Engin kona: ekkert jafnrétti kynjanna

Ríkisvaldið býr ekki að skilgreiningu á konu, segir Katrín forsætis í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs.

Ha?

Er ekki svo að í mörg, mörg ár er talað um jafnrétti kynjanna? Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda á liðnum árum miða við að rétta hlut kvenna; lög eru sett, peningum úthlutað, nefndir skipaðar og stofnanir settar á laggirnar. Allt í nafni kynjajafnréttis.

En svo veit ríkið ekki hvað kona er. Öll umræðan um jafnrétti kynjanna var byggð á vanþekkingu, tíma og fjármunum var eytt til einskis. Til hvers að berjast fyrir einhverju sem ekki er vitað hvað er?

Strax á mánudag hlýtur Katrín forsætis að gefa út yfirlýsinu um að öll jafnréttisbarátta kvenna síðustu ára og áratuga sá einn allsherjar misskilningur.

Því við vitum ekki hvað er kona. Væntanlega ekki heldur hvaða fyrirbæri kallast karl.

Afmenntun, að ekki sé sagt afmennskun, tekur á sig furðulegustu myndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hahaha... Góður

Ragnhildur Kolka, 2.7.2022 kl. 09:30

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjor snilld.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.7.2022 kl. 09:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í þessari afstæðnishyggju allri, er spurning um að setja kynin á kvarða líkt og celsíus kvarðan. Þá gætum við kannski skilgreint okkur með gráðum. +10 gráðu kona er því taæsverð kona en -10 gráðu kona er talsverður kall.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2022 kl. 12:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kona er einstaklingur með kynskráninguna "kona" í þjóðskrá.

- Samkvæmt svari forsætisráðherra.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2022 kl. 17:32

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur. Katrín er þá væntanlega þeirrar skoðunnar að skilgreining konu hafi ekkert með krómosóm að gera. Þú þarft bara að telja þig konu til að vera kona. Sama gildir væntanlega um karlmenn. Er eitthvað markmið með þessari vitfirringu? Ég á erfitt með að sjá það, en það er vaflaust eitthvað agenda einhvestaðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2022 kl. 19:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið inniheldur ekki persónulega skoðun þeirrar konu sem gegnir embætti ráðherra, heldur þá skýringu ráðuneytisins að samkvæmt gildandi lögum telst kona vera einstaklingur sem er með kynskráninguna "kona" hjá Þjóðskrá. Samkvæmt þeim lögum sem vísað er til er öllum sem vilja vera skilgreindir sem kona frjálst á skrá sig sem slíka.

Ég var nú bara að reyna að útskýra þetta en ekki tjá neina skoðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2022 kl. 20:09

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var eiginlega bara að fletta spurningar út úr svari Kötu. Ekki hnýta í þig. Eðlilegast þætti mér að vísað sé í líffræðilega lýsingu frekar en einhverja stofnanagreiningu eða tilfinningu sem fólki er í sjálfsvald sett.

Krlar hafa tvö x krómosóm í frumum en konur x og y. Þetta er ófrávíkjanleg líffræðileg staðreynd og skilgreining á því hvað kona er. Skiptir engu máli hvort viðkomandi er tikktokk ljóska eða trukkalessa. Persónuleg sjálfsgreining á einhverju heimatilbúnu og súrrealísku fetish rófi er ekki byggt á neinum grunnvísindum.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.7.2022 kl. 00:47

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skipting mannkyns í "kynþætti" byggist ekki heldur á neinum grunnvísindum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.7.2022 kl. 01:45

9 Smámynd: NonniV

Sem sagt ef ég vil fá spennandi stjórnunarstarf hjá ríkinu, hjá stofnun sem meirihluti karla eru stjórnendur, þá fer ég bara á vefinn og breyti kyn skráningu minni í konu og eyk þar með líkurnar á að fá jobbið eða a.m.k einhverjar miljónir í skaðabætur.

NonniV, 3.7.2022 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband