Pútín og endurfæðing sögunnar

Bókin Endalok sögunnar eftir Francis  Fukuyama kom út 1992, átta árum áður en Pútín kom til sögunnar sem leiðtogi Rússlands. Boðskapur Endaloka sögunnar er að sigur vesturlanda í kalda stríðinu marki upphaf að vestrænum heimi.

Fall Sovétríkjanna 1991 þýddi, samkvæmt kenningunni, að ekkert hugmyndakerfi stæðist vestrænum kapítalisma snúning. Kínverjar höfðu kannski aðra skoðun og sömuleiðis íslamski menningarheimurinn - en þau sjónarmið voru hjáróma.

Rússland er sögulega á mörkum hins vestræna heims. Á síðasta áratug liðinnar aldar, á meðan Yeltsín fór með forræði Rússlands, var landið gert kapítalískt. Ríkiseigur voru seldar, oft á slikk, og auðmannastétt landsins óx hratt. Almenningur sat eftir með sárt ennið. Rússneska ríkið gat ekki greitt lífeyri og lífskjör erfið. Kapítalisminn starfar þannig að fyrst verður auðurinn til í efri lögum þjóðfélagsins en seytlar niður með tíð og tíma. Þannig þróaðist kapítalismi í Vestur-Evrópu í iðnbyltingunni og í Bandaríkjunum á 19. öld.

Pútin, sem líklega er sænskur krati inn við beinið, tamdi auðræðið og kom skikki á ríkisbúskap landsins. Í það fóru fyrstu tíu ár valdatíma hans. Í leiðinni breytti hann stjórnkerfinu, lýðræði að nafninu til en embættismannaveldi í reynd. Í einu orði: stjórnfesta.

Pútín bauð Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu dús. Í frægri ræðu í Munchen 2007 bauð hann nýtt upphaf fjölpóla heims sem valkost við einpóla heim Bandaríkjanna/ESB og Nató. Stjórnmálaskýrendur leita í þessa ræðu til að útskýra Úkraínudeiluna.

Vesturlönd, sem enn voru ekki búin að tapa Íraksstríðinu, borgarastríðinu í Sýrlandi og Afganistan, voru of upptekin af endalokum sögunnar til að þekkjast boð Kremlarbónda 2007.

Næstu vatnaskil verða 2014 er Janúkóvíts forseta Úkraínu var steypt af stóli með vestrænum stuðningi. Forsetinn flúði á náðir Rússa sem tóku Krímskaga og Donbass-svæðið af Úkraínu.

Helsti páfi raunsæis í bandarískum utanríkismálum. John J. Mearsheimer sagði í september 2015 að vesturlönd leiddu Úkraínu til slátrunar með þeirri stefnu að fá landið inn í Nató og ESB. Með Úkraínu í Nató gætu Rússar lagt niður landvarnir; þeir væru Meley nútímans.

Þeir sem kunnu stafróf alþjóðastjórnmála vissu, eða máttu vita, að Nató-Úkraína þýddi endalok fullveldis Rússlands. Það þarf ekki annað en að líta á landakortið. Úkraína er skammbyssa beint að höfði Rússlands, höfuðborginni Moskvu.

Innrás Rússa í Georgíu 2008 og hertaka Krímskaga og Donbass 2014 var auðlæs skrift á veggnum: Úkraína færi aldrei í Nató.

Hugmyndafræði um endalok sögunnar blindaði mönnum sýn á vesturlöndum. Gamaldags rússnesk þjóðernishyggja ætti ekki roð við sigrandi vestrænum kapítalisma. Þessum sama og var svo auðseldur í Írak, Sýrlandi og Afganistan.

Í Úkraínustríðinu eru það ekki endalok sögunnar sem er á dagskrá heldur endurfæðing sögunnar. Heimsveldapólitíkin sem þar er boðið upp á er ættuð frá Rómverjum. Valkostur Úkraínu er að verða hlutlaust bandalagsríki Rússlands eða nýlenda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Einræði Stalíns var "apparatdiktatur", einræði embættismannakerfisins sem hann kom á fót í samskonar tilgangi og Pútín á sínum tíma. Sumir sem líkja Pútín við Hitler eru ekki að skoða málið í réttu samhengi. Þar er himinn og haf á milli. Hann virðist þó samsvara sig Stalín að mörgu leyti ... en er og verður að díet-útgáfan.

Snorri Bergz, 8.3.2022 kl. 07:50

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Páll

Þessi pistill þinn ómar nokkuð af hugsjón kalda stríðsins, sem átti að líða undir lok í byrjun síðasta áratugar síðustu aldar. Og vissulega gerðist það, kaldastríðinu lauk við fall sovétsins. Og svo hefði getað orðið áfram.

En við völdum í Rússlandi tók sanntrúaður sovét maður, uppalinn hjá KGB. Hann hefur unnið hörðum höndum að því að vekja upp kalda stríðið aftur og tekist ágætlega. Innrásin í Úkraínu er hans fyrsta skref í að endurvekja forna frægð gamla sovétsins, sem hann svo sárt saknar. Hann mun ekki stoppa fyrr en annað tveggja skeður, að verkefninu ljúki eða hann falli frá völdum.

Pútín er og verður harðasti kommúnisti, uppeldið tókst vel og verk hans sanna það. Hvergi nema í kommúnistaríkjum er ráðist gegn samborgurunum og þeir drepnir og skipir þar ekki máli hvort um börn eða gamalmenni sé að ræða, einungis rétttrúnaðurinn látinn ráða. Og n.b. Hitler spilaði einnig á strengi kommúnismans, komst til valda undir merkjum national sósialisma. Munurinn á honum og Pútín er kannski sá að Hitler hafði mikið fylgi meðal sinnar þjóðar er hann komst til valda, meðan Pútín var handvalinn í jobbið.

Báðir þessir menn héldu úti miklum áróðurshernaði, innan þjóðar sem utan. Nú eins og þá, falla sumir fyrir þessum áróðri, jafnvel vænstu menn. Verra þegar fólk sem trúir á frelsi til athafna og orða fellur fyrir bullinu.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2022 kl. 10:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru það nú alveg pottrétt rök Gunnar að uppeldi manneskju geri hana sanntrúaða pólitísku apparati? Gömul munnmæli herma "að fjórðungi bregður til fósturs" 

En mætti ekki snúa þessu þegar við upplifum pólitík Íslands og minna á tvær ljóðlínur; Þá mun sá guð sem veitti frægð til forna,fósturjörð vora reisa endurborna.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2022 kl. 18:10

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Helga

Ég segi hvergi að uppeldi mannskeppnunar, svona yfirleitt, geri hana að pólitísku apparati, heldur að uppeldi Pútíns til kommúnisma hafi tekist vel, að hann sé sannur kommúnisti.

Þetta getur þú séð með því að bera hann saman við helstu kommúnistaleiðtoga sögunnar. Þeir leiða allir af sér hörmungar.

Svo má ekki gleyma því að Úkraína er eitt af stærri ríkjum Evrópu, með um 45 milljónir íbúa og er SJÁLFSTÆTT RÍKI. Sjálfstæð þjóð á að ráða sínum örlögum, óháð því hvað nágrannarnir vilja. Að fara með her gegn annarri þjóð er glæpur. Þeir sem bera blak af aðgerðum Pútíns unna lítt sjálfstæði eigin þjóðar.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2022 kl. 22:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já þannig; sannur eitthvað? Hann ber ábyrgð á vörnum lands síns vitandi að ógnandi vopn efnavopn muni ég heiti þeirra rétt,víða við landamærin.Hversu oft hefur hann óskað eftir að þau séu fjarlægð.Þarna fekk ég áminningu sem ruglar svolítið. Ætlast til að sannleikurinn komi fram t.d. að megin ástæða innrásar sem ætluð var til að riðja þeim frá. verð að hætta þó ég vildi taka á móti Ukrainsku fólki væri eg til þess fær. Verð að hætta áður enþau skemma færsluna  

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2022 kl. 00:07

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi skrifar:

"Úkraína er skammbyssa beint að höfði Rússlands, höfuðborginni Moskvu."

Mikið er þetta ósmekklega að orði komist í ljósi þess sem er að gerast einmitt núna. 

Wilhelm Emilsson, 9.3.2022 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband