Musk, Twitter og endurkoma Trump

Twitter-miðillinn er, með réttu eða röngu, talinn mikilvægasti samskiptamiðill nútímans. Yfirlýst markmið Elon Musk er að kaupa Twitter og hætta ritskoðun sem yfirstjórn miðilsins stundar.

Tucker Carlson ræðir viðbrögð við yfirtökutilboði Musk og kemst að þeirri niðurstöðu að vinstrimenn og frjálslyndir eru helstu andstæðingarnir. Skoðanafrelsi verður að víkja fyrir lýðræðinu, er viðkvæðið. Nokkuð undarleg skoðun á lýðræðinu, óneitanlega. En þetta er borið á borð þar vestra sem gild röksemd.

Frægasta ritskoðun Twitter er frá 8. janúar 2021. Þá var forseti Bandaríkjanna 2016-2020 Donald Trump bannaður á Twitter. Of hættulegur lýðræðinu.

Ef Musk kaupir Twitter og hættir ritskoðun er Trump kominn með verkfærið sem nýttist honum best til að ná forsetakjöri.

En, sem sagt, lýðræðinu verður að bjarga með ritskoðun. Aftur fer pólitískur rétttrúnaður svo fjarska vel saman lýðræðinu. Eins og dæmin sanna.

 


mbl.is Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þeir sem ætla að "vernda" lýðræðið með þessum hætti þöggunar tel ég að séu borgaðir af Georg Soros og öðrum billjarðarmæringum sem aðhyllast alþjóðavæðingu, en ekki frjálsan markað þar sem ólík viðhorf takast á. Þessir glóbalistar telja lýðræðið bezt verndað með því að koma á kommúnískri yfirstjórn, en það sama reyndu auðvitað Sovétríkin, og hrun þeirra í fersku minni.

Nú fer fram barátta um heimsviðhorf og menningu og Úkraína er því miður að borga stríðskostnaðinn af tveimur sterkum áróðursvélum sem berjast.

Mikið er sagt um þöggunina í Rússlandi, en augljóst að hún er víðar.

Satt er það, þeir sem nota Twitter og slíkt eiga á hættu að sogast inní hringiðuna, forarpyttin, þar sem jafnaðarfasisminn ríkir, hættulegasti fasismi allra tíma, sá lúmskasti, og sá sem hefur mest völd í nútímanum. Sá fasismi sem er augljós er ekki svo hættulegur fyrir sálirnar, heldur líkamana, því allir gera sér grein fyrir honum, og berjast gegn honum eða ekki. Fasismi sem læðist að manni í gervi lýðræðis, það er skrímsli, nútímamenningin.

Vonandi að Trump hafi heilsu til að bjóða fram aftur. Hann var hress andblær, og friðsamlegri en langflestir, að því er virðist.

Ingólfur Sigurðsson, 17.4.2022 kl. 00:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er nokkuð langt síðan ég las að Trump hygðist koma sér upp nýjum sterkum samsskiptamiðli eftir að Twitter meinaði honum bráð skemmtilegar færslur sem hrærðu upp í huga andstæðinga hans. Grunlaus um þá hættu Ingólfur að grufla í þessu jukki sem kallast (jafnaðar)fasismi og trúa fréttum og áróðri í þessum stærstu fréttastofum heims er vísast að opna vitundargátt margra sem lærðu mikið af tveggja ára lygaþvælu um covid.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2022 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband