Þýskir rjúfa einangrun Pútín

Kanslari Austurríkis er þýskur fulltrúi Evrópu sem heimsækir Pútín i Moskvu, fyrstur leiðtoga ESB-ríkja eftir að Úkraínustríðið hófst í lok febrúar. Karl Nehammer ráðfærði sig við Berlín áður en hann ákvað heimsóknina.

Þjóðverjar eru líklegastir Evrópuríkja að finna samnefnara er gæti orðið að pólitískri lausn og friði. Merkel fyrrum kanslari Þýskalands rauf þögn sina um Úkraínustríðið og varði ákvörðun sína frá 2008 að hleypa Úkraínu ekki inn i Nató. Fundurinn var haldinn í Búkarest í Rúmeníu. Bandaríkin vildu ólm fá Úkraínu og Georgíu inn í Nató en Þjóðverjar sögðu nein. Í staðinn var gefin út yfirlýsing að Úkraínu og Georgíu yrði í brátt boðin aðild. Rússar réðust inn í Georgíu þá um sumarið og núna í febrúar inn í Úkraínu. 

Í þýskum fjölmiðlum má lesa að allt frá 1991, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, er gert ráð fyrir að hluti af Úkraínu fari til Rússlands. Austurhluti landsins er að stærstum hluta byggður rússneskumælandi fólki. Þýskir álitsgjafar eru fljótir að benda á að skriðdrekar eru árásarvopn, en ekki varnarvopn, og ættu ekki að vera sendir til Úkraínu. Svona, ef menn skyldu hafa áhyggjur af þriðju heimsstyrjöldinni. Þjóðverjum líður betur með að veita læknishjálp en hergögn.

Bandaríkjamenn og Bretar eru herskárri og vilja senda Úkraínu öll þau vopn sem tiltæk eru, einnig skriðdreka. Enda það eru hvorki Joe Biden né Boris Johnson, sem eru á leið til Moskvu heldur þýskumælandi kanslari Austurríkis.

Skilningur er á milli Þjóðverja og Rússa frá gamalli tíð. Eftir fyrri heimsstyrjöld, og rússnesku byltinguna, voru bæði Þýskaland og Rússland/Sovétríkin í skammarkróknum hjá vesturlöndum. Úthýstu ríkin gerðu með sér samkomulag 1922, fyrir sléttum hundrað árum, í ítalska bænum Rapallo.

Rapallo-samningur Þjóðverja og Rússa gekk út á efnahagssamvinnu. En fljótlega þróaðist einnig hernaðarsamstarf milli ríkjanna. Sögulega meðvitaðir greinendur segja fátt meira ógnvekjandi fyrir Breta og Bandaríkjamenn en endurvakinn Rapallo-andi. 

Ein þjóð önnur er líkleg til að hatast meira við þýsk-rússneska samstöðu en engilsaxar. Það eru Pólverjar. Samkomulag Hitlers og Stalín, kennt við Molotov-Ribbentrop, frá 1939 skipti Póllandi milli Þýskalands og Sovétríkjanna.

Úkraínustríðið endar með friðarsamningum. Þeir friðarsamningar munu breyta landamærum Úkraínu til hagsbóta fyrir Rússa. Hinn kosturinn, að Rússland tapi stríðinu, er ekki mögulegur án þriðju heimsstyrjaldarinnar. Þjóðverjar vita það manna best. Þeir verða enn og aftur minntir á það 9. maí með hersýningu í Moskvu, 77 árum eftir uppgjöf Þjóðverja í seinna stríði. 

Þjóðir sem tapa smástríðum, líkt og Bandaríkin í Víetnam, Írak og Afganistan, læra fátt. Þjóðir sem tapa stórstríðum þar sem tilvist ríkisins hangir á bláþræði, samanber Þjóðverja eftir fyrra og seinna stríð, draga af lærdóm sem endist í áratugi ef ekki aldir. Þjóðverjar eru lykillinn að friði í Úkraínu. 


mbl.is Kanslari Austurríkis til fundar með Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

    • Bandaríkin vildu ólm fá Úkraínu og Georgíu inn í Nató en Þjóðverjar sögðu nein. Í staðinn var gefin út yfirlýsing að Úkraínu og Georgíu yrði í brátt boðin aðild.

    • Rússar réðust inn í Georgíu þá um sumarið og núna í febrúar inn í Úkraínu.

    Getur kannski verið að 2) sé afleiðing af 1)?

      • Þjóðverjum líður betur með að veita læknishjálp en hergögn

      • Bandaríkjamenn og Bretar eru herskárri og vilja senda Úkraínu öll þau vopn sem tiltæk eru, einnig skriðdreka.

      Getur hugsast að 1) sé afleiðing af 2) þ.e. að Bretar og Bandaríkjamenn voru herskáir gagnvart Þýskalandi í lok 4. áratugarins og það sé ástæðan fyrir því að Þjóðverjar vilji í dag frekar hlúa að hinum veiku í stað þess að senda þá í gassturtur?

      Theódór Norðkvist, 11.4.2022 kl. 09:37

      2 Smámynd: Theódór Norðkvist

      Þetta átti að vera númeraðir listar hér að ofan, en fornaldarkerfi blog.is breytti þeim í punktalista.

      Theódór Norðkvist, 11.4.2022 kl. 09:38

      3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

       Góðir punktar. Fáir sem vita að leifturstríðs tæknin var fyrset þróuð í samvinnu Weimar og Soviet.

      Guðjón E. Hreinberg, 11.4.2022 kl. 11:18

      4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

      Kannski Þjóðverjar ætli að endurtaka sama leikinn og fyrir seinni heimstytjöldina og semja við Rússa um skiptingu lands milli Þýskalnads og Rússlands. Spurning hvar sú lína muni liggja, við austurlandamæri Póllands eða um það mitt. 

      Væntanlega munu þá einhverjir Pútínistar kætast!

      Gunnar Heiðarsson, 11.4.2022 kl. 13:38

      5 Smámynd: Ómar Geirsson

      Blessaður Páll.

      Gunnar er eiginlega með þig.

      En ég vorkenni hins vegar þeim samstarfsmönnum sem vörðu málfrelsi þitt.

      Ekki að þeir höfðu rangt fyrir sér, heldur að þurfa lesa endurtekninguna sem dró úr vörnum Vesturvelda í aðdraganda Seinna stríðs.

      En þá vissu menn kannski ekki betur.

      Kveðja að austan.

      Ómar Geirsson, 11.4.2022 kl. 16:05

      6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

      Skyldi þessi kanslari Austurríkis heita Neville að millinafni?

      Hólmgeir Guðmundsson, 12.4.2022 kl. 08:42

      7 Smámynd: Halldór Jónsson

      GAS GAS OG MEIRA GAS

      Halldór Jónsson, 12.4.2022 kl. 09:44

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband