Hvers vegna tapar Úkraína?

Úkraínu gengur illa í stríðinu við Rússa. Engar líkur eru að Nató-hermenn berjist við hlið Úkraínumanna. Vopnasendingar frá Ameríku og Evrópu komast seint og illa á austurvígstöðvarnar.

Stórskotalið gegnir lykilhlutverki. Fallbyssur og eldflaugar skjóta úr þriggja til 15 km fjarlægð á andstæðinginn. Þegar búið er ,,mýkja" andstæðinginn reynir fótgöngulið fyrir sér og freistar þess að hrekja óvininn af vígvellinum í krafti yfirtölu hermanna á vettvangi gegnumbrots. Myndbönd hafa sést sem minna á skotgrafahernað í fyrra stríði, fyrir rúmri öld.

Í þéttbýli er stundum barist húsi úr húsi. Oftar hörfar andstæðingurinn þegar hann skynjar að við ofurefli liðs er að etja. Í fáein skipti er herlið óvinarins umkringt og gefst upp, sbr. Marípupól.

Herir Úkraínu og Rússa eru álíka fjölmennir, um 200 þús. hjá hvorum aðila. Nær allur rússneski herinn er skipaður atvinnuhermönnum. Hluti úkraínska hersins er fenginn með herkvaðningu og er lítt reyndur í hermennsku. Mannfall er meira hjá Úkraínuher, líklega um 20 til 30 þús. en sennilega 10 til 15 þús. í her Rússa. Hvorugur stríðsaðili gefur upp tölur um eigið manntjón. 

Rússar sækja fram hægt og sígandi en fátt er að segja af gagnsókn stjórnarhersins. Meginmunur virðist liggja í yfirburðum Rússa í stórskotaliði og flugvélastuðningi við árásir á jörðu niðri. Þá skiptir höfuðmáli að aðdrættir Rússa eru öruggari, birgðaleiðir eru styttri og tjón á flutningum töluvert minna en hjá Úkraínuher.

Vesturlönd gátu e.t.v. gert útslagið í upphafi átaka í lok febrúar. En nú er það um seinan. Þegar næg stríðsþreyta safnast upp hjá báðum aðilum verður gengið til samninga. Kannski í sumar en mögulega ekki fyrr en í haust. Þangað til ræður dauði og tortíming ferðinni.

 

 


mbl.is Ömurlegt að Evrópa fjármagni stríðsrekstur Pútíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jósef Smári Ásmundsson, 1.6.2022 kl. 10:35

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Þú gleymir aðalatriðinu í nútímastríði, framleiðslugeta og aðföng á hergögnum. Tökum dæmi: Ísrael var að tapa stríðinu gegn Araba 1948 en mánuði eftir að stríðið hófst fengu þeir vopnasendingu frá Tékkóslóvakíu sem breytti gang stríðsins. Þeir unnuð stríðið.  Sama er með Úkraníu, þeir vinna stríðið á því að fá hergögn frá Evrópuríkjum og Bandaríkjunum. Þau streyma inn og munu gerbreyta stríðinu eftir nokkra mánuði.  Á sama tíma eru Rússar að hreinsa úr vopnabúrum sínum og notast við handónýta hertæki, s.s. úrelda skriðdreka. Mannskapurinn er meira eða minna annað hvort dauður og særður af áæltuðum 200 manna innrásarher (sömu mistök og BNA í Írak, alltof lítill her til að taka stórt land. 

Allar hernaðaraðgerðir hafa misheppnast hingað til og þótt þeir sæki á í austurhéruðunum, hafa þeir ekki getu til að halda þessum landsvæðum þegar Úkraníumenn hefja gagnsókn nú í sumar með nýjum vopnabirgðum. Allsherjar stríð og allur heraflinn kallaður til vopna í Úkraníu en Rússar vilja ekki enn viðurkenna að þetta sé stríð... Volodymyr Zelenskyy sagði reyndar að þeir gætu ekki tekið Krímskaga aftur hernaðarlega (enda hafa þeir engan rétt á honum, íbúar hans fyrir 2014 voru aðeins 2% Úkraníumenn og íbúarnir kusu gegn veru í Úkraníu. Sögulega séð (síðastliðin 300 ár hefur skaginn verið undir stjórn Rússlands). 

Birgir Loftsson, 1.6.2022 kl. 10:43

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rússar vinna þetta stríð vegna þess að þrátt fyrir milljarða $og€ af skattfé í hergögnum og vistum, þá þora Vesturlönd ekki að senda þangað öflugustu vopnin. Það myndi kalla á heimstyrjöld. Jafnvel kjarnorkustyrjöld, með sína gereyðingu, og það leggja menn ekki í.

Það átti að lama Rússa med refsiadgerðum, en nú bitna þær helst á almennum borgurum á Vesturlöndum. Verðbólgan sér um það. 

Ragnhildur Kolka, 1.6.2022 kl. 11:04

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

&#128=evrum

Ragnhildur Kolka, 1.6.2022 kl. 11:05

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sigurvegarinn í skák er ekki sá sem fórnar fæstum skákmönnunum en hver tapar
er ef til vill lýsandi í þessari frétt af SVT

Minnka á þróunaraðstoð til Afríku um 120.000.000.000 Iskr til að geta tekið við fleiri flóttamönnum frá Ukraínu til Svíþjóðar
Historiska nedskärningar i klimatbiståndet | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 1.6.2022 kl. 11:20

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Herir Úkraínu og Rússa eru álíka fjölmennir, um 200 þús. hjá hvorum aðila". Hvernig tónar þessi fullyrðing við þær tölur sem ég setti fram í fyrstu færslu? Ertu nokkuð að kenna Sögu í skólanum, Páll?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.6.2022 kl. 11:39

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þetta passar ekki vel við raunveruleikann.  Ukraínuher hefur barist hraustkega við her gamla kommans í Kreml, sem þið Trumpistar styðjið svo dyggilega.  Her Rússlands telur um 800 þúsund og megnið eru hermenn, sem gegna styttri herþjónustu og hafa fengið litla þjálfun og litla reynslu af bardögum.  Rússar hafa aðgang að um 2 milljónum manna að auki í varasveitum.  Framganga hers Rússlands hefur verið klúður frá upphafi og sýnt vel hversu veikburða Rússneski herinn er. Innrásin í Úkraínu átti að taka í mesta lagi viku og ef her Rússlands hefði staðið undir nafni hefði það gengið eftir.  3 mánuðum seinna, hefur Rússneski herinn enn ekki náð neinum af markmiðum innrásarinnar.  Úkraínumenn vildu nefnilega enga "frelsun" af hálfu Rússa eins og Pútín litli hafði haldið fram.  

Arnór Baldvinsson, 1.6.2022 kl. 15:32

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Að tala um hlutina eins og þeir eru, láta ekki áróður NATO og ESB villa sér sýn, er ekki það sama og að styðja Rússa í þessu stríði. Og þar sem Putin hefur aldrei gefið upp strategiu sína þá er med ólíkindum hvað margir þykjast vita hvernig hann hafi lagt dæmið upp. Eina sem Putin hefur sagt um tilgang innrásarinnar er að afvopna ukrainska herinn og þurrka út nasista sveitirnar og það er einmitt það sem hann er að gera. 

Ragnhildur Kolka, 1.6.2022 kl. 18:17

9 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég veit ekki af hverju fólk er að seigja að Úkrainuher sé að standa sig vel.
Það er langt frá því að svo sé.

Þeir eru búnir að vera að hörfa alveg frá degi eitt og hafa aldrei unnið neitt landsvæði til baka með bardögum.
Á síðustu dögum hefur undanhald Úkraiska hersins færst í aukana.
Þeir gefast frekar upp ,fleiri eru drepnir og fleiri gerast liðhlaupar eða neita að berjast.
Liðhlaup virðist vera mjög vaxandi vandamál hjá þeim.
Það er greinilegt að Úkrainuher er við það að hrynja.
.
Sumir seigja að Úkrainuher hafi varist vel,en í raun er það ekki svo.
Þeir verjast að því er virðist í sjöfaldri mjög rammgerðri varnarlínu,en  þrátt fyrir að varnarlínurnar séu mjög góðar hefur þeim ekki tekist að halda neinni þeirra til langframa.
Rússar hafa einfaldlega umsnúið þeim meö stórskotahríð og einstaka loftárás.
Mér sýnist að Rússar séu núna að fara í gegnum varnarlínu númer sex á sumum stöðum.
Það er ein varnarlína eftir.
Þegar Úkrainuher hefur ekki lengur varnarlínurnar er hann í vondum málum.
Þeir hafa staðið sig mjög illa á opnu landi sem er eðlilegt af því að Rússar eru búnir að eiða stórum hluta þungavopna Úkrainu.
Þungavopn sem eiga að koma eða hafa komið frá Vesturlöndum eru í alltof litlu magni til að skifta sköpum í átökunum.
Þau þungavopn sem hefur verið lofað ná hvergi nærri til að vega upp það tjón sem Úkrainumenn hafa orðið fyrir.
Fallbyssurnar sem Bandaríkjamenn hafa sent í töluverðum mæli eru ekki sérlega góðar við þessar aðstæður.
Þær eru ekkert sérstaklega langdrægar og ekki með sérstaklega stór skot.
Að auki eru þær dreignar og því erfitt að forfæra þær eftir hverja skothrynu.
Þær eru ekki sérlega notendavænar nema í þeim tilfellum að andstæðingurinn sé veikur og það séu fullkomin yfirráð í lofti.
Rússar eru án vafa á góðri leið með að týna þessar byssur niður.
Bandaríkjamenn hafa alltaf verið góðir í að tala upp það sem ekkert er.
Þessar byssur eru í raun tuttugustu aldar vopn og ekki góð í átökum þar sem andstæðingurinn ræður loftinu. 
Hinsvegar eru Frönsku og Þýsku fallbyssurnar góðar ,en þæer hafa ekki borist til Úkrainu ennþá.
Þó að þessar Evrópsku byssur séu góðar ,þá eru .þær örfáar.
Sennilega minna en 40.
Það seigir ekki mikið á móti því tjóni sem Úkrainuher hefur mátt þola.
.
það sem ruglar vafalaust marga í ríminu er hvað fréttaflutningurinn af stríðinu er lélegur.
Dæmi um þetta eru svokallaðir landviningar Úkrainumanna við Kharkov.
Flestir muna eflaust þegar Úkrainuher sótti alveg upp að landamærum Rússlands.
Það sem einkenndi þessa landvinninga var að það voru nánast engir bardagar.
Rússarnir einfaldlega fóru.
Það sem hefur hinsvegar gleymst að seigja okkur er að Rússarnir snéru svo við blaðinu viku seinna og Úkrainski herinn varð fyrir stórtjóni.
Rússarnir eru nú aftur í fallbyssufæri við Kharkov.
Flestir halda án vafa að Úkrainski herinn sé  enn við landamæri Rússlands enda hefur okkur ekki verið sagt neitt annað.
Svona fréttaflutningur skekkir myndina sem flestir hafa af átökunum.
Úkrainumenn hafa aldrei unnið eina einustu orustu allt stríðið.
Hlutverk Rússneska hersins við Kharkov er ekki landvinningar aða að hernema borgina.
Hlutverk þessa hers er að verja norðurvænginn á sókn Rússa íá Donbass svæðinu.
Koma í veg fyrir að Úkrainumenn geti komið í bakið á Rússneska hernum.
Jafnframt kemur þessi heer í vwg fyrir að her Úkrainumanna í Kharkov geti tekið þát í átökunum.
Hasnn er einfaldlega fastur í varnarstöðu í borginni án þess að það séu átök í gangi.

Bandaríkjamenn eru nú að senda eldflaugapalla á hjólum til Úkrainu.
Þessu fylgdu miklar væntingar og bollaleggingar vegna þess að sumir af þessum pöllum eru mjög langdrægir.
Niðustaðan varð samt sú að pallarnir sem Úkrainumenn fá eru með rúmlega 100 Km drægni.
Í upphafi stríðsins höfðu Úkrainumenn mikið magn af sambærilegum pöllum af Sovéskri gerð.
Svipaðar flaugar með svipað drægi.
Rússar virðast vera búnir að eiða megninu af þeim.
Sömu örlög munu bíða Bandarísku pallanna ef að líkum lætur.

Úkrainumenn eru augljóslega að gjörtapa stríðinu á Donbass.
Það verður mikil blóðtaka fyrir þá þar sem allur úrvalsher þeirra var þar samankomin í þeim tilgangi að framkvæma leifturstríð gegn Lýðveldunum tveim á landamærum Rússlands.
Rússar ráða nú aðfarið gangi stríðsins og úrslitin verða bara á einn veg.
Það eru engar töfralausnir til nema í höfðum alskonar spámanna. 




Borgþór Jónsson, 1.6.2022 kl. 21:25

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Arnór Baldvinsson.
Þessi viku tímamörk sem þú talar um er bara tóm þvæla.
Allir vita að það er ekki hægt að taka Úkrainu á viku.
Það væri ekki einu sinni hægt að keyra herinn þvert yfir Úkrainu á viku þó að það væri engin andstaða.
Hvorki þú eða nokkrir aðrir hafa aðgang að áætlunum Rússa .
Þú hefur enga hugmynd um hverjar þær eru.
En hvers vegna verður þessi sjö daga tala þá til.
Tilgangur hennar er að vekja hjá lesendum hugmyndir um að hernaður Rússa gangi illa,sem hann gerir ekki.
Þannig er reynt að búa til einhverskonar sigur þar sem enginn er.
Þetta er mjög áberandi þema í þeirri gríðarlegu áróðursstríði  sem nú fer fram á vesturlöndum í kringum þessi átök.
Stríð vinnst hinsvegar ekki með blaðaskrifum ,heldur á vígvellinum.
Á vígvellinum eru Rússarnir að sækja fram með vaxandi krafti.
Rússar eru að vinna stríðið.

Borgþór Jónsson, 1.6.2022 kl. 21:43

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Arnór Baldvinsson.
Úkrainumenn eru langt frá því að fera einsleitur hópur.
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við herforingja úr Úkrainska þjóðvarðliðinu ,á BBC.
Honum sagðist svo frá að um þriðjungur íbúa austurhéraðanna séu fylgjandi Rússum,þriðjungur sé fylgjandi Úkranustjórn en restinni sé laveg sama hvor þessara aðila stjórni landinu.

Þetta kemur alveg heim og saman við viðtöl sem tekin eru við fólk á hernumdu svæðunum.
Ef spurt er fara flestir undan í flæmingi og seigja að það skifti engu máli hver stjórnar,það séu allir eins.
Viðmæalandinn seigir oft að hann hugsi ekkert um pólitík,hann vilji bara að það komist á friður.

Það fer hinsvegar ekki á milli mála að margir telja sig hafa búið við ógnarstjórn eftir valdaránið 2014.
Þetta fólk er oftast mjög óttaslegið og vill ekki að andlitið á þeim komi í mynd.
Það óttast að stríðinu sé ekki lokið og Úkrainuher nái aftur valdi yfir þorpinu þeirra eða borginni.
Ég held að atburðirnir í Bucha sem urðu eftir að Rússar fóru frá borginni ,spili þarna stóra rullu.
Fólk óttast að það verði tekið af lífi ef Úkrainuher snýr aftur líkt og gerðist í Bucha.


Borgþór Jónsson, 1.6.2022 kl. 22:03

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Arnór þetta er ekki knattleikur heldur dauðans alvara.Rússum er ekkert um að fá Nazistasveitir inn á þröskuld borgarmarka sinna.Þú ert væntanlega búinn að lesa ágætu færslurnar hér á undan.Við þær hef eg engu að bæta enda skrifaðar af kunnáttu á öllum staðreyndum. Nota svo tækifærið og minni á að land okkar á skilið að hreppa mann í forsæti sem berst fyrir sjálfstæði Íslands,hangir ekki i ESB til að verða stór.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2022 kl. 05:25

13 Smámynd: Hörður Þormar

Robert Habeck, efnahagsráðherra, var að halda ræðu í Þýska þinginu. Þar hélt hann því fram að Rússar hefðu ekki bolmagn til þess að halda þessu stríði lengi áfram. Þar vegi efnahagsaðgerðirnar þungt gegn þeim. 

Hvort hann eða Páll Vilhjálmsson og co muni hafa réttara fyrir sér, það veit ég ekki. Það mun framtíðin leiða í ljós.                           PUTINS KRIEG: "Er kann das nicht mehr lange durchhalten!" - Robert Habeck I WELT Dokument           

Hörður Þormar, 2.6.2022 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband