Lögreglan leitar transhatara, finnur sálfræðing

Arnar Sverrisson sálfræðingur skrifaði grein í Vísi fyrir tveim árum um kynröskun stúlkna og sagði m.a.

Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg.

Arnar skrifar yfirvegaðan texta og vísar í heimildir. Hann vekur máls á lýðheilsuvanda. Hægt er að vera sammála eða ósammála. Kynna sér efnið og hafa skoðun. Eða leiða málið hjá sér. En hvað gerist?

Jú, Fréttin segir frá því að Arnar sé boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu fyrir hatursorðræðu gegn transfólki. Einhver móðgast og kærir hatur. Einhver þolir ekki umræðu og sigar lögreglunni á mann með skoðun.

Frumrannsókn sýndi engan glæp og málinu var vísað frá. En þá kom pólitíkin til skjalanna. Lögreglunni var skipað að endurvekja málið; það vantar að fylla upp í ákærukvótann fyrir hatursorðræðu.

Pólitískur rétttrúnaður er kominn á það stig að skotleyfi er á menn með rangar skoðanir. Búið er að ákveða fyrirfram að hatur sé þarna úti í samfélaginu. Finna þarf blóraböggul til að rannsaka og ákæra. Sálfræðingur vekur athygli á lýðheilsuvanda og er boðaður í yfirheyrslu lögreglunnar. Rétttrúnaðurinn þarf sinn bikar af blóði.

Menningarmarxismi, eins og efnishyggjuútgáfan, þarf sitt KGB. Sovét-Ísland 2022.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Til að öll þessi vitleysa um kyn-þetta-og-kyn-hitt geti þrifist þarf öflugar háskóladeildir sem sinna engu öðru en að upplýsa móttækileg æskuna. Þær eru til hér. 

Ragnhildur Kolka, 14.6.2022 kl. 13:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brjálaðislega kinleg vitleysa sem gerjast í skólum eftir því sem ég kemst næst við grúskið í grein Arnars þar sem m.a. er vitnað i blaðakonuna Abígail Shriu.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2022 kl. 16:45

3 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Þessi ágæta kona sem leitar kynhatarans gleymdi að líta í eigin barm þegar hún sakar aðra um hatursumræðu. Það sem hún hefur látið frá sér gagnvart helmingi mannkynsins, karlmönnum, er virkilega ljótt og mikið hatur sem fylgir blessaðri konunni. Má sjá hér Tanja Vigdisdottir með - formannslif.blog.is

Synd að sjá hve lögreglan hleypur eftir rétttrúnaðnum eða frekar sagt hæst ráðandi innan lögreglunnar.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 14.6.2022 kl. 17:13

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Það versta er að fólk virðist falla fyrir ruglinu í barnageldurunum.  Um daginn lenti ég í rifrildi, þar sem ég var sá eini við borðið sem vildi ekki skera undan börnum.

Slæmt mál.

Miklu verra og klikkaðra en það hljómar.

Og nú vilja þessir þrjótar senda lögguna á alla sem eru þeim ósammála, og það er bara farið að þvi.

Þetta er komið á mjög slæmt stig.

Gerið grín að þessum þrjótum á opinberum vetvangi við hvert tækifæri.  Látum á froðufella.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.6.2022 kl. 21:28

5 Smámynd: rhansen

þetta allt er að verða fulkomin geggjun ,Þvi fólk sem svona lætur skilur alls ekki um hvað er rætt og telur vissara að kæra bara ,þetta hljoti að vera haturs eitthvað !....það er ekki að verða lifandi við þennann ósóma og verur að finna úrræði til að stoppa þetta !

rhansen, 15.6.2022 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband