Fréttir og kranablaðamennska

Frétt í fjölmiðli er unnið efni af ritstjórn og telst þar með gæðavottað af viðkomandi fjölmiðli. 

Kranablaðamennska er þegar fjölmiðill leyfir einhverjum að buna út úr sér frásögn og birtir sem gæðavottaða frétt. 

Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifar leiðara til að verja ,,fréttir" blaðsins um ásökun sagnfræðings að seðlabankastjóri sé ritþjófur.

Sigmundur Ernir segir Fréttablaðið hafa skrifað fréttir en í reynd stundaði blaðið kranablaðamennsku. Sagnfræðingurinn fékk að skrúfa frá krananum. Sameiginlegur skilningur beggja, sagnfræðingsins og Fréttablaðsins, var að ef meintur ritstuldur yrði ekki hengdur á seðlabankastjóra yrði tæplega frétt og alls ekki forsíðufrétt.

Með kranablaðamennsku framselur fjölmiðill trúverðugleika sinn. Enginn munur verður á frétt og Facebookfærslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband