Hiti, vit og vitleysa

„Ísland er hluti af Norðurslóðum þar sem hitinn hlýnar tvisvar til fimm sinnum hraðar en annars staðar í heiminum,“ sagði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.

Ofanritað er inngangur í Fréttablaðinu að frétt með fyrirsögninni Ekki líft á jörðinni ef ekki verður breytt um stefnu. Sama útgáfa sagði fyrir skemmstu að landnám Íslands væri eitt fyrsta umhverfislysið.

Hiti er mældur í gráðum. Lofthiti hækkar, lækkar eða stendur í stað. Fyrir 3000 árum, já þrjú þúsund, snöggkólnaði á Íslandi. Breiðamerkurjökull ruddist yfir skóg með sverari trjástofnum en hafa síðan vaxið hér á landi.

Fornveðurfar gefur upplýsingar um snöggar hitasveiflur á ,,ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum," segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir sérfræðingur í fornveðurfari.

Á landnámstíma var 1,5 gráðu C hlýrra á Íslandi en í dag. 

Það er engin loftslagsvá, og allra síst manngerð, segir William Happer loftslagssérfræðingur.

Annar sérfræðingur, Judith Curry, segir náttúrulega ferla skýra hitabreytingar jarðar.

Fyrir bráðum áratug afhjúpaði blaðamaðurinn Donna Laframboise að loftslagsskýrslur Sameinuðu þjóðanna væru skrifaðar af fólki sem ekki kunni vísindi og vitnuðu í námsritgerðir, fréttatilkynningar og annað óvísindalegt til að keyra heim þá fyrirframgefnu niðurstöðu að maðurinn stjórni loftslaginu en ekki náttúran.

Svo koma til sögunnar snillingar sem tala um að ,,hiti hlýnar". Þeir fá fyrirsagnirnar hjá forheimskandi fjölmiðlum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Akkúrat í dag fannst mér kuldinn vera að kólna hér fyrir norðan. Í gær var kuldinn að hlýna svo mín vísindaleg niðurstaða er að það sé ekki bara hitinn sem hlýnar. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2022 kl. 10:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Snilldarfærsla eins og margar færslur hjá þér Páll. Leyfi mér að deila henni á fésbókarsíðuna mína. Reikna með að þér finnist ekki miður að þetta fari sem víðast.

Jón Magnússon, 30.1.2022 kl. 11:15

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Þetta er afsökunin fyrir öllum helstu sköttum undanfarina ára. Hressandi.

Ég vil meina að þessi snjóbylur og leiðindaveður sem er hér úti sé ekki hamfarahlýnun

Emil Þór Emilsson, 30.1.2022 kl. 13:03

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Allt í sóma með það, Jón.

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2022 kl. 14:11

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það tíðkast að deila út í eitt um áhrif manna á loftslag, en aðalatriðið nánast aldrei nefnt, að orkulindir í formi jarðefnaeldsneytis eru ekki endurnýjanlegar og því eru orkuskiptin óumdeilanlega nauðsynlegt. 

Rétt eins og þegar við skiptum um orkugjafa við húsahitun á síðstu öld þurfum við að gera það líka varðandi aðra orkunotkun. 

Eða telja menn, að orkuskiptin í húsahituninni hafi verið ónauðsynleg og óverjandi vitleysa?

Ómar Ragnarsson, 30.1.2022 kl. 19:25

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ánægjulegt að við skulum vera svo heppin Íslendingar að eiga orkumálastjóra sem hefur áttað sig á því að hiti hlýnar. Næst segir hún okkur kannski að kuldi kólni?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.1.2022 kl. 23:18

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Kommon Jón.

Á landnámsöld var réttilega heitar hér á Norður Atlantshafi, en á móti var kaldara á Kyrrahafssvæðinu, meðalhiti jarðar svona svipaður og á sjötta áratug síðustu aldar.

William Harper er þekktur loddari, hans síðasta vísindaritgerð sem hann birti í viðurkenndum ritum var afhjúpuð sem fals, hann handvaldi niðurstöður til að fá fyrirfram niðurstöðu sem honum var borgað fyrir að bandaríska olíuiðnaðinum. Seinni rannsóknir hafa afsannað í öllu kenningar hans. Eftir þá afhjúpun hefur hann ekki skilað einni ritgerð eða rannsókn sem réttlætir orðfæri Páls, að hann sé loftslagssérfræðingur.

Judith Curry er hins vegar eini loftslagsvísindamaður sem félagi Páll vísar í og hefur engu logið, hennar ritgerð um þenslu hafsins er góð sem slík, en þegar olíuiðnaðurinn fór að borga henni, þá kannaðist hún ekki við umfram þenslu sem vísindin geta ekki skýrt nema með hlýnun jarðar af mannavöldum.

Hún hefur þó það fram yfir Pál að vera ærleg, hún lýgur ekki, hún segir svo ég vitni beint í hana, "it has not been proved", sem er vissulega rétt, að baki loftslagsvísindum eru líkindi, ekki beinhörð vísindi sem byggjast á mælingum, þetta er jú eitthvað sem mannkynið hefur aldrei upplifað áður, það er ekki hægt að mæla fratíðina.

Og jú Jón, það var heitara fyrir um 3.000 árum síðan, á því eru loftslagsskýringar sem ekki eru til staðar í dag.

Svo ég vitni í rökhugsun sögunnar, um eitthvað sem var, en er ekki til staðar í dag, þá getur Pútín sagt margt um meinta ásælni Vesturveldanna í Úkraínu, en ekki að Þjóðverjar herseti Kiev, þó það hafi vissulega verið rétt árið 1943.

Meint afhjúpun  Donna Laframboise er fals, hugsuð fyrir illa menntað fólk sem veður ekki í vitinu, en er fjölmennt í biblíubeltinu í Bandaríkjunum.

Jón, það eru vissulega skiptar skoðanir um loftslagsbreytingar, eðli þeirra og sérstaklega stigmögnun þeirra á tímaás framtíðarinnar, en skiptar skoðanir hafa ekkert með keypt fals, blekkingar og beinar lygar.

Þú lítilsvirðir blogg þitt með því að endurbita þennan pistil, en Páll glottir.

Áróðursmaðurinn þekkir sinn árangur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2022 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband