Hve marga flóttamenn?

Hvað á Ísland að taka við mörgum flóttamönnum? Þrátt fyrir ómælda umræðu er hvergi að finna tilraun til að svara spurningunni. Hvað er eðlilegt að setja mikla fjármuni í að veita flóttamönnum þjónustu? Ekkert svar.

Í reynd snýst flóttamannaumræðan ekki um flóttamennina sjálfa. Umræðan er dygðaskreytni vinstrimanna og góða fólksins.

Löngu áður en sæi högg á vatni í flóttamannavanda heimsbyggðarinnar myndi íslenskt samfélag kikna undan vandanum.

Mennta- og heilbrigðiskerfið er nú þegar í erfiðleikum taka á móti útlendingum sem hingað sækja vinnu. En enginn ræðir þolmörkin.

Okkur er illa þjónað af stjórnmálamenningu sem forðast eins og heitan eldinn að tala um staðreyndir. 

Forsætisráðherra segir einhverja koma hingað undir yfirskini flótta en eru í raun í leit að framfærslu.

Á meðan flóttamannaumræðan snýst um dygðaskreytni er ekki nokkur vegur að nálgast niðurstöðu.


mbl.is Lög um útlendinga staðist tímans tönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er frekar ódýrt að skreyta sig með dyggð þegar hún er á annarra kostnað. 

Ragnhildur Kolka, 31.5.2022 kl. 07:37

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mikið rétt hjá þér Páll

Þeir fara mikið í að ræða um einstaka tilfelli til að vekja samúð með flóttamönnunum í von um að vekja með því andúð á ríkisstjórninni

En enginn er tilbúinn að ræða hver á ekki að fá hæli

Grímur Kjartansson, 31.5.2022 kl. 10:28

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það virðist ekki mega fjalla um hvort vandi heilbrigðiskerfsins og aukið álag á lögregluna sé að hluta til vegna hælisleitenda eða útlendinga yfirleitt. Af hverju er þetta svona mikið feimnismál og má helst ekki ræða??

Sigurður I B Guðmundsson, 31.5.2022 kl. 10:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ráðamenn veigra sér við að segja það sem liggur í augum uppi, .... "ykkur kemur þetta ekkert við".... Rétt eins og þeir hafi verið kosnir til að velja framtíðar útsæði til handa Íslandi að "njóta eldanna sem fyrstir kveiktu þá"          Svona til að tuða ekki alltaf það sama. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2022 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband