetta er aðalrótin ógæfu þeirra. Einu sinni í fyrndinni var Kænugarður (Kíev) önnur höfuðborg Forn−Rússlands eftir Hólmgarði (þ.e. Velikij Novgorod), Helgi hinn forspái flutti kónungsborð þangað eftir fall Rúriks í 9. öldinni, þeir voru frændur. Árið 988 var kristin trú innleidd í Garðaríki af Vladímiri, sýni Svyatoslavs (sonar Ingvars, sonar Rúríks). Skömmu eftir 1015 flutti stórfurstinn Jarisleifur hinn vitri (sonur hans) aðsetur sitt til Novgorods og var þar þá bæði miðstöð kirkjulegs og veraldlegs valds á svæðinu. Hólmgarður var mikilvæg miðstöð í viðskiptaferðum Væringja milli landanna við Eystrasalt og Miklagarðs. Á meðan var Kænugarður ennþá önnur höfuðborg og „hið gullna borð“ svokallað vegna þess að allir afkomendur Rúriks áleit það síðar æ eftirsóknarverðara. Eftir foryeðilegri Tatar−Mongólskri innrás skipaðri af Batú−khan í 13. öldinni, sonar Gengis Kans, yfir Rússland voru öll fornríki sundurrifin, Kænugarðshéruð þar með töluð. Í 15. öldinni verður Moskva frammáborg vegna sameiningarákafa stórfurstans Ívans III. Vasilíssonar, sem í 1478 fékk að sameina öll lönd (þarmeð rísastórt Hólmgarðslýðveldi) og sigra Gullnu hirðina í Rússlandi og berast út undan oki fyrir fullt og allt – að sameina öll nema núverandi Úkraínu.

 

Hið orð „Úkraína“ sjálft þýðir „útjaðar“, „úthérað“, „ysta landamærahérað“ í rússnesku. Þá hreif Pólland (þáverandi Pólsk−litháíska samveldið) á lönd núverandi Ukraínu og hélt þau fast lengi, meðan voru vestlægust lönd núverandi Ukraínu þá undir austurrísk−ungverskum keisurum. Pétur mikli náði í að skila henni aftur inní Rússland eftir Norðurlandaófriðinn mikla móti Karli 12. Svíakonungi með Nystad−samningnum og Stokkhólmssamningunum 1721. Síðan var hálfur af núverandi Úkraínu hluti Rússlands aftur. Afkomendur Péturs, önnur keisaraynjar og keisarar okkar (Elísabeth, Katarína, Alexander, Nikolay…) í XVIII−XIX öldum héldu áfram að heyja stríð móti Ottómanveldinu (Ósmanska ríkinu) meðfram sjávarströnd Svartahafs til Balkanskagalönd þarmeð frelsandi hinar slavneskar þjóðar undan langtímaoki týrkjanna sem áður fyrr foryeddu Býsansríkið og undirokuðu smámsaman öll þau lönd. Á meðan var Austurrísk−ungverska keisaradæmið (Habsburg−Lothringen−keisaraætt) hélt áfram að rækta, næra og ala í vestlægustum löndum núverandi Ukraínu „andrússneska“ aðgerðasinna, þeir tóku saman öll þau orð sem virðust síst hljóma rússnesk í nýja óeðlilega gervimállýsku. Eftir byltingu í Rússlandi árið 1917 sögðu margir hlutir sig úr ríkjasambandi fallins keisaradæmis, þaraf Vestur−Úkraína. En! Austur− og Suðaustur−Úkraína hafði alltaf verið ekta og eigin hluti sögulegs Rússlands, þá var hún alltaf kölluð Novorossija. Þegar Lenín fór að sameina öll lönd aftur í einasta ríki, gat hann ekki fengið nóga stuðningu í Úkraínu vegna þess að úkrainskir „vestlingar“ (þeir sem voru alnir af austurríklingum) harðneituðu því. Þá gaf Lenín henni Úkraínu allan austurhluta – Novorossiju, til þess að auka fjölda kommúnískra stuðningsmanna á kosningum. Svona varð Novorossija hluti samanofinnar, samansaumaðrar Úkráinu. Eftir gaf Nikíta Krústsjov Krímskaga sem gjöf líka til Úkraínu. Þetta voru skaðræðistímasprengjur framtíðar.

 

Eftir fall Sovétríkja fékk sjálfstæði kjósandi Úkraína slíkan arf sem jafnaði vergri landsframleiðslu og eignum þáveranda Frakklands. Fyrirheitnu veltiár, ekki satt? En valdhafar innan fámennisstjórnar hennar fóru ránshendi um allt og fluttu peninga an afláts til útlanda. Við fengum að hægja þennan þjófnað og temja flesta „jöfra“ eftir sturlunguöld Boris Elzins. En í Úkraínu beygðist stjórnin algjörlega undir Bandaríkin og EU. NATO−ráðgjafar og −sérfræðingar hefur verið þar öll síðastliðin ár. NATOs. Bandalagsins sem var stofnað móti Sovétríkjum. Hvað segðu þeir ef við settum herstöðvar okkar yfrum Mexiku…? Fyrir hvað gerðu þeir þetta? Fyrir hvað hafi þeir verið að umkringja okkur öll þessi ár eftir 1990 þegar Sovétríkin loks dóu og Rússland kaus versturvæðingu og sameiningu…? Nú í Úkraínu er ekta neonazi−stjórn sem ráða lögum og lofum. Og nú eru þeir allir öngli kræktir af Bandaríkjum. Þeirra börn, eignir, reikningar – allt er í vestri. Það er mjög skiljanlegt að enginn vilji sjá land sem eitt á 1/8 hluta jarðarinnar með óþrjótandi náttúruefnabirgðir og sjálfstæð stjórnmálaskoðun… Bandarísk aðgerð hefur alltaf verið sú að „divide et impera”. Afi minn sá eigin augum í 90s þá alla “hjálp” sem íslamistiskir aðskilnaðarsinnir í Téténíu fengu af BR. Vopn, herklæði, tól, vélar.

Í Úkraínu lifa margir−margir rússar, hundruð þusundir. Réttindi þeirra voru sundurtroðin, þeim var bannað að nota móðurtungu opinberlega í skjölum og við erindum nema “úkrainsku”. Þeim voru öllum velferðarnauðsynjum rænt. Þau voru tortímuð og skotin í 8 ár. Ég sendi ykkur ljósmyndir. Hvað næst þá…? Og allt þetta gerði þær manneskjur afar hverjar voru landráðamenn og samverkamenn í seinni heimsstyrjöld við nazi sem dreymdu og gerðu allt til að útrýma rússa, júða, rómafólk samkvæmt “Rassenkunde” sinni… Fáranleg illska var búin að ráða. Hvernig myndu Íslendingar hafa brugðist við ef – til dæmis – Danir rændu samborgurum ykkar og frændum í Danmörku undir stjórn neonazis (ímyndunarlega) frelsi, tungu og lífi..?

 

Ég vona að venjulegt fólk þarna þjáist sem síst. Ég vona. Enginn vill skaða þeim að ósekju. Rússneski herinn reynir að eyðileggja aðeins herstöðvar þeirra og fylki sem vilja ekki kasta af sér vopnum niður til þess að ekki láta þeim safna fyrir austuráras gegn Novorossiju. Allar þessar fréttir um stríð komu okkur vissulega í opna skjöldu líka. Til dæmis, nú getum við ekki tekið út reiðufé úr hraðbönkum. Rúbla er fallin niður. Við bíðum eftir nýjar og nýjar refsiaðgerðir frá BR og EU. En Churchill sagði einu sinni: Þeir sem veljandi milli stríðar og skammar velja skömm verði að fá bæði. Við erum angistarfull, en samt skiljum – því lengra látum við niðurlægja okkur, því æ verra verði afleiðingar. Ég elska Ísland og met það mikið sem annað hús mitt, og óska því alls góðs. Ég vona að það skuli setjast. Og ég mun vera þér mjög þakklátur, ef þið reynið að – sem fyrst – leita að sannleiki sjálf, bera saman sjálf, hugsa, hugsa og hugsa, og þá að útskýra það öðrum Íslendingum.

 

Ég bið margfaldlega afsökunar, ef orð mín eru óvelkomin. Sumir kunningjar erlendis hafa þegar fjærlægt mig frá vinalista sínum og lokað mér án þess að jafnvel byrja að talast við. Vera má að Facebook ljúki siðu minni. Gerið sama og ég myndi skilja og sætta sig við. Skiljanleg geðshræring ræðst á hjarta hvert nú á dögum. En ég vildi fyrst og fremst bera fram það skilaboð að allir atburðir sem eiga sér stað þarna nú eru okkur líka hörmulegir og nánir. Mjög nánir. Maður má æ reyna að flýja af pólítik, en nokkurn tíma samt elti hún hann uppi. Ég hefi sofið ekki eðlilega eftir þeirri sömu stundu hvenær stríðið hófst. Það sýnist heldur eins og geðtruflun, hugsanir verða allsturlaðar. Ættin og ættarnafnið mitt eru upprunnar frá Norðaustur−Úkraínu að hluta, frá Súmí−svæðinu. Langlangafi minn var stórbóndi þar, átti eigin myllu, smiðjur, hesta, margar kýr og rísastóra velli. Eftir byltingu og fall keisaradæmis var honum öllu rænt af bolsjevíkum eftir þvingunarupptöku eigna stórbænda. Þeir flúðu austur til Úrals til að hefja nýtt líf. Aftur og aftur upphóf einyrkinn óð sinn… Önnur langlangamma var frá Nikolajev, borginni á úkrainskri sjávarströnd Svartahafs. Næst sama örlög. Þau hittu hver annað þarna eftir. Og skömmu eftir kom seinni heimsstyrjöld. Seinna var einn langafa að frelsa þau lönd hvaðan foreldrar hans höfðu flúið áður. En fjölskyldan var ei komin þangað aftur. Þráðurinn var rofinn.

Nú eru tvær systurríki orðin skiptipeð heimspólitíkur. Rússland á allt: mæralaust land, birgðir, óþrjótandi náttúruauðlindir, verð ekki að leggja hvað sem er undir sig. En á allt nema öryggi. Fæst lönd, fæstar þjóðir mega njóta öryggis nú á dögum, því miður. Þegar ég var kallaður til herþjónustu í 2014, hófst hin fyrsta stríð í Úkrainu eftir því að Krímskaga−borgarar ákváðu við þjóðaratkvæðagreiðslu (hver 9 af 10) að snúa sér aftur til Rússlands vegna stjórnlagarofs í Kíev þegar „ultrahægrir“ þrifu vald. Þarnæst ákvað Novorossija að segja sig formlega úr einnig. Enginn okkar drengja vissi hvert það kæmist og hversu myndi enda… Við drengir sátum á mölum næst dag og nótt bíðandi örlaganna. Nú er maran bræðravígs komin aftur. Ég þekki fólk sem flúði þaðan, ég þekki sjálfboðaherja sem tóku þátt í vörn gegn úkrainskum heri og refsisveitum neonazis. Ég þekki það fólk persónulega og grimmdarverkalýsingar af því. Eiginkonan mín vann þá heima sem hreppsumönnunaraðili sem veittu úkrainskum hælisleitendum viðtöku í heimasvæðinu mínu á Úral. Þeir úkrainar flúðu burt af stríð. Þeir allir fengu skjól og framfærsluaura. Þeir sem vildu vinna fengu vinnu, öll skírteini og skjöl voru strax viðurkennd til að draga úr ýmsu skrifstofufargani. Enginn misfórst í Rússlandi, hver einasti fékk hjálp.

 

Einn vina minna er stjórnmálafræðingur. Ég hringdi í hann og bað um að búa til skýrslu alls þess sem hann hefur verið að fylgja og taka saman í greinum sínum í öll þessi síðustu ár á völlum heimspólitíkur. Ég bað hann að gera hana eins samþjappaðri og hægt er til þess að ég fengi að þýða hana og ekki misbrúka tómstundu og þolinmæði viðmælenda minna. Í stuttu máli, ætlar Rússland nú að koma í veg fyrir stærri styrjöld með minna blóði, þrátt fyrir allt eigið efnahagslegt tjón sem leiða megi til. Þessi ógæfa varðar ekki okkur Úkrainu alein. Heimsmarkaðar eru að harðbráðna. Sérríki Bandaríkjanna, forysta þeirra stíflast. Rísi Kína, rísi Indland, rísa önnur lönd. Þýskaland og Frakkland eru orðin afar afturherð sem miðstöð efnahagsmáttar Evrópu. Með forystu þeirra var farið að semja um ný sterkari sambönd í austurátt. Margir vilja nú komast undan efnahagsstjórn Bandaríkjanna. Mörg höfðu þegar fengið að kynnast af eigin raun öllum „þægindum“ og kosta völum af „ekta lýðræði“ – Suður–Ameríka, þáverandi Júgoslavía, Íraq, Líbia, Afganistan… Og missir efnahagsstjórnar leiðir til missis pólitískrar stjórnar á áhrifaríkan hátt. Heimsfjármagnið ræður öllu. Á efnahagslegum velli hefur Þýskaland verið orðið Rússlandi of náið í síðustu fimmtán ár. Stórt neðansjávargasleiðslukerfi í Eystrasalti varð svona aðalskotmark nú. Enda ekkert ríki ESBs gæti héðanífrá eigið viðskipti við svona land sem heyr stríð í miðju álfunnar. Því létu átökin brenna an afláts uns stundu glymji klukkan. Svo framarlega sem samningar fóru að ná lokastigi, fékk ríkisstjórn Úkrainu strax fyrirskipun að „binda enda á aðskilnaðaruppþot“ í austri, eftir 8 ára drætti, og alveg sama hversu enda megi. Þetta er raunverulega viðbjóðslegast að fá að skilja að séum við bara örlítil keðjuhjól, eitt snöggt leiftur, tól í þessum heimi. Nú skil ég vel að núna verð ég að strika yfir allar áætlunar að koma til Íslands, að fá að þróa áfram mína íslenskukennslu handa Rússum, að undirbúa Íslendingum og Skandinavíumönnum leiðsagnarferðir í Rússlandi, í Sankti−Pétursborg. Ekkert meir. Það er þungt að fá allt svona jafnskjótt yfirstrikað. En nú er eitthvað miklu mikilvægari en draumar manns sem situr heima heill og öruggur. Það vil biðjast fyrir að stríðið stöðvist sem skjótast. Hver lifandi vera vil lifa í friðsælum og kyrrlátum heimi, en því miður veljum við tíðar ekki. Ég bið aftur margfaldlega afsökunar, ef orð mín eru óvelkomin. Kannski skrifa ég heldur af örvæntingu og úrræðaleysi. Allt sýður nú í sálu, sérstaklega vegna lygi.

 

 

Verið friðsæl og veri landið ykkur æ friði blessað.

 

Og ég þrábið ykkur að bera saman, leita sjálf (loks lærið rússnesku) og hugsa sjálf. Herðið upp hugann og sendið eigin blaðamenn til beggja hliða. Þið hafið áhrif á þúsundir, verið ábyrg fyrr en gefa eða verpa út.

Við verðum að hjálpa hvort öðrum að varðveita mannúð, skynsemi, hið ekta manneðli og sannleik.

 

 

Ivan frá Rússlandi,

þrátt fyrir allt – vinur ykkar.

Ég er alltaf tiltækur og viðstaddur að spurningum ykkar og bréfum.

 

 

Hérmeð sendi ég ykkur einhver Telegram−rásir sem ykkur hentugar vera megi sem annað heimildarval.

Þetta er alltaf brýnnauðsynlegt að vera með eitthvert upplýsinga val.

Veltið fyrir sér, berið saman, veltið aftur fyrir sér, berið aftur og setið saman.

Trúið engu og engum.

Af öllum þróunarfóstrum hins viti borna manns er heilinn einn hinn nytsamlegasti, látið hann vera enn sjálfstæðan.

Pétursborgari, 8.4.2022 kl. 17:55

8 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Það orkar nú kannski tvímælis að skrifa hér innlegg á eftir síðasta skrifanda ;)

En hver er eiginlega glæpurinn? Að NATO ríkin hafi látið Úkraníumönnum í té vopn svo þeir hafa geta varið sig? Pútínistum finnst það sjálfsagt svívirða en fæstum öðrum, trúi ég.

Og „útþensla" NATO í austur helgast ekki af löngun bandalagsins til að komast í betra skotfæri við friðelskandi fyrrum Sovétborgara heldur af ótta nýfrjálsra ríkja að verða njótendur af-nasistavæðingar og verða að nýju leppríki og nýlendur rússa.

Hólmgeir Guðmundsson, 8.4.2022 kl. 19:26

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Hólmgeir. Ef við fáum meira frá þessum Pétursborgara, sýnist mér að Þorsteinn Sch. missi starfið sem blaðafulltrúi Pútíns á Moggablogginu til rússneska hermannsins.

Theódór Norðkvist, 8.4.2022 kl. 19:34

10 Smámynd: Hörður Þormar

Á maður að hlæja eða gráta eftir að hafa lesið pistil þessa "gegnhreina heiðursmanns"?

Eitt sinn sá ég viðtal við Sigmar Gabriel, þáv. utanríkisráðherra Þýskalands. Þar ræddi hann m.a. um föður sinn sem þá var nýlátinn. Hann var gallharður nasisti, allt til dauðadags. Hann afneitaði öllum illverkum nasista, þ.á m. helförinni: "þetta var bara bandarískur áróður".

Svona er hægt að heilaþvo hið besta fólk, jafnvel heila þjóð. Sagt er að það hafi fyrst verið með 68 kynslóðinni sem Þjóðverjar losnuðu endanlega undan andlegum áhrifum Þriðja ríkisins.

Fyrir nokkrum vikum var rætt í "Silfrinu" við finnskan rithöfund sem þekkir Rússa vel. Hann hélt því fram að einstaklingshyggjan, sem er svo einkennandi fyrir Vesturlönd, hafi aldrei náð til Rússlands.

Með snjallsímum og öðrum netmiðlum berast ferskar hugmyndir eins og eldur í sinu út um allar jarðir. Það kom berlega í ljós á síðastliðnu sumri þegar fólk þyrptist út á götur í Minsk til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi.  Enda þótt þótt mótmælin væru barin niður þá vöktu þau skelfingu hjá  nátttröllinu í Kreml sem lifir enn í miðaldaheimi KGB.

Var það óttinn við unga fólkið og snjallsímann sem rak þetta nátttröll út í þá  ófæru sem verður vonandi hans feigðarför?   

Hörður Þormar, 8.4.2022 kl. 22:13

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nótt og líkast að þið komist ekki við; afhverju að hlakka vegna einhvers sem bloggar eins og þið,einhver sem sér annað en sárþjáða sundraða þjóð eftir margra ára kommonisma. Ýmyndunar fullyrðing þín Hörður að svokölluð nátttröll
lifi enn í miðaldarheimi KGB.---- þegar ef til vill og líklega snnleikur að þau þráðu og reyndu að breyta í lýðræði,en hvað? Voru allir sríðs leikmenn sestir að í BNA,þar sem friðarins höfðingi sýndi lítilmagnanum gæsku sem var óþolandi þeim óþolandi. (Verð að pikka hratt leiðrétti ef þarf.)Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2022 kl. 02:55

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held að þú Páll, sem virðist vita svo mikið hverjir eru í herliði Úkraínu, ættir að kanna hvar fyrrum fréttaritari ruv í Moskvu heldur sig um þessar mundir og hvaða iðju hann stundar þar.

Svona til að flýta fyrir þeirri vinnu þinni, þá gætir þú hellst leitað hans í Dombas héraði, leitað meðal þeirra sem eru í rússneskum herbúningum og stunda þá iðju að drepa saklaust fólk og börn!

Gunnar Heiðarsson, 9.4.2022 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband