Prófessorinn með ESB-línuna

Baldur Þórhallsson prófessor við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingar er meðal tilboðsgjafa til Evrópusambandsins um að sjá um ,,kynningu" á sambandinu hér á landi í gegnum stofnun þar sem hann er stjórnarformaður. Baldur er þjált verkfæri Evrópusambandsins og gætir þess að þegja um aðlögun og berja í brestina. 

Samkvæmt Vísi er Baldur nýkominn heim frá fyrirheitna landinu og boðskapurinn er þessi

Um þessar mundir er ESB veikt fyrir vegna efnahagskrísunnar og Íslendingar hagnast á því, að mati prófessorsins. ESB hafi ekki efni á því að umsóknarríki hafni aðild. „Menn hafa áhyggjur af því að ef Ísland hafnar inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti það haft neikvæð og afdrifarík áhrif. Menn vilja ekki sjá norskt nei á Íslandi," segir Baldur og vísar til þess að Norðmenn hafa tvisvar hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ályktunin prófessorsins er að allt sé þetta hið besta mál fyrir Íslendinga enda fái þeir allar heimsins undanþágur sökum sterkrar stöðu. Eins og alþjóð veit er Baldur og Samfylkingin á leið inn í Evrópusambandið fyrst og fremst fyrir undanþágurnar.

Baldur er þaulæfður að þegja um það sem máli skiptir og setja auglýsingaglassúr á óþægileg skilaboð. Til að koma í veg fyrir íslenskt nei ætlar Brussel að sjá til að þess að Ísland aðlagist Evrópusambandinu þannig að þjóðin sé í reynd kominn inn í Evrópusambandið þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Með hjálp fimmtu herdeildar Samfylkingarinnar verður Ísland innlimað í Evrópusambandið áður en þjóðin veit hvaðan á sig stendur veðrið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Skarpir heilar

ESB eykur efnahagslegt öryggi

Baldur Þórhallsson

Baldur Þórhallsson skrifar:

Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt.

Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir.

ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt.

Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum.

Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fréttabaðið 07. júl. 2009 

 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2011 kl. 08:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aumingja Háskóli Íslands.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2011 kl. 08:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ekki alvont, svaldur hans er nóg,virkar eins og móteitur við Esbíinu.

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 10:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Á að vera skvaldur!!

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2011 kl. 11:01

5 identicon

Þetta er út af fyrir sig allt rétt.

En prófessorinn nefnir ekki gallana við að nota evru.

Þeir eru jafn skýrir.

Krugman rekur þá líka mjög vel í sinni frábæru grein.

Hann telur upp kostina og gallana.

Þannig vinna almennilegir fræðimenn.

Karl (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 15:33

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta er hrein meinloka hjá prófessornum að Íslendingar geti tryggt efnahagslegt öryggi sitt með Evrópusambandsaðild. Eini samningur Íslendinga sem hefur að einhverju marki tryggt efnahagslegt öryggi landsins er herverndarsamningurinn við Bandaríkin 1941.

Gústaf Níelsson, 15.1.2011 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband