Eva svarar Eddu: kjaftasögur og kynferðisbrot

Eva Hauksdóttir lögmaður skrifar um þá aðferð Eddu Falak að auglýsa eftir slúðri um einhvern, sem ekki er nafngreindur, en er ,,þjóðþekktur og talar um covid." 

Eva bendir á að aðferð Eddu Falak sé bæði snjöll og ósvífin ,,ekki síst vegna þess að latir blaðamenn geta auðveldlega fjöldaframleitt smellvænlegar fréttir sem þeir þurfa ekki að taka neina ábyrgð á, bara með því að endurbirta dylgjurnar með nafni höfundar."

Edda telur sig sjálfsagt vinna þjóðþrifaverk, að fletta ofan af kynferðisbrotamönnum. En hún opnar í leiðinni fyrir þann möguleika að saklausum sé úthýst úr samfélaginu með dylgjum og aðdróttunum sem ekki er fótur fyrir.

Viðhorf Eddu er að ,,hafi fólk ekk­ert að fela" ætti það ekki að hafa neinar áhyggjur. Fæstir lifa þannig lífi að þeir hafi ,,ekkert að fela", þó ekki sé nema einkalífið. Hvort heldur í skyndikynnum eða makasambandi deila tveir einstaklingar einkalífi sínu. Ef annar aðilinn fer með einkalíf beggja út á götur og torg samfélagsmiðla stendur hinn berskjaldaður.

,,Ég get því miður ekki bent þolendum kynferðisofbeldis á neina skárri leið en þá að leggja fram kæru," skrifar Eva. Ef fólk á áfram að eiga tilkall til einkalífs er þetta skásta leiðin. En svo má afsala sér einkalífinu, láta það fara fram fyrir opnum tjöldum. Eða undir eftirliti ríkisins.

 


mbl.is Edda svarar gagnrýni Kára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Halldórsson

Allir gera mistök í lífinu, mismunandi persónulega skemmandi,því miður..

Edda Farak virðist ekki hafa gert nein mistök í sínu lífi. Það held ég að sé einstakt í sögu manskynnsins. Ég er ekki að setja út að aðferðir hennar  par se, nema að auglýsa etir einhverju sem hafi átt sér stað fyrir 10,20,30 árum. Hvar eru sannanir þess efnis? Samkvæmt lögum ertu SAKLAUS þangað til fundinn sekur fyrir rétti. Hvernig væri að athuga lífsgang Eddu Farak og ath. hvort að hún sé Maria Mei nútímans, kona sem að hefur ALDREI GERT NEITT RANGT í lífinu?

Ég er 4ra barna faðir 7 barna afi og 1ns barna langafi. Barnanýðinga má hnakkaskjóta á staðnum mín vegna, heimilisofbeldi á ALLTAf AÐ tilkynna. EF AÐ ÞÚ VWRÐUR FYRIR OFBELDI, KARL eða KONA tilkynntu það STRAX of farðu í skoðun á spítala.

Hafsteinn Halldórsson, 5.2.2022 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband