Engin stunga, engin mannréttindi?

Bólusetningar, almennt talað, eru í þágu lýðheilsu. Á hinn bóginn hljóta þær að vera valfrjálsar. Ekkert lýðræðislegt ríkisvald má skylda borgara að taka tiltekið lyf, og bóluefni er lyf, þótt það sé í þágu lýðheilsu.

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Lýðheilsa andspænis einstaklingsfrelsi. Á mótsögninni er engin lausn, a.m.k. engin góð. Við verðum að lifa með mótsögninni og það í sæmilegri sátt.

Tilfallandi höfundur er tvíbólusettur og örvaður. Hann mælir með bólusetningu fullorðinna. En það má ekki ganga á mannréttindi þeirra sem vilja ekki bóluefnið í sinn skrokk - af hvaða ástæðum sem það annars er. 

Einstaklingsfrelsið kemur stundum út sem sérviska fárra andspænis fjöldanum. En það eru einmitt sérvitringarnir sem minna okkur á gildi mannréttinda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll og gleðilegt ár 

Ég hef lesið pistla sem skrifaðir hafa verið um frelsisskerðingar og Covid. Óneitanlega eru rökin gegn frelsisskerðingum sannfærandi. En ég staldra við eitt; þessir sem mest veikjast (og sem ekki má nefna í andrúmslofti nútímans) eru oftast nær ekki bólusettir. Frelsi fylgir ábyrgð. Í heimi Mills myndi sá sem tekur slíka ákvörðun að gjalda fyrir hana. – En ekki hér. Það eru nefnilega allir hinir sem borga brúsann. Frelsið er þeirra, en ábyrgðin annarra.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 12.1.2022 kl. 11:11

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef þú býrð einn í afskekttum firði þá skiptir litlu máli fyrir samfélagið hvort þú ert bólusettur eður ei.
Fólk má líka almennt drekka áfengi en ekki keyra ökutæki ölvað - allavega ekki í nálægð við annað fólk.
Við bannfærðum reykingamenn út í port ekki til að bjarga þeim heldur vegna þess að sannað þótti að óbeinar reykingar gætu valið krabbameini.

Ef óbólusettir halda þessari veiru gangandi og valda óþarfa álagi á heilbrigðiskerfið, þá á að skerða frelsi þeirra - hversu mikið má rífast um endalaust

Grímur Kjartansson, 12.1.2022 kl. 15:23

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Páll, hvernig getur þú mælt með bóluefnunum?

Kristinn Bjarnason, 12.1.2022 kl. 15:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Leitt að viðurkenna en Einar Sveinn náði að orða kjarnann svo ekki verður betur gert.

"Frelsið er þeirra, en ábyrgðin annarra."

Og aðrir borga brúsann.

Til dæmis sem blórabögglar þess að stjórnvöld hafa ekki eflt heilbrigðiskerfið frá upphafi heimsfaraldursins sem nokkru nemur.

Svo öskrar þetta lið á frekari höft, að almenningur eigi að gjalda gjörheimskuna sem fékk umboð í síðustu kosningum til að halda áfram að skella skuldina á óbólusetta, á veiruna, á allt annað en sína eigin sök.

Fólkið sem varði ekki þjóðina á þó að minnsta kosti að skilja að ábyrgðin er ekki annarra, ef aðgerðaleysi stjórnvalda er skýring þess að heilbrigðiskerfið ræður ekki við aukinn fjölda illra veikra kóvid sjúklinga, þá hlýtur fyrsta skrefið vera að forgangsraða inná gjörgæslu spítalans, á meðan beðið er eftir frekari úrlausnum, eins og þeim að setja aukna fjármuni í varnir heilbrigðiskerfisins.

Forgangsröðun út frá bólusetningum því frelsi á að fylgja ábyrgð líkt og Einar Sveinn bendir réttilega á.

Fangelsi þjóðarinnar er aldrei réttlæting afglapa þeirra sem aldrei gerðu neitt annað en að brosa í kamerur fjölmiðlanna.

Höfum það hugfast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2022 kl. 16:17

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það hefur aldrei verið erfitt fyrir vinstra fólk að hefta frelsi annarra af litlu tilefni. Það er langt seilst að kalla það frelsi að vilja ekki láta sprauta sig með tilraunaefni sem enginn veit hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Hvað eigum við að gera þegar kemur í ljós að þessi efni valda meiri skaða en reiknað var með og fólk þurfi heilbrigðisaðstoð? Það þarf bæði að vera illa upplýstur og hræddur til að láta sprauta sig með þessum efnum.

Kristinn Bjarnason, 12.1.2022 kl. 18:11

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Lýðheilsa andspænis einstaklingsfrelsi. Á mótsögninni er engin lausn, a.m.k. engin góð. Við verðum að lifa með mótsögninni og það í sæmilegri sátt," skrifar síðuhafi.

Erum við til í að deyja fyrir "frelsi" annarra? Einstaklingsfrelsið endar þegar það ógnar lífi annarra borgara. Þetta er ekkert rosalega flókið. 

Wilhelm Emilsson, 16.1.2022 kl. 07:11

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Er það óásættanlegt frelsi að hafna tilraunasprautum sem eru að skaða ónæmiskerfið? Það væri ekki vitlaust að skoða af hverju mestu smitin og vandræðin eru þar sem mest er sprautað. Er einhverjum sem dettur í hug að vandamálið séu óbólusettir? Er eitthvað sem bendir til þess að við séum að komast út úr þessum vandræðum með sprautum? Mitt mat eftir að hafa aflað mér upplýsinga víða að þá eru sprauturnar að koma í veg fyrir hjarðónæmi og ástandið muni versna við hverja sprautu. Ég held að það sé kominn tími til að ræða þessi mál af einhverri skysmei í stað upphrópana.

Kristinn Bjarnason, 16.1.2022 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband